Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í rúm fimmtíu ár hefur Ragnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir annast veik börn, mest nýbura og fyrirbura, á Landspítal- anum. Hún var sautján ára þegar hún hóf störf á barnadeild spítalans árið 1967 og í dag er hún hjúkr- unarfræðingur á vökudeildinni, þar sem hún var deildarstjóri í 35 ár. Eitt það minnisstæðasta af ferlinum er opnun vökudeildarinnar árið 1976 en Ragnheiður fór til Skotlands í nám í ungbarnagjörgæslu fyrir stofnun deildarinnar, þá kom hún að mótun vökudeildarinnar sem fyrsti deild- arstjóri hennar. „Mín aðkoma að Barnaspítala Hringsins hefst í september 1967. Þá var ég 17 ára gömul og rambaði inn á skrifstofu hjá forstöðukonunni Sig- ríði Bachmann sem tók mig við hönd sér og leiddi mig yfir á Barnaspít- alann og sagði: „Hér verður þú þang- að til þú ferð í hjúkrunarnámið.“ Hún var bara búin að ákveða það fyr- ir mig, enda mikill mannþekkjari. Mitt starf þarna var þrif og matar- þjónusta við sjúklinga, svokölluð gangastúlka,“ segir Ragnheiður, sem segist hafa verið heppin að lenda á Barnaspítalanum enda hafi hún alltaf haft áhuga á börnum. Send til Skotlands í nám Ragnheiður var á Barnaspít- alanum í eitt ár áður en hún fór í hjúkrunarnám en verknámið tók hún að mestu á Landspítalanum. „Á þeim árum kynnist ég umönnun barna á Barnaspítalanum jafnframt því að vinna á kvennadeildinni. Ég kynntist Gunnari Biering barnalækni sem var upphafsmaður að vökudeildinni. Hann hvatti mig mjög til að fara í ljósmæðranám sem ég gerði eftir hjúkrunarfræðinámið. Gunnar var síðan búinn að útvega mér náms- pláss í framhaldsnámi í ung- barnagjörgæslu við háskólasjúkra- húsið í Dundee í Skotlandi til þess að ég byggi mig undir það að starfa við vökudeildina þegar hún yrði stofn- uð,“ segir Ragnheiður. „Ég var í Skotlandi í eitt ár og þegar ég kem heim fer ég að vinna á barnastofunni á fæðingardeild Landspítalans en þar var eitt pínulítið herbergi þar sem annast var um fyrirbura og veika nýbura. Fæðingardeildin var orðin barns síns tíma og það þurfti breytingar sem urðu með stofnun vökudeildar.“ Ragnheiður bendir á að það hafi ekki verið fyrr en á árunum á milli 1960 og 1970 sem farið var verulega að hugsa um og þróa læknis- og hjúkrunarmeðferðir fyrir fyrirbura og nýfædd veik börn hér á landi og vekja athygli á þörfinni fyrir sér- staka gjörgæsludeild fyrir nýbura. Gunnar Biering var einn helsti bar- áttumaður þess og úr varð að vöku- deild Barnaspítala Hringsins tók til starfa 2. febrúar 1976 í húsnæði ný- byggingar kvennadeildar. „Þetta fékk mjög góðar undirtektir strax frá upphafi og menn voru bjartsýnir og vildu allt það besta fyrir börnin. Lífslíkur barnanna jukust mjög mik- ið á þessum árum en burðarmáls- dauði á Íslandi er með því lægsta sem gerist í heiminum núna. Við höf- um sýnt árangur sem tekið hefur verið eftir.