Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Mikið úrval af Stóll kr. 3.300 Tilvalin jólagjöf. Vatnsnesvegi 12 - Keflavik - Simi 3377 Auglýsingasíminn er 1760 DRAUMALAND AUGLÝSIR: Tökum upp nýjar vörur daglega. DÚKAR í urvali. - BAÐHENGI. MOTTUR fyrir böð og svefnherbergi. HANDKLÆÐI - RÚMFATNAÐUR OG ÝMSARJÖLAVÖRUR. Gjörið svo vel og lítið inn! DRAUMALAND Hafnargötu 37 - Keflavík - Simi 3855 Jólasöngvar í Jólasöngvar verða í Keflavík- urkirkju í kvöld, fimmtudaginn 17. des. kl. 20.30, og sunnudag- inn 20. des. kl. 17. Þar munu kór Keflavikurkirkju ásamt nokkrum félögum úr Kvennakór Suðurnesja og Karla- kór Keflavíkur syngja jólalög. Einnig munu einsöngvararnir Hlíf Káradóttir, Sverrir Guð- Keflavíkurkirkju mundsson og Steinn Erlingsson syngja einsöng með kórunum. Þá mun Rúnar Georgsson leika einleik á flautu. Orgelleik- ari verður Helgi Bragason og við Pianóið Ragnheiður Skúladóttir. Stjórnandi er Siguróli Geirsson. Á þessa jólasöngva eru allir hjartanlega velkomnir. Keflavík: Gott útlit varðandi byggingalóðir Að sögn Steinars Geirdal, byggingafulltrúa í Keflavík, er nú gott útlit varðandi byggingalóðir i framtiðinni, bæði varðandi íbúðarhúsa- og iðnaðarhúsa- lóðir. Að undanförnu hefur færst í vöxt þétting byggöar, þ.e. bygg- ing á auðum lóðum víös vegar um bæinn, s.s. við Hringbraut, Faxabraut og i Háaleiti. 15. des. sl. lauk umsóknarfresti um úthlutun í iðngöröum er reisa á milli Vesturbrautar og Grófar fyrir ofan hænsnabú Reynis Jónssonar. Þarna verður 15-20 aðilum úthlutað 2-300 fermetra einingum fyrir smáiðnað. Þá eru enn lausar lóðir við Iðavelli og áætlað er að úthluta um 25 lóðum undir iðnað við Garðveg. Nýhafin er bygging tveggja stórhýsa í Keflavík, annars vegar hús Sparisjóðsins við Tjarnar- götu og hinsvegarhúsTollvöru- geymslunnar við Hafnargötu, en þar er um að ræða 1000 ferm. hús. Nýr bátur - annar í úreldingu Það er skemmtileg tilviljun að í jólablaði Víkur-frétta í fyrra sögðum við fra því aö þeirfélagar Hilmar Magnússon og Oddur Sæmundssn væru búnir að kaupa nýtt Vatnsnes, 130 tonna stálbát. Nú ári seinna lika í jóla- blaði segjum við frá frekari báta- kaupum þeirra félaga, en þeir hafa nú keypt Ásþór RE, 150 tonna stálbát, smíðaöur i Noregi 1963, sem nú hefur fengið nafnið Stafnes. Fyrir eiga þeir Vatnsnesið sem áður segir, en 58 tonna eikarbát- ur þeirra, Stafnes, hefur verið dæmdur ónýtur og tekinn i úr- eldingarsjóð. Stafnes mun fara á netaveiðar eftir áramót, en Vatnsnesið hefur verið á línuveiöum aö undan- förnu. Framkvæmdaáætlun Lands- hafnar 1982 samþykkt Á fundi stjórnar Landshafnar nýlega var samþykkt eftirfarandi röð á framkvæmdaáætlun 1982: 1. Malbikun og fullnaðarfrá- gangur á gámaplássi á norð- urgaröi i Njarðvíkurhöfn 2 Viðlegukantur i Keflavíkur- hofn sem þegar hefur verið gerö módel-prufa af 3 Samtenging hafnanna meö vegi, og jafnframt veröl gerð athugun á bilavog og annarri aðstoðu fyrir hafnirnar, sem staðsett verði við þennan veg 4 Geröar verði verkfræðilegar athuganir og áætlanir um gerð sjóvarnargarös frá i utan við Olíubryggjuna. Næsta blaö kemur út 14. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.