Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Honeywell borðviftur, gólfviftur og turnviftur – gott úrval. Hljóðlátar viftur í svefnherbergi. Viftur sem gefa gust á vinnustaði. Sími 555 3100 www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Gott úrval af gæðaviftum frá Honeywell. Margar stærðir og gerðir. Nánari upplýsingar hjá Donna ehf. vefverslun www.donna.is VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sú tegund rokktónlistar sem köll- uð hefur verið svartmálmur, gríðarþungt og hratt öskurrokk þar sem andinn skiptir ekki minna máli en efnið, hefur sótt í sig veðr- ið á undanförnum árum og svo komið að íslenskar svartmálms- sveitir njóta virðingar langt út fyr- ir landsteinana – Svartidauði, Zhrine, Misþyrming, Nornahetta, Carpe Noctem, Nyiþ, Norn, Draugsól, Auðn, Sinmara, Naðra, Rebirth of Nefast, Núll og Al- myrkvi. svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sveita sem lofsam- aðar hafa verið í svartmálmskima íslenskra rokkunnenda og eins er- lendis er Wormlust, hljómsveit Hafsteins Viðars Ársælssonar. Hafsteinn er þó ekki bara tónlistarmaður, heldur hefur hann líka lagt stund á ljós- myndun eins og sjá má á ljós- myndabókinni Svartmálmi, sem breska bókaforlagið Ditto gaf út fyrir stuttu, og einnig má sjá myndir eftir Hafstein á sýningu sem opnuð verður í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í dag. Aðspurður hvað hafi leitt hann út í ljósmyndun segist Hafsteinn hafa byrjað að taka myndir til að skrásetja það sem væri að gerast í svartmálmsheiminum: „Þetta byrj- aði allt með því, frekar en að ég hafi ákveðið að gerast ljósmyndari. Það vantaði einhvern til að taka myndir og ég tók það bara að mér.“ Í framhaldinu fór hann svo að læra ljósmyndun en hann segist ekki hafa séð það fyrir sér að hann yrði vöruljósmyndari: „Þetta er sprottið af sama stað og tónlistin.“ Er ekki að vinna að heimildarljósmyndun – Það er heilmikið að gerast í ís- lenskum svartmálmi. „Já, það er partur af þessu. Ég sá að það var enginn að skrásetja þessa senu. Ég sá bókina Popp- korn eftir Sigurgeir Sigurjónsson og hugsaði með mér: „Það er eng- inn að skrásetja þessa senu, hún mun bara glatast í tímann þannig að þetta var nokkuð sem var mikil- vægt að gera. Fólk fattar ekki hversu stórt þetta er utan land- steinanna.“ – Myndirnar í bókinni eru flest- ar sviðsettar, uppstillingar, og í þeim sést vel að þú hefur ákveðna sýn sem þú ert að ná fram í myndatökunni. „Myndirnar endurspegla þann innri heim sem finna má í tónlist- inni. Í stað þess að stilla upp eins og í hefðbundnum hljómsveita- myndum reyni ég að þjóna heildarsýninni sem er á bak við senuna. Ég er ekki að vinna að heimildaljósmyndun þar sem ég reyni að taka burt tjaldið, taka burt mystíkina. Mér fannst það ekki passa þar sem ég er sjálfur að stússa í þessum heimi.“ Eins og getið er gefur breska forlagið Ditto bók Hafsteins út, en það er þekkt fyrir vandaðar og óvenjulegar ljósmyndabækur. Haf- steinn segist hafa farið á bóka- sýningu í París og þar hafi hann séð bókina God Listens to Slayer eftir Sönnu Charles á bás Ditto- útgáfunnar. „Ég fékk nafnspjald hjá þeim og sendi tölvupóst,“ segir Hafsteinn, enda sé það í anda svartmálmskimans að gera hlutina sjálfir, bíða ekki eftir að einhver geri hlutina fyrir mann. „Að búa til senu og búa til label, að redda sér, það er málið.“ Bókin Svartmálmur er einkar glæsileg og Hafsteinn segist hafa orðið hissa þegar hann sá loka- útgáfuna. „Þetta er þó búið að vera langt ferli og það er ekkert sem kemur á óvart fyrir utan það að sjá endanlegu útgáfuna.“ Albúm án hljóðs – Nú get ég hlustað á Wormlust og aðrar svartmálmssveitir á Bandcamp og fílað tónlistina án þess að sjá myndir eða búninga. Þarf ég bókina til að njóta hennar betur? „Það má annaðhvort líta á þetta sem heild, þar sem bókin er pöruð saman við tónlistina, enda eru líka textar í bókinni, eða þetta væri al- búm án hljóðs; að hægt sé að upp- lifa þetta eins og að fá plötu, hljóð- laus upplifun.“ – Hvað er svo fram undan hjá þér í ljósmyndun að námi loknu? „Ég er í listrænni helmingnum af ljósmyndun, en ég veit ekki hvað er fram undan, það verður bara að koma í ljós. Í dag er ég að vinna við að kynna bókina og setja upp sýninguna sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 31. maí, en svo er það tónlistin aftur. Mér finnst best að gera bara eitt í einu.“ Hljóðlaus upplifun svartmálms  Hafsteinn Viðar Ársælsson skrásetur svartmálmskima íslenskra rokkunnenda  Afraksturinn gefinn út á bók og sýndur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Ljósmynd/Hafsteinn Viðar Ársælsson Svartmálmur Myndir Hafsteins endurspegla þann innri heim sem finna má í tónlistinni. Ljósmynd/Hafsteinn Viðar Ársælsson Skrásetning „Það vantaði einhvern til að taka myndir og ég tók það bara að mér,“ segir Hafsteinn Viðar Ársælssson um ljósmyndir sínar af svartmálmssenunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.