Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 ✝ Guðrún Ólafs-dóttir Regan fæddist í Reykjavík 15. október 1949. Hún lést á heimili sínu í Flórída 13. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Magnea Dag- mar Gunnlaugs- dóttir, f. 26.6. 1930, d. 16.4. 1997, og Ólafur Pálmi Erlendsson, f. 27.6. 1924, d. 28.5. 1981. Systkini Guð- rúnar eru Vilhelmína, f. 1951, Eyjólfur, f. 1953, og Ólafur Val- ur, f. 1958. Eftirlifandi eiginmaður Guð- rúnar er James M. Regan. Börn þeirra eru: 1) James jr. lögfræðingur, son- ur hans er James Pat- rik. 2) Helen kennari, hún er gift Jonathan Harless og eiga þau dótturina Regan Hanna. Guðrún ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Breiðagerðisskóla og lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholtsskóla. Eftir það fór hún sem au pair til Bandaríkj- anna þar sem hún kynntist manni sínum og bjó þar ætíð síðan. Minningarathöfn verður haldin í dag, 31. maí 2018, kl. 15 í Bú- staðakirkju. Hún Guðrún systir er dáin. Ekki er þetta eitthvað sem ég átti von á að heyra strax þrátt fyrir að hún væri búin að vera veik um tíma. Ég var alltaf að bíða eftir að læknarnir fyndu hvað væri að og hún fengi lækningu við því. En sú ósk mín rættist ekki og nú skilur leiðir okkar að sinni. Við systurnar vorum mjög nánar þrátt fyrir að hún hafi búið í Bandaríkjunum síðustu tæp 50 árin. Hér á árunum áður voru bréfaskriftir okkar samskiptaleið og ósjaldan skrifaði ég henni 10- 15 síður til að leyfa henni að fylgj- ast með öllu sem var að gerast í mínu lífi. Nú svo fleygði tækninni fram og síðustu árin töluðum við saman á Skype eða FaceTime og var það mikil bylting. Svona ann- an til þriðja hvern dag settumst við niður með kaffibolla hvor sín- um megin í heiminum og áttum gott spjall saman. Ég á eftir að sakna þessara stunda. Guðrún hélt alltaf góðu sam- bandi við landið sitt og reyndi að koma í heimsókn á hverju ári til að hitta ættingja og vini. Nú fylg- ist hún með okkur úr sumarland- inu þar sem ég veit að vel var tek- ið á móti henni. Ég kveð hana með þessu ljóði: Minning þín er mikils virði, mun um síðir þrautir lina. Alltaf vildir bæta byrði, bæði skyldmenna og vina. Nú er ferð í hærri heima, heldur burt úr jarðvist þinni, Þig við biðjum guð að geyma gæta þín í eilífðinni. (Björn Þorsteinsson) Þín systir, Vilhelmína Sigríður Ólafsdóttir. Í dag minnist ég æskuvinkonu minnar sem lést á heimili sínu í Flórída í apríl en þar bjó hún meirihluta ævinnar, fyrst í New York og svo í Flórída. Við Guðrún slitum barnsskón- um saman og var sú vinátta skemmtileg og einlæg frá upp- hafi til enda. Ég sé hana fyrir mér í fyrsta bekk í Réttó í svörtum leður- jakka með bítlasniði, leðurpilsi og stígvélum, hún var alltaf svo flott þessi elska. Hún átti líka ferðaplötuspilara og plötur með Bítlunum og fleiri hljómsveitum. Ég var svo heppin að vera allt- af velkomin heim til hennar og fékk hálfgerða matarást á mömmu hennar enda fengum við heitt kakó í hádeginu og ristað brauð með osti og marmelaði en ekki rabarbarasultu eins og þá tíðkaðist. Fyrstu árin sem Guðrún bjó úti kom hún heim árlega og færði öllum gjafir enda einstaklega hugulsöm og gjafmild. Hin síðari ár urðu Íslandsheimsóknir henn- ar stopulli enda orðið auðveldara fyrir vini og vandamenn að sækja hana heim. Milli heimsókna var mikið tal- að í síma, sendur tölvupóstur og spjallað á Facetime sem var ómetanlegt síðustu mánuði þegar vitað var að hverju stefndi. Hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi, hélt í vonina og hafði trúna að leiðarljósi. Ég er henni þakklát fyrir vin- áttu og tryggð sem aldrei féll skuggi á og styrktist bara með árunum. Birna Dís og fjölskylda. Guðrún Ólafsdóttir Regan Elsku amma. