Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 75

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 um verkanna, eru þar alls konar textar frá ýmsum tímum; hugleið- ingar úr dagbókum listamanna og annarra, sem hafa verið uppi á há- lendinu, ljóð, sönglagatextar og lærðar greinar í bland. Skráin er í handhægu broti en við hugsuðum hana þannig að gestir tækju örlítið brot af sýningunni með sér og gætu upplifað hálendið og sýninguna gegnum þessi textabrot heima í stofu eða uppi á fjalli ef því væri að skipta – dýpkað upplifun sína, ef svo má segja.“ Af lýsingum Ólafar að dæma verður engin lognmolla á söfnunum tveimur þegar þau opna gestum sýn á hálendið Íslands í öllu sínu veldi. „Við erum með rými inni í sýningunni á báðum söfnunum, þar sem gestir geta farið ofan í saum- ana á alls konar ítar- og hliðarefni. Á Kjarvalsstöðum verður ljós- myndum frá Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur varpað upp, sýndar verða kvik- myndir og gestum boðið að glugga í skissubækur fjallagarpa. Svipað er uppi á teningnum í Hafnarhúsinu, en þar sýnum við líka hversu há- lendið er orðið vinsælt viðfang í al- þjóðlegri kvikmyndagerð og jafnvel oft látið tákna heim sem er ekki einu sinni til.“ Hálendi Íslands er ótrúlegt – en satt. Eins og listamennirnir sem þátt taka í sýningunni Einskis- mannsland sýna fram á. Morgunblaðið/Valli Undirbúningur í fullum gangi Unnið við uppsetningu verks eftir Katrínu Sigurðardóttur í Hafnarhúsinu. Morgunblaðið/Einar Falur Þekkt málverk Í Austursal Kjarvalsstaða má meðal annars sjá hið kunna málverk Finns Jónssonar, Beinin hennar Stjörnu. Einnig málverk ofan af hálendinu eftir fjallafrömuðinn Guðmund Einarsson frá Miðdal. Morgunblaðið/Einar Falur Tindfjallajökull Í Vestursal Kjarvalsstaða eru málverk eftir frumherjana af hálendi Íslands. Verk eftir Jón Stefánsson af Tindfjallajökli í forgrunni. Rakel Adolphsdóttir, sérfræðingur á Kvennasögusafni Íslands, flytur erindið „Þjóðararfur hverra? Kvenna- sögusafn sem hluti af Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni“ í fyrirlestraröðinni Tímanna safn sem haldin er í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Ís- lands – Háskólabókasafns í dag í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu kl. 12.05. Í lýsingu á erindinu segir: „Kvennasögusafn Íslands var stofnað í heimahúsi á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna, hinn 1. janúar 1975, en það ár átti eftir að reynast ör- lagaríkt í íslenskri kvennasögu. Markmið safnsins var, og er enn, að safna heimildum um konur í Íslandssögunni, skrá þær og miðla ásamt því að hvetja til rannsókna. Markmið safnsins frá stofnun var einnig að fá inni í Þjóðarbókhlöðunni, sem þá stóð til að reisa, í þeim tilgangi að vera tryggð framtíðarvist sem og að þáttur kvenna í þjóðarsögunni yrði viðurkenndur. Því markmiði var náð árið 1996 eftir ötula baráttu þegar Kvennasögusafn var opnað í Þjóðarbókhlöðunni og varð með því hluti af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sem séreining. Í erindinu verður fjallað um úr hvaða jarðvegi safnið spratt og hvernig því hafi tekist ætlunarverk sitt.“ Erindið Þjóðararfur hverra? flutt í dag Rakel Adolphsdóttir Björg Ísaksdóttir myndlistarkona fagnar 90 ára afmæli sínu með opn- un sýningar í Gallerí Gróttu í dag kl. 17. Í tilkynningu kemur fram að Björg hafi að mestu unnið við gerð leikhúsbúninga og við alls kyns hönnun og saumaskap. „Lengst af vann hún hjá Leikfélagi Reykja- víkur, við Þjóðleikhúsið, í New York og einnig í Svíþjóð þar sem hún vann m.a. í sænsku konungs- höllinni. Samhliða vinnu sinni stundaði Björg nám í teikningu, málun og höggmyndagerð í Mynd- listarskólanum í Reykjavík á ár- unum 1967-1977. Eftir 1978 stund- aði hún nám í Svíþjóð, Finnlandi, New York og Ítalíu. Björg var með glerlistavinnustofu á Laugavegi 27 og hélt þar fjölda sýninga á gler- og málverkum. Björg hefur sýnt verk sín víða, bæði hérlendis og erlendis, m.a. í Svíþjóð og Ítalíu, og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Björg var einn af stofnendum Myndlistarklúbbs Seltjarnarness sem starfaði frá árinu 1974.“ Á sýningunni, sem stendur til 30. júlí, má sjá bæði ný og eldri verk. Málverk Eitt þeirra verka sem sjá má á sýningunni sem opnuð verður í dag. 90 ára afmælissýning Bjargar Kjarvalsstaðir Ásgrímur Jónsson, Eiríkur Smith, Finnur Jónsson, Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, Guðrún Kristjánsdóttir, Jóhann- es S. Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíana Sveinsdóttir, Kristinn Pétursson, Kristín Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, Stefán Stórval Jónsson, Sveinn Þórarinsson, Þorbjörg Hösk- uldsdóttir, Þórarinn B. Þorláks- son. Hafnarhúsið Anna Líndal, Einar Falur Ingólfs- son, Einar Garibaldi Eiríksson, Georg Guðni Hauksson, Hall- gerður Hallgrímsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Húbert Nói Jó- hannesson, Katrín Sigurðar- dóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Ólafur Elíasson, Ósk Vilhjálms- dóttir, Pétur Thomsen, Ragna Róbertsdóttir, Rúrí, Sigurður Guðjónsson, Steinunn Gunn- laugsdóttir, Unnar Örn J. Auðar- son. Listamenn í Einskis- mannslandi LISTASAFN REYKJAVÍKUR Atvinna Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 25/8 kl. 19:30 37.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Lau 1/9 kl. 19:30 38.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fös 24/8 kl. 19:30 36.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.