Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 11
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 Dagvistunarmál í Keflavík: 180-190 börn á biðlista Á fundi félagsmálaráðs Kefla- víkur 1. des. sl., var rætt um dag- vistunarmálin. Næstum öll börn á dagheimilum hafa forgang samkvæmt þeim reglum sem eru í gildi. Aðeins 9 pláss af 65 þjóna almennri þörf, sem þó er mjög rík samkvæmt lista yfir umsóknir. Á biðlista eru 180-190 börn Á leik- skólanum hefur hins vegar verið hægt að sinna 23 almennum um- sóknum af 59 plássum. Augljóst er að við þessar að- stæður þarf að auka verulega við dagvistunarstofnanir, ef takast á að mæta almennri þörf um dag- heimili. Ráðið telur fráleitt að stytta dvalartíma barna frá ein- stæðum foreldrum, einnig barna með sérþarfir og þeirra sem dveljast þar af félagslegum ástæðum. Um aðra forgangshópa, þar sem stjórnendur bæjarins og rík- isstofnanir hafa verið að tryggja sér eftirsótta starfskrafta, hlýtur að fara að mati bæjarstjórnar hverju sinni. Samkv. upplýsingum félags- málafulltrúa eru líkur á að ný- bygging við Garðasel verði fok- held um áramót. Ráðið telur brýna nauðsyn til að fram- kvæmdum verði haldið áfram og þeim lokið fyrir vorið. Furðuleg fréttatilkynning í síðasta tölublaði Víkur-frétta, 3/12 '81, birtist furðuleg grein, undirrituð af einum hjúkrunar- Kveikt á jólatrénu kl. 17.30 í dag ( dag, (fimmtudag) kl. 17.30 mun fulltrúi frá norska sendiráð- inu afhenda íbúum Keflavíkur jólatré að gjöf frá vinabæ Kefla- víkur, Kristianssand í Noregi. Fyrir hönd Keflavíkur mun Tóm- as Tómasson forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur veita jóla- trénu viðtöku. Þá mun Margeir Steinar Karlsson tendra Ijósin á trénu i tilefni af ári fatlaðra. Siðan mun lúðrasveit leika jólalög og jólasveinar koma í heimsókn. Fyrir utan þetta tré mun Kefla- víkurbær vera með 4 jólatré í bænum og verða þau staðsettað venju við kirkjuna, sjúkrahúsið, elliheimilið og slökkvistöðina. fræðingi sjúkrahússins, undir nafninu: „Fréttatilkynning - Mis- skilningur leiðréttur". f þessari grein leyfir viðkom- andi hjúkrunarfræðingur sér að tala í nafni starfsfólks sjúkra- hússins. Við viljum taka það fram að við undirritaðar höfum aldrei gefið viðkomandi manneskju umboð til að gefa út yfirlýsingu fyrir okkar hönd, og eigum bágt með að skilja hvaðan hún telur sig hafa þann rétt. Við viljum taka það fram, að umræddur undirskriftarlisti er okkur með öllu óviðkomandi. Virðingarfyllst, Keflavík, 14-12-81. Ljósmæður: Jana M. Reynisdóttir Hulda Bjarnadóttir Hrefna Einarsdóttir Auglýsið í Víkur-fréttum Hjartarbaninn I X « * fcsí J / , \ 1 . 1 1 II f —*... _L.! Opnuð hefur verið að Hafnargötu 34 i Keflavik verslun undir heitinu Hjartarbaninn. Eigendur eru Kristján Þórarinsson og Húnbogi Ásgeirsson. Verslunin hefur á boðstólum öl, sælgæti. tóbak, heitar og kaldar samlokur, hamborgara o.fl. Einmg starfrækir verslunin videoleigu. RAFBÚÐ R.Ó. Hafnargötu 44 - Keflavik Simi 3337 Úrval jólagjafa. Munið jólaljósa- markaðinn (markaðsverð). Aðventuljós Auglýsingasíminn er 1760
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.