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur, mér finnst alltaf eins og þú sért bara einhvers staðar í burtu og komir svo aftur. En þannig er það nú ekki og á ég eftir að sakna þín mjög mikið. Þið afi voruð alltaf meira en bara amma og afi fyrir mér og var ég hjá ykkur aðra hvora helgi frá því að ég var pínu- lítil og hefur það mótað mig mikið sem manneskju í dag. Ég var ekki lengi að taka upp ákveðna skapið þitt og má þá segja frá því þegar ég var bara nokkurra ára, búin að loka mig inni á baði og tæta kló- settrúllu um öll gólf. Þú opnaðir dyrnar og varst nú ekki ánægð og spurðir mig í ákveðnum tón hvað ég væri eiginlega að gera! Þá svar- aði ég þér til baka í sama tón: „Ég er að snýta mér!“ Ég er lík þér í mörgu og alltaf má fólk spyrja af hverju ég geri hlutina eins og ég geri þá, og þá er svarið langoftast „af því að amma gerði það svona“ og á þetta sérstaklega við um allt sem lýtur að dýrum. Vorum við Birna Svanhildur Björnsdóttir ✝ Birna Svan-hildur Björns- dóttir fæddist 4. desember 1950. Hún lést 1. apríl 2018. Útför Birnu fór fram í kyrrþey 16. apríl 2018. miklar dýrakonur með hesta, hunda, villiketti og villimýs og hvert annað dýr sem átti bágt. Þú máttir aldrei sjá dýr sem leið illa, þú fórst alltaf í málið strax og kláraðir það. Fórum við líka nokkrar hestaferðirnar með góðum vinum og er ég þakklát fyrir þær, þá sérstaklega okkar síðustu sam- an sem var hvorki meira né minna en frá Hellu og til Akureyrar. Það var reynsla sem ég gleymi seint og er ég svo þakklát að hafa átt hana með þér og þeim sem með okkur fóru. Þú varst tekin allt of snemma frá okkur af þessum ógeðslega sjúkdómi sem þú barð- ist eins og hetja við. Þú vannst fram á síðasta dag og vissi maður varla hversu veik þú varst í raun fyrr en þú varst farin elsku amma. Ég á eftir að sakna þín mikið en það er gott að vita af því að þú ert komin á betri stað, verkjalaus og orkumikil eins og þú áttir að þér að vera. Á hestbaki á góðum hest- um með hundana hlaupandi við hliðina á þér og í góðra vina hópi, þeirra sem komnir eru yfir. Eins og við höfum sagt hvor við aðra frá því að ég byrjaði að tala: „I love you“, hvíldu í friði. Þín Katrín Birna. Mig langar í örfá- um orðum að minn- ast vinkonu minnar, Guðjónu E. Frið- riksdóttur. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég var við kennslu í Þykkvabænum veturinn 1986- 1987, en hún var símstövar- og póststjóri þá. Ég þurfti oft að leita til hennar með ýmislegt og leysti hún öll mín mál með einstakri ljúfmennsku. Kynni okkar héldu áfram er hún flutti til Hafnar- fjarðar og allt þar til hún lést á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði. Þennan vetur var mér boðið á biblíulestra hjá sóknarprestinum, séra Auði Eiri, en þar var Guð- jóna Friðriksdóttir. Við höfðum fengið leyfi til að fara í kirkjuna hvenær sem var, hún var ólæst. Þessi hópur fór einn sunnudag í Kirkjulækjarkot í Fljótshlíð, þar sem hvítasunnumenn tóku á móti okkur. Hjónin í Dísukoti, Kristinn Hafliðason og Guðrún, sungu fal- lega sálma. Sú ferð var okkur mjög minnisstæð. Eftir að Guðjóna fluttist í Hleinahverfið rifjuðust upp kynni