Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 41

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 41
FRÉTTIR 41Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Dr. Jónas Jónsson, forstjóri Stofn- Fisks hf., og dr. Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands (HÍ), undirrituðu samstarfssamn- ing um rannsóknir tengdar laxeldi á þriðjudag. Um leið var sett af stað rannsóknarverkefnið „Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi“. Tvær nýjar stöður verða til við HÍ á meðan verkefnið stendur, staða sérfræðings við Líf- og umhverfis- vísindastofnun og staða doktors- nema við líf- og umhverfisvís- indadeild. Umhverfissjóður sjó- kvíaeldis leggur um 20 milljónir króna til verkefnisins á ári í þrjú ár og StofnFiskur hf. sömu upp- hæð. Umfang þessa fyrsta áfanga er því um 120 milljónir króna. Vísindamenn HÍ og StofnFisks ætla að kanna möguleika á fram- leiðslu á ófrjóum eldislaxi og um leið öðlast meiri skilning á áhrif- um erfðafræði og sameinda- erfðafræði á stjórnun kynþroska. „Framtíðarsýn laxeldis á Íslandi þarf að vera sjálfbær, fjölbreytt, samkeppnishæf og hagkvæm. Einn liður í þessari sjálfbærni er að iðnaðurinn noti í auknum mæli ófrjóan lax til eldisins og stuðli um leið að aukinni umhverfis- vernd,“ segir í tilkynningu frá StofnFiski. Jón Atli Benediktsson rektor sagði við undirritunina að nýi samningurinn væri glæsilegt dæmi um samstarf atvinnulífsins og Háskóla Íslands. StofnFiskur og Háskóli Íslands hefðu á síðustu átta árum staðið fyrir árangurs- ríkum rannsóknarverkefnum á sviði ósérhæfðra ónæmisvarna í laxi. Nýi samningurinn væri í framhaldi af því samstarfi. Jón Atli sagði að samstarfið hefði gengið vel. Tengingin við atvinnu- lífið væri mikilvæg og eins sú þjálfun sem nemendur öðluðust í slíku samstarfi. StofnFiskur hf. er hluti af Benchmark Genetics, alþjóðlegu rannsókna- og nýsköpunarfyrir- tæki á sviði fiskeldis, landbúnaðar og dýraheilbrigðis. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Undirritunin F.v. í aftari röð: Eduardo Rodríguez og Theodór Kristjánsson frá StofnFiski, Magnús Diðrik Baldursson og Zophonías Jónsson frá Há- skóla Íslands. Við borðið sitja Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands (t.v.) og Jónas Jónsson, forstjóri StofnFisks hf. sem undirrituðu samninginn um samvinnu við rannsóknir á stjórn á kynþroska eldislax. Samstarf um laxa- rannsóknir undirritað hverri aðferð náð æskilegum vexti án þess að verða kynþroska. Hann segir að um frumrannsókn sé að ræða og ómögulegt að segja hvort og þá hvenær árangur næst. Ein- hvers konar meðhöndlun þarf að koma til við frjóvgun eggjanna eða síðar til að gera laxinn ófrjóan svo menn nái að stjórna því hvort fisk- arnir verði kynþroska eða ekki. „Okkar nálgun er tvíþætt. Við horfum á þetta gagnvart eldinu sjálfu. Ef fiskur verður kynþroska áður en markaðsstærð er náð þá er það beint tap. Hann verður minni en ella, holdgæðin minni og gengur illa að selja hann fyrir mun lægra verð. Hin hliðin er sú að við viljum koma til móts við sjónarmið umhverfis- verndar. Gagnrýni á uppbyggingu fiskeldis byggist m.a. á því að verið sé að nota frjóa stofna í eldinu. Við sjáum á Íslandi mikil tækifæri til að framleiða lax vegna betri stofna, betri tækni og betri þekkingar en áður. Við leysum mjög mörg vanda- mál ef við getum stýrt kynþrosk- anum í þeim stofnum sem við notum,“ segir Jónas. Ljósmynd/StofnFiskur Laxahrogn StofnFiskur hf. framleiðir nú 4-5 milljónir þrílitna hrogna á ári. Zophonías O. Jónsson, prófessor í sameindaerfðafræði við Líf- og um- hverfisvísindadeild HÍ, hefur umsjón með rannsóknarverkefninu af hálfu háskólans. Hann sagði rannsóknir á því hvernig gera megi eldislaxa ófrjóa fara fram víðar en hér, m.a. í Noregi. Örugglega megi finna fleiri en eina leið til að gera þetta. Zophoní- as benti á að líklegt yrði að slíkar að- ferðir yrðu iðnaðarleyndarmál til að byrja með eða notkun þeirra háð einkaleyfum og að þessi rannsókn gæti á sama hátt leitt til nýrra einka- leyfa. Hann sagði að rannsóknarsam- starf af þessu tagi muni örugglega skila fræðilegum árangri hvort sem ný aðferð til að gelda laxa finnst eða ekki. Þeirrar þekkingar muni m.a. sjá stað í ritrýndum fræðigreinum. Aðferðirnar nýtast víðar Aðferðirnar sem beitt verður í verkefninu munu nýtast víðar. Zoph- onías nefndi að við Líf- og umhverfis- vísindadeild HÍ vinni stór hópur að rannsóknum á stofnerfðafræði bleikju. Meðal annars er rannsak- aður erfðafræðilegur munur á bleikjuafbrigðunum fjórum í Þing- vallavatni. Stofnarnir eru erfðafræði- lega aðskildir og vel aðgreindir útlits- lega. „Aðferðir sem settar verða upp fyrir samvinnuverkefnið við Stofnfisk munu vonandi líka nýtast í bleikju- verkefninu,“ sagði Zophonías. „Til dæmis ef svokölluð CRISPR/Cas9 erfðabreytingaaðferð verður löguð að laxfiskum.“ Hann sagði að víðar en í Þingvalla- vatni megi finna sambýli ólíkra bleikjustofna. Í vatni einu í Græn- landi eru a.m.k. fimm bleikjustofnar og í vatni á Kamtsjatka í Rússlandi eru þeir talsvert fleiri. Einnig eru stundaðar rannsóknir við HÍ á erfða- fræði urriðans í Þingvallavatni og þar í kring. gudni@mbl.is Rannsóknin bætir við þekkinguna Morgunblaðið/Einar Falur Rannsóknir Við Háskóla Íslands hafa farið fram rannsóknir á Þingvalla- bleikju og urriða. Nú bætast við rannsóknir á kynþroska eldislaxa. Allt um sjávarútveg Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.