Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 73

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 73
DÆGRADVÖL 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Góðum viðskiptahugmyndum rignir yfir þig. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Finnist þér þú vera komin/n í ógöngur skaltu óhikað leita ráða hjá öðrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú vilt vita hvernig hlutirnir virka og þess vegna áttu ýmsu ólokið. Leggðu þig fram um að vera til staðar fyrir vini þína bæði í sorg og gleði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga þegar þú hittir gamlan vin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til þess í dag að hugsa um það hvert þú stefnir. Mundu að hól- ið skilar betri árangri en ávítur. Ýmis teikn eru á lofti í ástamálunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er orðið tímabært að þú dekrir svo- lítið við sjálfa/n þig. Umhyggja þín gerir það að verkum að fólk er þakklátt fyrir vináttu þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Lykillinn að velgengni þinni á þessu ári er jákvætt hugarfar. Einhver er með óhreint mjöl í pokahorninu, reyndu að fá svör við því hver það er. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt það svo sannarlega inni að líta upp úr verkefnunum og gleðjast með vinum og vandamönnum. Hikaðu ekki við að segja öðrum hvernig þér líður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver reynir að setja ykkur stólinn fyrir dyrnar en þar sem þú ert ekki á þeim buxunum að gefast upp tekst það ekki. Þú stendur þig vel í uppeldinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft á styrk að halda og skalt sækja hann til einhvers þér eldri sem býr yfir mikilli reynslu. Samstarfsmenn þínir koma þér á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt áhugi þinn á vinnunni sé mik- ill er óþarfi að taka verkefnin með sér heim. Gamalt rifrildi liggur á þér eins og mara. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum áður en það verður of seint. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sérkennileg atburðarás kann að leiða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Reyndu að komast í frí fljótlega. Ætl- arðu ekki að nota ræktarkortið þitt? 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að dusta rykið af gömlum draumum. Heppnin eltir þig á röndum og það er möguleiki að þú fáir óvæntan vinning fljót- lega. Víkverji hefur alltaf gaman af að fábréf en því miður hefur slíkum gleðiefnum fækkað verulega eftir því sem árin líða. Nú orðið skrifa engir bréf, senda bara einhverskon- ar tölvupóst og bankar og fyrirtæki eru líka hætt að senda reikninga í pósti. Eitt af því fáa, sem Víkverji fær sent öðru hvoru núorðið, fyrir utan dagblöðin auðvitað, er boðskort í afmælisveislur – eða svo hélt hann. x x x Víkverji frétti nefnilega á skot-spónum um daginn að honum og fjölskyldu hans yrði boðið í afmælis- veislu fyrirtækis og að boðskort væri á leiðinni til hans í pósti. Leið nú og beið en bréfalúgan bærðist ekki. x x x Afmælisdagurinn rann upp og Vík-verji ákvað með hálfum huga að mæta þótt hið formlega boðsbréf hefði ekki borist. Hann varð ekki var við annað en honum væri vel tekið og skemmti sér hið besta í sam- kvæminu. x x x Viku síðar þegar Víkverji komheim, lá umslag á dyramottunni. Víkverji opnaði það spenntur og viti menn: þarna var boðskortið komið en samkvæmt póststimplinum hafði það verið póstlagt þremur vikum fyrr. Víkverji hefur ekki upplýsingar um hvað á daga boðsbréfsins hafði drifið þessar vikur en ferðalagið með Póstinum hefur vonandi verið skemmtilegt, nógu var það langt. x x x Til samanburðar getur Víkverjisagt frá því að eftir að hafa séð börnin sín kaupa bílfarma af fötum frá útlöndum gegnum netið ákvað hann að fjárfesta í jakka sem hann sá á lista frá verslun í Hollandi. Jakkinn var pantaður og borgaður á þriðjudagskvöldi og á föstudags- morgni hringdi ung kona frá flutn- ingafyrirtækinu UPS í Víkverja, sagðist vera með sendingu til hans og spurði hvort hann væri ekki heima! Það tók því aðeins tæpa þrjá sólarhringa að senda klæðisplaggið yfir Atlantshafið vikverji@mbl.is Víkverji En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þínum. (Sálm: 73.28) Pétur Stefánsson yrkir á Boðnar-miði: Þegar á líf mitt er litið, ljóðin og daglega stritið, þá greinist það strax frá degi til dags hversu stórlega stíg ég í vitið. Alltaf er nærtækt að fletta upp í Hávamálum: Meðalsnotur skyli manna hver, æva til snotur sé því að snoturs manns hjarta verður sjaldan glatt ef sá er alsnotur er á. Magnús Halldórsson yrkir: Mjög lengi var ókátur Arinbjörn, því úrkoman fannst’onum leiðigjörn. Á þessu gekk, uns kallinn fékk regnföt og sett’á þau sólarvörn. Þórður Vilberg Oddsson orti undir kvöld á mánudag á Boðnar- miði: Af borgarstjóra fylgi flett, um flokkinn kaldur blástur. Með Viðreisn er á sárið sett Samfylkingarplástur. Hið ólíklega getur gerst – Magnús Halldórsson hélt áfram að spinna: Er að færast allt í lag, ætli hann sér snúi? Síðan ljómi sól í dag, sem ég varla trúi? Það er alltaf líf á Tjörninni. Anton Helgi Jónsson yrkir: Oná tjörn nú áðan var allt á fullu spani; ljótir andarungar þar eltu hvíta svani. „Þessa stundina sést til sólar með smá golu,“ sagði Ingólfur Ómar á mánudag: Góða veðrið léttir lund lifnar allt að nýju. Sólarbjarmi signir grund suðrið andar hlýju. Hins vegar yrkir Magnús Hall- dórsson um „langtímaáhrif óþurrka“: Veðursukk og svínarí, sumu af manni léttir, ég hættur er að horf’á ský og hlust’á veðurfréttir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af mannviti, pólitík og óþurrkum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.