Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 15
VIKUR-fréttir Þórður M. Kjartansson bankastarfsmaður: „Er fylgjandi sameiningu“ Þórður er búsettur í Keflavík og starfar í Útvegsbankanum. Hann svaraði spurningum okkar á þessa leið: ,,Ég get ekki annað sagt við fyrri spurningunni en það, að sjái bæjarstjórn Njarð- víkursérekki hagkvæmni íþviað sameina bæjarfélögin, þá er af- skaplega eðlilegt að þeir hafni þessum tilmælum.“ Varðandi seinni spurninguna þá sagðist hann vera fylgjandi sameiningu, enda taldi hann augljóst að rekst- urinn yrði hagkvæmari. Hjörtur Zakaríasson bankastarfsmaður: „Ákvöröun bæjar- stjórnar Njarðvíkur forkastanleg“ Hjörtur er búsettur í Keflavík og starfar einnig í Útvegsbank- anum. Hann hafði þetta um málið að segja: „Mér finnst ákvörðun bæjarstjórnar Njarð- víkur forkastanleg. Þaðerfurðu- legt að ekki sé hægt aðskipa við- ræðunefnd til þess að kanna grundvöllinn. Ég tek það síðan fram, aö ég eralgerlegafylgjandi sameiningu, enda tel ég að slík ráðstöfun yrði mjög til bóta fyrir bæði bæjarfélöqin." fbúð óskast 2-3ja herbergja íbúð óskast til leigu frá eða upp úr áramótum. Uppl. i símum 2427, 2756, eftir kl. 19. JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 Ása Ásmundsdóttir afgreiðslustúlka: „Þetta er nú nánast orðið eitt bæjarfélag" Ása er afgreiðslustúlka i Drop- anum. Hún er búsett i Keflavík og hafði eftirfarandi um málið að segja: ,,Ég tel að það hefði nú alveg verið óhætt að athuga hvort slík sameining væri hag- kvæm. Það gefur auga leið, að slík sameining hlýtur að vera hagkvæm. T.d. get ég bent á að það ætti að vera nóg fyrir þessi bæjarfélög að hafa eitt félags- heimili, en auðvitað koma þar margir fleiri þættir til. Nú, um sameininguna sem slíka er hægt að segja að mér finnst þetta nú nánast orðið eitt bæjarfélag. Ég er þannig alveg fylgjandi sam- einingu." Gunnar G. Guðlaugsson skrifstofumaður: „Sameiningin yrði hagkvæm fyrir bæði bæjarfélögin" Gunnar er búsettur í Keflavík. Hann hafði þetta um málið að segja: „Mér finnst það mjög asnalegt hjá bæjarstjórn Njarð- víkur að hafna þessu strax, svona án þess að hugsa málið til enda. Þar að auki hefði ég haldið að það væri einkum Njarövik sem myndi hagnast á þessu. Þó yrði þetta óumdeilanlega til hagsbóta fyrir bæði bæjarfélögin. Sjálfur er ég mjög fylgjandi sameiningu. Þá á þeim forsendum að það myndi leiða til sparnaðar varð- andi ýmsa rekstrarþætti. Ég get síðan bent á það til gamans, að þegar ég var við nám i Reykjavík þá héldu flestir Reykvikingar að þeir væru komnir til Keflavíkur þegar þeir voru komnir að Jenny Olsen verslunareigandi: „Mætti sameina vissa þætti“ Jenny taldi að það hefði verið í lagi að athuga þessa samein- ingu. Hins vegar sagðist hún vera andvíg henni. „Það mætti ef til vill sameina vissa þætti í rekstri þessara bæjarfélaga, ef slik sameining myndi leiða til einhvers konar hagkvæmni. Hins vegar er ég ekki fylgjandi sam- einingu, liklega vegna þessaðég er Njarðvíkingur. Þaðerekkivíst að ég hafi hreinlega hugsað þetta mál nægjanlega vel. Það á eflaust við um marga, enda er málið nokkuð flókið." Síðan bætti hún við að sér fyndist ágætt að vera bara Njarðvík- ingur. Læknaritari Hálf staða læknaritara við Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs er laus til umsóknar. Starfið er veitt frá 1. janúar 1982. Skriflegar umsóknir berist undirrituðum. Forstöðumaður Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs Hjúkrunarforstjóri Starf hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahúsið í Keflavík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1982. Starfið er veitt frá 1. febrúar 1982. Tekið skal fram að hér er um fullt starf að ræða og verður því ekki skipt milli 2ja eða fleiri umsækjenda. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið fram- haldsnámi í stjórnun. Skriflegar umsóknir berist undirrituðum. Forstöðumaður Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs Þökkum öllum Suðurnesjabúum móttökurnar. - Kærar kveðjur og gleðilega hátið. Siggi, Stína, Anna, Randý, Magga,Tommi Tommahamborgurum - Hafnargötu 54 HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.