Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 73
DÆGRADVÖL 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Góðum viðskiptahugmyndum rignir yfir þig. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Finnist þér þú vera komin/n í ógöngur skaltu óhikað leita ráða hjá öðrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú vilt vita hvernig hlutirnir virka og þess vegna áttu ýmsu ólokið. Leggðu þig fram um að vera til staðar fyrir vini þína bæði í sorg og gleði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga þegar þú hittir gamlan vin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til þess í dag að hugsa um það hvert þú stefnir. Mundu að hól- ið skilar betri árangri en ávítur. Ýmis teikn eru á lofti í ástamálunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er orðið tímabært að þú dekrir svo- lítið við sjálfa/n þig. Umhyggja þín gerir það að verkum að fólk er þakklátt fyrir vináttu þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Lykillinn að velgengni þinni á þessu ári er jákvætt hugarfar. Einhver er með óhreint mjöl í pokahorninu, reyndu að fá svör við því hver það er. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt það svo sannarlega inni að líta upp úr verkefnunum og gleðjast með vinum og vandamönnum. Hikaðu ekki við að segja öðrum hvernig þér líður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver reynir að setja ykkur stólinn fyrir dyrnar en þar sem þú ert ekki á þeim buxunum að gefast upp tekst það ekki. Þú stendur þig vel í uppeldinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft á styrk að halda og skalt sækja hann til einhvers þér eldri sem býr yfir mikilli reynslu. Samstarfsmenn þínir koma þér á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt áhugi þinn á vinnunni sé mik- ill er óþarfi að taka verkefnin með sér heim. Gamalt rifrildi liggur á þér eins og mara. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum áður en það verður of seint. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sérkennileg atburðarás kann að leiða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Reyndu að komast í frí fljótlega. Ætl- arðu ekki að nota ræktarkortið þitt? 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að dusta rykið af gömlum draumum. Heppnin eltir þig á röndum og það er möguleiki að þú fáir óvæntan vinning fljót- lega. Víkverji hefur alltaf gaman af að fábréf en því miður hefur slíkum gleðiefnum fækkað verulega eftir því sem árin líða. Nú orðið skrifa engir bréf, senda bara einhverskon- ar tölvupóst og bankar og fyrirtæki eru líka hætt að senda reikninga í pósti. Eitt af því fáa, sem Víkverji fær sent öðru hvoru núorðið, fyrir utan dagblöðin auðvitað, er boðskort í afmælisveislur – eða svo hélt hann. x x x Víkverji frétti nefnilega á skot-spónum um daginn að honum og fjölskyldu hans yrði boðið í afmælis- veislu fyrirtækis og að boðskort væri á leiðinni til hans í pósti. Leið nú og beið en bréfalúgan bærðist ekki. x x x Afmælisdagurinn rann upp og Vík-verji ákvað með hálfum huga að mæta þótt hið formlega boðsbréf hefði ekki borist. Hann varð ekki var við annað en honum væri vel tekið og skemmti sér hið besta í sam- kvæminu. x x x Viku síðar þegar Víkverji komheim, lá umslag á dyramottunni. Víkverji opnaði það spenntur og viti menn: þarna var boðskortið komið en samkvæmt póststimplinum hafði það verið póstlagt þremur vikum fyrr. Víkverji hefur ekki upplýsingar um hvað á daga boðsbréfsins hafði drifið þessar vikur en ferðalagið með Póstinum hefur vonandi verið skemmtilegt, nógu var það langt. x x x Til samanburðar getur Víkverjisagt frá því að eftir að hafa séð börnin sín kaupa bílfarma af fötum frá útlöndum gegnum netið ákvað hann að fjárfesta í jakka sem hann sá á lista frá verslun í Hollandi. Jakkinn var pantaður og borgaður á þriðjudagskvöldi og á föstudags- morgni hringdi ung kona frá flutn- ingafyrirtækinu UPS í Víkverja, sagðist vera með sendingu til hans og spurði hvort hann væri ekki heima! Það tók því aðeins tæpa þrjá sólarhringa að senda klæðisplaggið yfir Atlantshafið vikverji@mbl.is Víkverji En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þínum. (Sálm: 73.28) Pétur Stefánsson yrkir á Boðnar-miði: Þegar á líf mitt er litið, ljóðin og daglega stritið, þá greinist það strax frá degi til dags hversu stórlega stíg ég í vitið. Alltaf er nærtækt að fletta upp í Hávamálum: Meðalsnotur skyli manna hver, æva til snotur sé því að snoturs manns hjarta verður sjaldan glatt ef sá er alsnotur er á. Magnús Halldórsson yrkir: Mjög lengi var ókátur Arinbjörn, því úrkoman fannst’onum leiðigjörn. Á þessu gekk, uns kallinn fékk regnföt og sett’á þau sólarvörn. Þórður Vilberg Oddsson orti undir kvöld á mánudag á Boðnar- miði: Af borgarstjóra fylgi flett, um flokkinn kaldur blástur. Með Viðreisn er á sárið sett Samfylkingarplástur. Hið ólíklega getur gerst – Magnús Halldórsson hélt áfram að spinna: Er að færast allt í lag, ætli hann sér snúi? Síðan ljómi sól í dag, sem ég varla trúi? Það er alltaf líf á Tjörninni. Anton Helgi Jónsson yrkir: Oná tjörn nú áðan var allt á fullu spani; ljótir andarungar þar eltu hvíta svani. „Þessa stundina sést til sólar með smá golu,“ sagði Ingólfur Ómar á mánudag: Góða veðrið léttir lund lifnar allt að nýju. Sólarbjarmi signir grund suðrið andar hlýju. Hins vegar yrkir Magnús Hall- dórsson um „langtímaáhrif óþurrka“: Veðursukk og svínarí, sumu af manni léttir, ég hættur er að horf’á ský og hlust’á veðurfréttir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af mannviti, pólitík og óþurrkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.