okkar. Það var mátulegur göngu- túr að heimsækja Guðjónu. Hún tók ævinlega svo höfðinglega á móti mér í hvert skipti sem ég leit inn til hennar á Naustahlein. Mér þótti mikið til hennar koma. Hún var yfirveguð og þolinmóð, hafði Guðjóna Eygló Friðriksdóttir ✝ Guðjóna EyglóFriðriksdóttir fæddist 23. febrúar 1921. Hún lést 8. maí 2018. Útför Guðjónu fór fram 17. maí 2018. mótað með sér agað- an persónuleika. Mér fannst hún vera einstakur skörungur og sönn fyrirmynd. Ég á henni mikið að þakka. Við gátum talað um heima og geima, ferðalögin hennar og hvaðeina sem var efst á baugi í þjóðlífinu. Við höfð- um líkar skoðanir og gátum borið saman bækur okkar. Hún varð mér sönn vinkona. Mér datt í hug að taka bókina um Þykkvabæ með í eina eða tvær heimsóknir, bók Árna Óla, „Þúsund ára sveitaþorp“. Guð- jóna gat útskýrt margt fyrir mér um Rangárþing, þar sem ég var ókunnug öllum staðháttum. Ljós- myndirnar í henni töluðu sínu máli. Hún var sérstakur vinur smá- fuglanna í götunni. Á veturna fór hún með flot og annað feitmeti til þeirra. Hún vissi hvað þeim þótti gott að láta í gogginn í kuldanum. Hún sýndi mér staðinn þar sem snjótittlingarnir áttu von á henni. Reyndar komu margir, eins og ský, þegar hvorki köttur né manneskjur voru á næsta leiti! Við lásum saman bíblíu- eða sálmavers og bárum fram bænir okkar í heyranda hljóði eða í þögl- um fyrirbænum. Guðjóna hefur átt sérstakt samfélag við drottin sinn. Ekki er að undra, að eitt sinn birtist hann henni ljóslifandi í kartöflugarðinum hennar, skín- andi bjartur, í draumi. Megi djúpur friður stíga niður til allra sem sakna og unna henni. María Eiríksdóttir. ✝ Böðvar Jónssonfæddist á Húsa- vík 18. júlí 1972. Hann lést á Landspít- alanum 25. maí 2018. Foreldrar hans voru Steinunn Þóra Bragadóttir frá Ak- ureyri, f. 18. apríl 1945, d. 21. apríl 1988, og Jón Frí- mann frá Brekkna- koti, f. 4. febrúar 1934, d. 18. mars 2000. Systkini Böðvars eru: 1) Ólafur Skúli Guðjónsson, f. 1961, kona hans er Erla Alfreðsdóttir, synir þeirra eru Ásgeir Logi og Óskar Andri. 2) Guðrún Kristín Svein- björnsdóttir, f.1967, börn hennar eru Ernir, Stefnir og Arey. 3) Guðný Hólmfríður Jóns- dóttir, f. 1971, börn hennar eru Stein- unn, Benedikt og Jón Atli. 4) Guðrún Hulda Jónsdóttir, f. 1975. 5) Þórður Jónsson, f. 1979, kona hans er Heather Millard, synir Hinrik Arnar og Albert Frímann. Sonur Böðvars er Haukur Bjarnason, f. 1998, móðir hans er Brynja Bjarnason. Útför Böðvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 31. maí 2018, klukkan 15. Böðvar hringdi í mig í hádeg- inu á föstudaginn síðasta. Eins og vanalega spjölluðum við um Hauk son okkar, bílinn sem Haukur var að kaupa og margt annað. Það var því óraunverulegt símtal sem ég fékk þá um kvöldið þegar mér var tjáð að Böðvar væri látinn. Besta hrós sem ég hef nokk- urn tímann fengið var frá Böðv- ari, oft og iðulega sagði hann mér að sér fyndist Haukur sonur okk- ar og Hörður bróðir hans vera orðnir að frábærum mönnum og það væri greinilegt að ég hefði gert vel. Slíkt hrós frá barnsföður yljar virkilega um hjartarætur. Það er samt ekki hægt að líta framhjá því að sonur okkar er ekki bara líkur föður sínum í útliti heldur eru þeir einnig ótrúlega líkir í háttum, hugsun og hegðun. Böðvar reyndist okkur öllum ótrúlega vel, hann fagnaði með okkur sigrum og stóð með okkur í ósigrum, sama hvað gekk á þá var hann alltaf boðinn og búinn fyrir okkur öll, ekkert var