Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Eggert Yfirheyrslur Nú er undirbúningur karlalandsliðsins fyrir HM í fótbolta í algleymingi. Af því tilefni fjölmenntu íþróttafréttamenn í Laugardalinn í gær og spurðu landsliðsmenn spjörunum úr fyrir æfingu. Ársuppgjör Trygg- ingastofnunar (TR) við líf- eyrisþega fyrir árið 2017 vekur enn á ný sterk við- brögð. Fram hefur komið að að- eins um 12% lífeyrisþega fengu rétt greiddan lífeyri á árinu 2017 og um 44% þeirra, sem samsvarar 25 þúsund manns, fengu of- greitt og þurfa að greiða til baka tæplega 4 milljarða eða að jafnaði 157 þúsund kr. á mann. Í flestum tilfellum skapar þetta óöryggi og jafnvel örvænt- ingu eins og fram kemur á félagsmiðlum. Jafn stór hópur fékk síðan vangreitt og á inni hjá TR, en þær upphæðir eru veru- lega lægri. Aðstaða Tryggingastofnunar Álykta mætti að frammistaða TR í raf- rænni stjórnsýslu væri afleit, en það er ekki endilega svo: í núverandi kerfi er erf- itt fyrir TR að gera betur. Hún er í raun- inni að gera upp skattgreiðslur, sem hún innheimtir fyrir ríkið með skerðingum á lífeyri. Þannig fá lífeyrisþegar tvö skatta- uppgjör á hverju vori: annars vegar frá skattinum og hins vegar frá Trygg- ingastofnun. Í þessu felst tvíverknaður. Til þess að TR réði betur við þetta verkefni þyrfti stofnunin að setja upp samþætta gagnagrunna svipað og skatt- urinn og fá upplýsingar frá honum og fjármálastofnunum. Það væri enn meiri tvíverknaður og efast má um réttmæti og lögmæti þess af ýmsum ástæðum svo sem vegna aðgreiningarreglu stjórnsýslunnar. Aðstaða aldraðra Nú er það svo að lífeyrisþegar sem fylla tímanlega inn nýjar upplýsingar, svo sem vegna aukinna eða minnkaðra tekna, vegna arfs eða annars, fá nálægt því rétt greitt. Hins vegar skilja fjölmargir í þess- um hópi ekki sjálft kerfið eða komast ekki í gegnum tölvu- kerfi TR og hafa ekki heilsu eða þekkingu og þjálfun til þess að gera það. Og munum að hér er ekki um lítinn hóp að ræða, um 25 þúsund manns sem ráða ekki við kerfið. Þar af eru þúsundir skjólstæðinga sem hafa líf- eyri sem er um 100 þúsund kr. lægri á mánuði en sem nemur framfærsluviðmiði velferðarráðuneytisins auk húsnæðiskostnaðar. Ótæk stjórnarframkvæmd Þetta kerfi á sér fáar hliðstæður í ís- lenskri stjórnsýslu og enga sem tekur til svo margra og viðkvæmra skjólstæðinga. Þannig er einkennilegt, eða á ég að segja óviðfelldið, að lífeyrisþegar búi við það. Óhjákvæmilega þarf að leggja það niður, ef ekki af mannúðarástæðum, þá af þeirri ástæðu að um ótæka stjórnsýslu er að ræða. Lausn málsins Lausn málsins er að hætta skerðingum á lífeyri og létta þessu skattauppgjöri af TR. Skatturinn á einn að gera skattauppgjör. Þá á jöfnuðurinn milli einstaklinga ekki að vera hluti af félagsmálapökkum. Því þurfa lífeyrisgreiðslur að vera jafnar fyrir alla og TR á að greiða þær út, en ekki hafa önnur hlutverk. Skatturinn þarf síðan að sjá um jöfnuðinn sem eðlilegt er að fylgi málinu, þ.e. að þeir sem hafa miklar tekjur greiði meira til samneyslunnar en hinir og að þeir greiði með hækkuðum tekjum síaukinn hluta lífeyris síns aftur til baka til ríkisins. Ef ekki er pólitískt mögulegt að taka upp almennan stighækkandi tekjuskatt eins og flest nágrannaríki búa við kæmi til mála að þeir sem eru 67 ára og eldri og ör- yrkjar byggju við sérstakt skattkerfi sem væri lagað að aðstæðum þeirra. Í því efni væri hægt að fara margar leiðir og er lækkandi persónuafsláttur með hækkuðum tekjum og endurgreiddur van- nýttur persónuafsláttur ein þeirra leiða sem stjórnmálamenn hafa bent á – og það er leið sem hægt væri að fara enda þótt að- eins væri eitt skattþrep (sem varla gengi í almennu skattkerfi), þar sem mikill meiri- hluti lífeyrisþega hefur lágar tekjur og svipaðar. Eftir Hauk Arnþórsson »Hætta þarf skerðingum á lífeyri og skattaupp- gjörinu sem þeim fylgir, ef ekki af mannúðarástæðum, þá vegna þess að um ótæka stjórnsýslu er að ræða. Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. haukura@haukura.is Endurgreiðslur lífeyris og hlutverk Tryggingastofnunar Þegar grein þessi er rituð eru hundrað dag- ar liðnir frá því sá, er hana ritar, ákvað að hætta notkun snjall- síma og félagslegra samskiptamiðla. Fyrst um sinn átti þessi til- raun að standa yfir tímabil lönguföstu en stuttu fyrr hafði greinahöfundur lesið mjög áhugaverða blaðagrein, þ.e. Reykjavíkurbréfið 11. febrúar sl., „Um kæk og læk, gamlan vana og nýjan.