Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ódæðismaðurinn sem myrti tvær lögreglukonur og námsmann á götu úti í austurhluta borgarinnar Liége í Belgíu í fyrradag hafði skömmu áður myrt þrítugan félaga sinn, sem hann kynntist í fangelsi, með hamri. Þetta segir innanríkisráðherra Belgíu. Árásarmaðurinn hét Benjamín Herman, 36 ára fíkniefnasali með ríkisfang í Belgíu, og réðst hann fyrirvaralaust á lögreglukonurnar með eggvopni og stakk þær ítrekað í bakið. Því næst komst hann yfir skotvopn þeirra og beitti gegn þeim. Konurnar hétu Lucille Garcia, 45 ára, og Soraya Belkacemi, 53 ára. Belgískir miðlar greina frá því að Garcia hafi fyrir um mánuði gifst eiginmanni sínum og að Belkacemi hafi nokkuð fyrir árásina misst sinn eiginmann. Saman eiga þau tvíbura, 13 ára pilta, sem sagðir eru munaðarlaus- ir eftir fráfall beggja foreldra. Á meðan á árásinni stóð hrópaði ódæðismaðurinn „Allahu Akbar“ eða „Allah er mikill“ á arabísku. Þá skaut hann einnig 22 ára námsmann, Cyril Vangriecken, til bana þar sem hann sat í bifreið fyrir utan skóla sinn. Því næst ruddi hann sér leið inn í skólabygginguna og tók konu sem þar vinnur í gíslingu. Spurði gísl sinn spurninga Konan, sem einungis hefur verið kölluð Darífa í belgískum miðlum, segir árásarmanninn hafa spurt sig tveggja spurninga – hvort hún væri múslimi og héldi upp á ramadan. Er hún sögð hafa kveðið já við báðum spurningum og mun hann þá hafa sagst ekki ætla að skaða hana. Konan segist jafnframt hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa bygg- inguna, þar hafi börn verið. Þegar Herman loks yfirgaf skóla- bygginguna biðu hans þungvopnaðir sérsveitarmenn. Upphófst þá skot- bardagi og hlaut árásarmaðurinn bana af. Fjórir lögreglumenn særð- ust einnig, minnst einn alvarlega. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir Herman margsinnis hafa setið inni, m.a. fyrir fíkniefnabrot og ofbeldis- verk. Honum var tímabundið sleppt úr fangelsi sl. mánudag og átti að snúa þangað aftur degi síðar. Frelsið nýtti hann til að fremja ódæðið. Myrti félaga sinn áður með hamri  Önnur lögreglukvennanna sem myrtar voru af öfgamanni í Belgíu skilur eftir sig eiginmann en hin syni á táningsaldri  Ódæðismaðurinn spurði gísl sinn hvort sá væri múslimi og héldi upp á ramadan Soraya Belkacemi Cyril Vangriecken Lucille Garcia Franska lögreglan hefur rýmt búðir flóttamanna við skurðinn St. Denis í norðurhluta Parísar og vinnur nú hópur manns að því að hreinsa til á svæðinu. Fréttaveita AFP segir hátt í 2.000 hælisleitendur og flóttamenn hafa hafst við í tjöldum í búðunum, en fólkið hefur nú verið flutt í tímabundið húsnæði á meðan unnið er að af- greiðslu mála þess. Stór hópur lögreglumanna kom að rýmingunni, sem tók um sex klukku- stundir, meðal annars sérsveitarmenn. Þá mátti einnig sjá lögreglumenn á bátum fylgjast með aðgerðinni. Hátt í 2.000 hælisleitendur og flóttamenn færðir til í Frakklandi AFP Búðir flóttafólks rýmdar í úthverfi Parísar Varnarmálaráðu- neyti Banda- ríkjanna, Penta- gon, segir stjórn- völd í Kína halda áfram að draga úr stöðugleika og öryggi með um- svifum sínum á Suður-Kínahafi. Hafa þeir nú flog- ið langdrægum sprengjuflugvélum, sem geta meðal annars borið kjarnavopn, yfir haf- svæðið og æft lendingar á eyjum þar. Kínverjar segja eyjarnar tilheyra sér en því hafa Bandaríkjamenn mót- mælt og ítrekað boðið þeim birginn með því að sigla tundurspillum sín- um inn á svæðið. James Mattis, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir þá brjóta loforð sín um að hervæða ekki eyj- arnar. „Þeir eru að flytja þangað vopn sem fram að þessu hafa ekki verið þar.