Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 19

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 skattur.is Álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga 2018 eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra rsk.is og skattur.is. Barnabætur, vaxtabætur og inneign vegna álagningar verður greidd út 1. júní. Upplýsingar um greiðslustöðu veita tollstjóri og sýslumenn. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra dagana 31. maí til 14. júní 2018, að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti lýkur 31. ágúst 2018. 442 1000 rsk@rsk.is Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Álagningu skatta á einstaklinga er lokið 2018 Icelandair hefur á ný hafið flug til Baltimore eftir um áratugar hlé, en borgin var í leiðakerfi Icelandair um árabil. Flogið er fjórum sinnum í viku fram í miðjan október. Baltimore er meðal fimm borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt í vor. Hinar eru Kansas, Cleveland, Dallas og San Francisco. Alls flýgur Iceland- air til 23 áfangastaða í Norður- Ameríku á þessu ári. Með fluginu til Baltimore (BWI- flugvallar) eykur Icelandair fram- boð sitt inn á hið fjölmenna Wash- ington/Baltimore-svæði, en Ice- landair flýgur nú þegar á Dulles-flugvöllinn í Washington. Um 70 kílómetrar eru á milli flug- vallanna. „Á þessu markaðssvæði búa um 10 milljónir íbúa og höf- uðborgin er að sjálfsögðu mikil miðstöð stjórnsýslu og viðskipta í Bandaríkjunum,“ segir í frétt frá Icelandair. Þetta er fjórða stórborgarsvæðið sem Icelandair þjónar með flugi á tvo flugvelli. Nú þegar er boðið upp á flug til New York, London og Parísar. sisi@mbl.is Icelandair hefur að nýju flug til Baltimore Ljósmynd/Icelandair Móttaka Við komuna til Baltimore var fyrsta fluginu fagnað með hefðbundnum hætti af slökkviliði vallarins. Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri út- hlutun úr sjóðnum 2018. Umsókn- arfrestur rann út 15. mars sl., 89 umsóknir bárust og sótt var um ríf- lega 72 milljónir. Samþykkt var að veita 58 styrki, samtals að upphæð 17.650.000. Styrkt verkefni eru af ýmsum toga og styrkupphæðir eru á bilinu 100.000-1.000.000. Gott samræmi reyndist í úrvali tónlistartegunda umsækjenda og þeirra sem hljóta styrk, segir í fréttatilkynningu. Sömu sögu má segja um kynjahlut- fall umsækjenda og styrkþega. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru annaðhvort unnin og kostuð af íslenskum aðilum eða í erlendu samstarfi. Styrkjum úthlutað úr Hljóðritasjóði Erlendir sérfræðingar munu gera grein fyrir ráðgjöf sinni til stjórn- valda á ráðstefnu um framtíð ís- lenskrar peningastefnu sem haldin verður á Grand hótel á miðvikudag- inn í næstu viku. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra mun opna fundinn en að því búnu mun Ásgeir Jónsson, formað- ur nefndar um endurskoðun á ramma peningastefnu, kynna niðurstöður nefndarinnar. Þá taka til máls prófessorarnir Kristin J. Forbes, Sebastian Edwards Fredik Andersson og Lars Jonung auk Pat- rik Honohan, fyrrverandi seðla- bankastjóra Írlands. Ræða framtíð peningastefnunnar Morgunblaðið/Þórður Endurskoðun Ásgeir Jónsson formaður. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri nema tæpum 2,3 milljörðum króna í ár. Þar af fær Reykjavíkurborg 1,3 milljarða, Kópavogur 137,5 millj- ónir króna, Hafnarfjörður 107,2 milljónir, Akureyri 82 milljónir, Mosfellsbær 77 milljónir og Reykja- nesbær 75 milljónir króna. Sextán sveitarfélög fá engin fjárframlög vegna þessa málaflokks en fimmtán sveitarfélög fá 1.350.000 krónur hvert. Framlögin eru veitt á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna sér- þarfa fatlaðra nemenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs- ins, óháð því hvar þeir fá kennslu. 2,3 milljarðar vegna sérþarfa fatlaðra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.