Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is landi, Færeyjum, Danmörku og Þýskalandi. Froðuballett og kórsöngur Meðal hápunkta sýningarinnar má nefna froðuballett íslenska lista- mannsins Magnúsar Sigurðssonar sem dansaði um í froðunni með upp- blásnum háhyrningum. Einnig Bláa lóns gjörning Kolbeins Huga. Laali Lybert frá Grænlandi sýndi trommu- dans. Auk þess var landslagsinnsetn- ing Önnu Rúnar Tryggvadóttur og tilfinningaþrunginn öskursöngur danska fjöllistamannsins og harm- onikkuleikarans Adams Christensen. Magnús Kjartansson stjórnaði Söng- hópi Suðurnesja sem kom frá Íslandi og íslenskur kór í Berlín söng undir stjórn Haraldar Þrastarsonar. Sýningarstjórar viðburðarins voru Listahátíðin Cycle var haldin í Berlín á laugardaginn var í samvinnu við ís- lenska sendiráðið í borginni. Íslensku sendiherrahjónin, Martin Eyjólfsson og Eva Þengilsdóttir, opnuðu heimili sitt frá klukkan 14-23 og er talið að allt að 1.500 manns hafi þegið boðið. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem sendiherra erlends ríkis býður til opins viðburðar á heimili sínu í Berl- ín. Listahátíðin var haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Hún þótti heppnast einstaklega vel og nutu gestirnir þess sem boðið var upp á í einmuna veðurblíðu. Fjöldi listamanna kom að hátíðinni í Berlín og sýndu þeir málverk, vídeó- listaverk, skúlptúra, fluttu gjörninga og tónlist. Sýnt var safn verka ís- lenskra listamanna í bland við verk listamanna sem komu m.a. frá Græn- Guðný Guðmundsdóttir, Jonatan Ha- bib Engqvist og Sara S. Öldudóttir. „Það hefur verið markmið okkar Evu að nota sendiherrabústaðinn sem mest til framdráttar íslenskum hagsmunum. Þessi viðburður er ár- angur af samtali okkar við íslensku listasenuna hér í Berlín en hér búa yf- ir 100 íslenskir listamenn og listnem- ar eða eru hér með annan fótinn,“ sagði Martin Eyjólfsson, sendiherra. Listahátíðin Cycle er venjulega haldin á haustin í Kópavogi. Síðast- liðið ár hefur verið unnið að mynd- listarsýningum og viðburðadagskrá í tengslum við fullveldisafmælið. Há- tíðin verður opnuð í Kópavogi 25. október. Hún er styrkt af norrænu menningarsjóðunum NKF og NKP, Kópavogsbæ, Fullveldissjóði og Ice- landair. gudni@mbl.is Fjölmenni og fjör í sendi- herrabústaðnum í Berlín Froðuballett Einn ar hápunktum dagsins var froðuballett íslenska listamannsins Magnúsar Sigurðssonar þar sem uppblásnir háhyrningar léku hlutverk. Börnin létu sitt ekki eftir liggja og notuðu froðuna óspart. Rammíslenskur Bláa lóns gjörningur Kolbeins Huga vakti mikla athygli viðstaddra. Fjöldi fólks naut viðburðanna í garði sendiherrabústaðarins og inni í sendiherrabústaðnum í Berlín á laugardaginn var. Tilfinningaþrunginn Danski fjöllistamaðurinn og harmonikkuleikarinn Adam Christensen skemmti viðstöddum með spili og öskursöng. Ljósmyndir/Sigurrós Eiðsdóttir og Antje Jandrig Trommudansarinn Laali Lybert frá Grænlandi sýndi trommudans eins og nágrannar okkar á Grænlandi hafa iðkað frá alda öðli. Busllaug Börnin áttu glaðan dag í garði sendiherrabústaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.