“ SUÐUR-KÍNAHAF Kínverjar sagðir draga úr öryggi James Mattis Viðskiptalög- fræðingur var skotinn til bana í Ríga, höfuðborg Lettlands, í gær. Fréttastofa Reut- ers greinir frá því að maðurinn hafi setið í skila- nefndum og séð um gjaldþrota- meðferð fyrirtækja, en grunur leik- ur á að morðið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan segir tvo menn hafa skotið lögfræðinginn þar sem hann sat í Range Rover-bifreið sinni. Ódæðismennirnir komust undan á sendibíl sem síðar fannst brunninn. „Þetta morð var skipulagt í þaula,“ hefur Reuters eftir lögreglunni. LETTLAND Lögfræðingur myrt- ur í skipulagðri árás Hinn látni var í skilanefnd banka. Starfsmenn olíufyrirtækis í Bras- ilíu hófu í gær 72 klukkustunda verkfall þrátt fyrir að dómstólar þar í landi hafi dæmt aðgerðirnar ólögmætar. Er þetta annað stóra verkfallið á skömmum tíma sem Michel Temer, forseti Brasilíu, hef- ur staðið frammi fyrir, en þar áður voru það vörubílstjórar sem lamað hafa vöruflutninga í yfir viku. Bréf ríkisolíufyrirtækisins Petr- oleo Brasileiro hafa fallið um 30 stig frá 16. maí sl. vegna ólgunnar. Talsmenn fyrirtækisins segjast hins vegar eiga næga olíu á lager og þakka verkfalli vörubílstjóra góða birgðastöðu. BRASILÍA Olíustarfsmenn lögðu niður störf „Við í Bandaríkjunum höfum miklar áhyggjur af þeim stóru breytingum sem persónuverndarlöggjöf Evrópu- sambandsins, sem tók gildi í síðustu viku, mun hafa á viðskipti banda- rískra og evrópskra fyrirtækja,“ segir Wilbur Ross, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, í grein sem birt er á vefsíðu Financial Times. Evrópska persónuverndarlög- gjöfin, sem þekkt er undir heitinu GDPR (e. General Data Protection Regulation), var samþykkt 27. apríl 2016 af forseta Evrópuþingsins og -ráðsins og kom hún til framkvæmda 25. maí sl. Nýja löggjöfin felur í sér fleiri og strangari skuldbindingar en áður og munu brot á henni geta haft miklar efnahagslegar afleiðingar fyrir þá sem vinna með persónu- upplýsingar. Ross segir ríkisstjórn Donalds J. Trumps Bandaríkjaforseta styðja markmið löggjafarinnar um verndun persónuupplýsinga á netinu á meðan gagnaflutningar yfir Atlantshafið séu áfram tryggðir. „Við erum þeirr- ar skoðunar að löggjöf um gagna- flutninga verði að taka mið af per- sónuvernd og vernda okkar sameiginlegu markmið um að við- halda öryggi almennings og auð- velda netnotkun,“ segir hann. Truflar ekki bara viðskipti Þá verður löggjöfin einnig að virða þarfir allra ríkja þegar kemur að regluverki þeirra og viðskiptum. „Eins og maður sér þetta nú gæti framkvæmd GDPR haft talsvert truflandi áhrif á samstarf yfir Atl- antshafið og skapað óþarfa hindr- anir í viðskiptum, ekki bara fyrir Bandaríkin heldur alla þá sem standa utan Evrópusambandsins.“ Segir hann GDPR m.a. geta trufl- að samstarf þegar kemur að verslun og viðskiptum, læknisfræðilegum rannsóknum og samvinnu á sviði neyðar- og öryggismála. „Við verð- um að finna leið til að innleiða GDPR án þess að skapa ótímabærar hindr- anir. Persónuvernd er mikilvægt og tímabært atriði, en líka flókið.“ Regluverk gæti skaðað samstarf  Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna hefur áhyggjur af nýrri persónuverndar- löggjöf Evrópusambandsins  Gæti haft truflandi áhrif á öll ríki utan ESB AFP Stjórnsýsla Reglur Evrópusambandsins um persónuvernd og vinnslu per- sónuupplýsinga valda áhyggjum vestanhafs, en þær hafa þegar tekið gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.