of stórt og ekkert var of lítið, hann gaf sér alltaf tíma fyrir okkur. Böðvar var ótrúleg mannvera og það er óhætt að segja að heim- urinn hafi breyst hjá ansi mörg- um við það að hann skyldi látast, hann gerði heiminn betri fyrir þá sem hittu hann. Elsku Haukur minn, pabbi þinn ræddi oft við mig um hvað hann var ótrúlega stoltur af þér og elskaði þig út af lífinu. Þótt hann hafi ekki stoppað lengur við hjá okkur verður hann alltaf stór hluti af þér. Brynja Bjarnason. Elsku frændi. Þú varst tekinn frá okkur allt- of snemma. Nú sit ég hér með tár í augum og hugsa: „Af hverju?“ Við sem ætluðum að fara saman og fá okkur kaffi með Guðna for- seta í sumar og gera þetta að hefð einu sinni á ári. Þetta var síðasta samtal okkar. Þess í stað mun ég fara með bolla fyrir þig og mig og hugsa um allar stund- irnar sem við áttum saman í Blá- hvammi þegar ég var lítil. Allar ferðirnar í sundlaugina, þegar við kíktum á kanínurnar, tíndum blá- berin, ferðirnar á fjórhjólinu og þegar ég fékk að gramsa í her- berginu þínu. Ég man hvað það var gaman – Rokkherbergið. Þú sagðir mér hvað ég átti að hlusta á þegar ég væri orðin stór. Rokk og aftur rokk. Ætli það sé ekki þess vegna sem mér finnist gam- an að hlusta á það. Ég er svo ótrúlega þakklát fyr- ir það að þú komst í ferminguna hennar Katrínar minnar og áttir þessa stund með okkur. Já, það er svo margt sem mig langar að telja upp, allar minningarnar. Tónleik- arnir á Húsavík með Ljótu hálf- vitunum þegar þú komst og bank- aðir í mig og sagðir: „Þú hér litla Rutla“ og knúsaðir mig og ferð- irnar mínar til þín í vinnuna á bensínstöðina bara til að segja hæ. Alltaf varstu kátur og fórst að skellihlæja þegar ég kom. Þín verður sárt saknað. Elsku Gunna, Þórður, Óli, Guðný, Guðrún og fjölskyldur. Ég votta ykkur samúð mína. Knús og kærleikur. Þín litla frænka. Sandra. Böðvar Jónsson Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar okkar og bróður, SIGURLÁSS ÞORLEIFSSONAR skólastjóra, Smáragötu 3, Vestmannaeyjum. Guðrún Karen Tryggvadóttir Kolbrún Sigurlásdóttir Hlynur Kristinsson Jóna Heiða Sigurlásdóttir Sara Sigurlásdóttir Gunnar Steinn Ásgeirsson Kristín Erna Sigurlásdóttir Þorleifur Sigurlásson Auðunn Freyr, Andrea Björg, Daði Snær, Ívan Tryggvi Þorleifur Sigurlásson Aðalheiður Óskarsdóttir Kristín Ósk, Kári, Hafþór, Erna og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, ELÍNAR HRUNDAR JÓNSDÓTTUR leikskólakennara, Hjálmholti 7. Sérstakar þakkir til starfsfólks kvennadeildar Landspítalans fyrir umhyggju og góða umönnun. Þorsteinn Sigurðsson Jón Steinarr, Hulda, Sigurður Örn og Kolbeinn Hulda P. Matthíasdóttir og Jón Pétursson Ólafur Jónsson og Edda Vilhelmsdóttir Guðrún Jónsdóttir og Øyvind Mo Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GUÐMUNDUR SIGURÐUR JÓHANNSSON ættfræðingur, Sauðárkróki, lést sunnudaginn 27. maí. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 8. júní klukkan 14. Guðný Klara Guðmundsdóttir, Rafn Heiðdal Ómar Alex Garðarsson Ylfa Hrund Heiðdal Guðmundur Jóhann Guðmundsson, Þórey Eiríksdóttir systkini og makar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 24. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. júní klukkan 15. Sigurbjörg Kristjánsdóttir Kristján Jónasson Kristín Brynjólfsdóttir Ásmundur Jónasson Halldóra Hermannsdóttir Jón Ingvar Jónasson Halldóra Gröndal barnabörn og langömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.