“ Miklar framfarir Ragnheiður tók við stöðu fyrsta deildarstjóra vökudeildarinnar 15. desember 1975, aðeins 27 ára að aldri. Hún var fyrsti hjúkrunarfræð- ingurinn á Íslandi sem aflaði sér sér- menntunar í ungbarnagjörgæslu og lagði mikla áherslu á það fyrstu árin sem deildarstjóri að kenna starfs- fólkinu það sem hún hafði lært úti í Skotlandi. „Það þurfti að sinna börn- unum og foreldrunum og svo þurfti að sinna öllum tækjunum og áhöld- unum. Við lögðum líka mikla áherslu á að taka á móti hjúkrunarfræði- og ljósmæðrafræðinemum til að kynna deildina. Þegar deildin var komin af stað jókst áhuginn hratt og fleiri fóru að mennta sig í þessum fræðum. Tækniframfarirnar voru stöðugar á þessum árum, það komu betri hita- kassar og betri öndunarvélar. Milli 1980 og 1990 koma ný lyf sem hjálpa sérstaklega börnum sem eru fædd mikið fyrir tímann með mikla önd- unarerfiðleika. Á þeim tíma er líka farið að gefa mæðrunum stera fyrir fæðingu til að auka lungnaþrosk- ann.“ Framþróunin hefur verið stöðug í umönnun fyrirbura enda hafa lífs- líkur þeirra aukist verulega á þeim árum sem vökudeildin hefur starfað. „Árið 1975 vorum við að hugsa um fyrirbura sem voru yngstir fæddir eftir 30 eða 32 vikna meðgöngu, í dag eru yngstu fyrirburarnir fæddir eftir 23 vikna meðgöngu. Þá voru að deyja hjá okkur 15 til 20 börn á ári en núna eru þau kannski eitt til tvö, þannig að þetta er gjörbreyting,“ segir Ragn- heiður. Yfir tuttugu börn liggja inni á vökudeild þegar mest er, í nokkrar klukkustundir upp í átta mánuði, en fæst geta þau farið niður í kannski fimm. „Fjöldinn segir ekki alltaf til um álagið heldur er það fyrst og fremst veikindastigið á börnunum.“ Þarf orðið meira pláss Árið 2003 flutti vökudeildin úr húsi kvennadeildar yfir í nýtt hús- næði Barnaspítala Hringsins og þá stórbatnaði aðstaða fyrir foreldra og starfsmenn, sem var engin fyrir. „Okkur fannst plássið sem við feng- um þá vera mikið en í dag er kominn tími til að hugsa þetta dæmi upp á nýtt. Við þurfum meira pláss, bæði fyrir börnin og foreldrana. Víða er- lendis fær hver fjölskylda herbergi þar sem foreldrarnir eru hjá börn- unum allan sólarhringinn. Eins og staðan er núna eru þrjú til fjögur börn saman á stofu og foreldrarnir eru hjá börnunum eins lengi og þeir vilja en flestir fara heim á kvöldin, sem er mjög erfitt fyrir þá. Það eru hér hægindastólar fyrir foreldra en við þurfum að bæta aðstöðuna svo þeir geti verið allan sólarhringinn,“ segir Ragnheiður. Óhjákvæmilega myndast tengsl við börn og foreldra sem liggja lengi inni á vökudeildinni og fréttir Ragn- heiður oft af fjölskyldunum eftir út- skrift. „Ég er þakklát fyrir að hafa gert eitthvað fyrir fólkið sem orsakar það að öllum þessum árum seinna man það eftir manni. Fyrir nokkru hringdi hingað maður til að láta okk- ur vita að dóttir hans, sem hafði verið hjá okkur sem ungbarn, 25 til 30 ár- um áður, væri komin á fæðingar- deildina að ala barn. Ég svaraði í sím- ann og þá sagði hann bara: „Ertu þarna ennþá?