Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Side 16

Víkurfréttir - 17.12.1981, Side 16
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Mikið úrval af Stóll kr. 3.300 Tilvalin jólagjöf. Vatnsnesvegi 12 - Keflavik - Simi 3377 Auglýsingasíminn er 1760 DRAUMALAND AUGLÝSIR: Tökum upp nýjar vörur daglega. DÚKAR í urvali. - BAÐHENGI. MOTTUR fyrir böð og svefnherbergi. HANDKLÆÐI - RÚMFATNAÐUR OG ÝMSARJÖLAVÖRUR. Gjörið svo vel og lítið inn! DRAUMALAND Hafnargötu 37 - Keflavík - Simi 3855 Jólasöngvar í Jólasöngvar verða í Keflavík- urkirkju í kvöld, fimmtudaginn 17. des. kl. 20.30, og sunnudag- inn 20. des. kl. 17. Þar munu kór Keflavikurkirkju ásamt nokkrum félögum úr Kvennakór Suðurnesja og Karla- kór Keflavíkur syngja jólalög. Einnig munu einsöngvararnir Hlíf Káradóttir, Sverrir Guð- Keflavíkurkirkju mundsson og Steinn Erlingsson syngja einsöng með kórunum. Þá mun Rúnar Georgsson leika einleik á flautu. Orgelleik- ari verður Helgi Bragason og við Pianóið Ragnheiður Skúladóttir. Stjórnandi er Siguróli Geirsson. Á þessa jólasöngva eru allir hjartanlega velkomnir. Keflavík: Gott útlit varðandi byggingalóðir Að sögn Steinars Geirdal, byggingafulltrúa í Keflavík, er nú gott útlit varðandi byggingalóðir i framtiðinni, bæði varðandi íbúðarhúsa- og iðnaðarhúsa- lóðir. Að undanförnu hefur færst í vöxt þétting byggöar, þ.e. bygg- ing á auðum lóðum víös vegar um bæinn, s.s. við Hringbraut, Faxabraut og i Háaleiti. 15. des. sl. lauk umsóknarfresti um úthlutun í iðngöröum er reisa á milli Vesturbrautar og Grófar fyrir ofan hænsnabú Reynis Jónssonar. Þarna verður 15-20 aðilum úthlutað 2-300 fermetra einingum fyrir smáiðnað. Þá eru enn lausar lóðir við Iðavelli og áætlað er að úthluta um 25 lóðum undir iðnað við Garðveg. Nýhafin er bygging tveggja stórhýsa í Keflavík, annars vegar hús Sparisjóðsins við Tjarnar- götu og hinsvegarhúsTollvöru- geymslunnar við Hafnargötu, en þar er um að ræða 1000 ferm. hús. Nýr bátur - annar í úreldingu Það er skemmtileg tilviljun að í jólablaði Víkur-frétta í fyrra sögðum við fra því aö þeirfélagar Hilmar Magnússon og Oddur Sæmundssn væru búnir að kaupa nýtt Vatnsnes, 130 tonna stálbát. Nú ári seinna lika í jóla- blaði segjum við frá frekari báta- kaupum þeirra félaga, en þeir hafa nú keypt Ásþór RE, 150 tonna stálbát, smíðaöur i Noregi 1963, sem nú hefur fengið nafnið Stafnes. Fyrir eiga þeir Vatnsnesið sem áður segir, en 58 tonna eikarbát- ur þeirra, Stafnes, hefur verið dæmdur ónýtur og tekinn i úr- eldingarsjóð. Stafnes mun fara á netaveiðar eftir áramót, en Vatnsnesið hefur verið á línuveiöum aö undan- förnu. Framkvæmdaáætlun Lands- hafnar 1982 samþykkt Á fundi stjórnar Landshafnar nýlega var samþykkt eftirfarandi röð á framkvæmdaáætlun 1982: 1. Malbikun og fullnaðarfrá- gangur á gámaplássi á norð- urgaröi i Njarðvíkurhöfn 2 Viðlegukantur i Keflavíkur- hofn sem þegar hefur verið gerö módel-prufa af 3 Samtenging hafnanna meö vegi, og jafnframt veröl gerð athugun á bilavog og annarri aðstoðu fyrir hafnirnar, sem staðsett verði við þennan veg 4 Geröar verði verkfræðilegar athuganir og áætlanir um gerð sjóvarnargarös frá i utan við Olíubryggjuna. Næsta blaö kemur út 14. janúar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.