“ Hafði lesturinn mikil áhrif. Í hnotskurn var fyrrnefnt Reykja- víkurbréf ádeila á tæknibyltinguna; snjallsímana sem virðast eyðileggja flestöll matarboð þessa dagana og ættleiða börnin frá foreldrum sín- um, án aðkomu barnavernd- arnefndar, eins og það var svo skemmtilega orðað. Mætti í raun segja að fáar greinar hafi haft eins mikil áhrif á mig og þessi. Ákvað ég að sjá hvernig hinir fjörutíu dagar föstunnar myndu verða án snjallsíma og félagslegra samskiptamiðla. Fyrir ungan mann gæti það reynst erfitt þar sem nær öll sam- skipti fara fram á þess- um miðlum. Dustaði ég rykið af áratuga göml- um Nokia-farsíma og skráði mig út af Face- book. Fyrsti dagurinn var auðvitað áhuga- verður en eitt það fyrsta sem ég gerði var að opna Facebook, eins og aðra daga sl. áratug eða svo, en það var ekki fyrr en ég þurfti að slá inn lykilorðið sem það rann upp fyrir mér að sprengidagur væri liðinn. Tæknifastan væri hafin og myndi standa yfir í fjörutíu langa daga. Það er sagt að það taki um þrjár vikur með mikilli elju að venja sig af vondum vana. Það mætti segja að slík hefði raunin verið hjá mér, nán- ast upp á dag, því eftir þrjár vikur þegar ég fór að taka stöðuna, þá langaði mig bara ekkert að fara inn á þessa samskiptamiðla aftur hvað þá nota snjallsímann sem nú gegnir aðeins hlutverki rafræns taflborðs. Friðsældin var þægilegur ferða- félagi! Ekkert „ping“ á þriggja sek- úndna fresti til þess að eyðileggja athyglina. Ég held að það hafi verið um þetta leyti sem ég ákvað að halda áfram „tækniföstunni“, þ.e. fram yfir lönguföstu. Að gera „tækniföstuna“ að lífsstíl og ekki bara það heldur vera opinn fyrir því að bæta í þegar fram líða stundir. Það voru nokkrir hlutir sem ég tók eftir. Eitt var að athygli mín og einbeiting varð miklu betri því lengra sem leið á föstuna. Sem lætur lyfjafræðing hugsa um alla þessa óhóflegu notkun landsmanna á örv- andi lyfjum í meðferð við athyglis- bresti. Athugum eitt í því samhengi. Þegar reykingamaður kemur til læknis með lungnaþembu er eitt það fyrsta sem læknirinn segir við við- komandi að hann þurfi að hætta að reykja. Grundvöllur meðferðarinnar er ekki lyfjameðferð heldur bættur lífsstíll og það að menn hætti að reykja. Engar sambærilegar leið- beiningar eru gefnar þegar börn og fullorðnir eru sett á örvandi lyf í meðhöndlun á athyglisbresti, jafnvel þótt það sé augljóst að notkun snjallsíma og samfélagslegra miðla eyðileggur athygli og elur á áunnum athyglisbresti. Hugsanlega munu einhverjir hrista hausinn og væna menn um vitleysu við lestur á slíkri yfirlýsingu. Í því eins og öðru er ekki allt rétt þótt það sé pólitískt rétt en slíkt var líka gert þegar menn fóru fyrst að benda á skað- semi reykinga. Sagan og tíminn hef- ur gert upp sinn dóm í því máli. Eitt er þó nokkuð borðleggjandi og það er að ef menn eru stanslaust að láta einhverja snjallsíma með „ping“ hljóðum stöðva samræður, stöðva athygli, allan daginn, alla daga, mun það hafa áhrif á athygl- ina. Það er því í raun eins augljóst og að einstaklingur í áhættuhópi fyr- ir sykursýki á ekki að borða nammi, að einstaklingur með athyglisbrest á alls ekki að nota snjallsíma og fé- lagslega samskiptamiðla. Eins leið- inlega og það kann að hljóma. Þeir sem telja þessi tæki nauðsyn- leg og telja sig missa af einhverju ef þeir hætta á félagslegum samskipta- miðlum og hætta notkun snjallsíma skulu hafa eitt í huga. Þessi hugsun er röng. Ofan á það er vitað að þeir sem þróa félagslegu samskiptamiðl- ana nota þessa sömu tálsýn og notuð er í spilavítum. Tilfinninguna að maður muni missa af einhverju. Á sama tíma missa menn af því sem mestu máli skiptir, sjálfu lífinu. Tím- inn er okkar dýrmætasta auðlind. Öll munum við deyja eða einhver sem okkur þykir vænt um mun deyja. Ef menn hafa ekki tíma fyrir heilsuna í dag, er ekki svo víst að menn hafi heilsu fyrir tímann á morgun. Það og skattar eru lögmál. Næst þegar þú, lesandi góður, hittir vin þinn í matarboði og tekur upp símann til þess að svala fíkninni skalt þú hugsa út í þetta. Til hvers að eyða tímanum í eitthvað sem er ekki raunverulegt? Til hvers að missa af lífinu sjálfu fyrir tálsýn um að maður sé annars að missa af ein- hverju öðru? Hreinn hugur er jafn nauðsyn- legur og hreinn líkami. Tími er verð- laus ef athyglin er engin. Eftir Viðar Guðjohnsen » Í hnotskurn var fyrrnefnt Reykjavíkurbréf ádeila á tæknibyltinguna; snjallsímana sem virð- ast eyðileggja flestöll matarboð þessa dagana og ættleiða börnin frá foreldrum sínum. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur. Líkami og sál – hugur og hjarta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.