“ Hann þekkti röddina strax. Hann langaði bara að athuga hvort eitthvað af fólkinu sem var á vökudeildinni þegar hún lá þar inni væri þar ennþá og láta vita af því að dóttir hans væri á fæðingardeildinni. Ég hljóp auðvitað þangað yfir og heilsaði upp á dóttur mannsins. Svo þegar mínir krakkar hafa verið að út- skrifast úr háskóla hlusta ég á nöfnin sem eru lesin upp og stundum heyri ég nöfn á börnum sem voru hjá okk- ur. Ég reyni að fylgjast með hvernig þeim vegnar,“ segir Ragnheiður, sem á þrjú börn með manni sínum, Guð- mundi Rúnari Óskarssyni endur- skoðanda. Starfið oft tekið á Ragnheiður hætti sem deildar- stjóri vökudeildarinnar árið 2010 eft- ir 35 ára starf. „Þá ætlaði ég að hætta og fara í burtu svo eftirmaður minn fengi frið til að gera þetta eins og hann vildi en Margrét Thorlacius tók við af mér. Ég var í burtu í þrjú ár og þá hringir þessi elska og spyr hvort það sé ekki tími til kominn að ég komi aftur en það vantaði mikið fólk á þessum tíma. Ég beit auðvitað á agnið og sneri til baka árið 2013 og hef verið síðan að sinna börnunum og foreldrum.“ Spurð hvort eitthvað sé henni sérstaklega minnisstætt eftir fimm- tíu ára starf á spítalanum segir Ragnheiður það vera þegar vöku- deildin var opnuð. „Svo allt þetta hæfa og flotta fólk sem ég hef borið gæfu til að vinna með og var mér fyrirmyndir, að ég tali nú ekki um Hringskonurnar sem stöðugt voru að gefa deildinni tæki og hlúa að starfseminni. Mér er það líka minn- isstætt þegar tölvurnar komu upp úr 1980. Áður var allt handskrifað og hakkað á ritvélar, tölvurnar gerðu það líka að verkum að við gátum far- ið að vera í nánum tengslum við fólk erlendis og fengið upplýsingar það- an.“ Starfið hefur oft verið erfitt og tekið á að sögn Ragnheiðar en hún hefur aldrei hugsað um það í alvöru að gefast upp og fara eitthvað annað. „Ég hef alltaf verið hraust og getað séð björtu hliðarnar, sem ég held að hafi skipt mjög miklu máli.“ Ragn- heiður ætlar að hætta á þessu ári enda búin að ná þeim aldri þegar rík- isstarfsmenn hætta störfum. Henni finnst gott að enda starfsferilinn þar sem hún byrjaði upphaflega. „Ég hætti hér og svo sé ég til hvað lífið býður mér. Ég á mjög erfitt með að taka ekki áskorunum,“ segir þessi kröftuga kona brosandi og það er ljóst að hún er ekki að fara að setjast í helgan stein. Hefur annast veik börn í 50 ár Morgunblaðið/Eggert Á vökudeildinni Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, hóf störf á Landspítalanum 1967. Þröngt setið Þrjú til fjögur börn eru saman á stofu og lítið pláss fyrir for- eldra á vökudeildinni en húsnæði hennar er sprungið, segir Ragnheiður. Árið 1972 var burðarmálsdauði hér á landi 19,7 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum börnum. Árið 1982 var hlutfallið komið niður í 6,2 börn, í 5,8 árið 1995 og 3,7 árið 2015 þegar öll börn fædd and- vana eftir 22 vikna meðgöngu eru talin með. Fyrsta heila árið sem vökudeildin starfaði, árið 1977, fæddust 3.996 börn á landinu, 273 þeirra lögðust inn á Vökudeildina og 160 komu til eftirlits. Þrjátíu árum síðar, árið 2007, fæddust 4.560 börn á landinu, 331 þeirra lagðist inn á vökudeildina og 317 komu þangað til eftirlits. Ragnheiður segir að hin seinni ár hafi um 9 til 10% nýfæddra barna lagst inn á Vökudeild í lengri eða skemmri tíma og önnur 9- 10% komið til eftirlits í 2 til 4 klukkustundir. Verið miklar framfarir BURÐARMÁLSDAUÐI Ragnheiður Sigurðar- dóttir var deildarstjóri vökudeildar Barnaspít- ala Hringsins í 35 ár. Hún er fyrsti hjúkrunar- fræðingurinn á Íslandi sem aflaði sér sérmennt- unar í ungbarnagjör- gæslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.