Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 58

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 58
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VIKUR-fréttir Jóhann Geirdai: Samvinna eða sameining Á undanförnum árum hefur þróast margvíslegt samstarf milli sveitarfélaganna á Suðurnesj- um. Þannig eru nú mörg stór hagsmunamál okkar leyst í sam- vinnu og má í því sambandi nefna fjölbrautaskóla, heilsu- gæslu, sjúkrahús, brunavarnir og svo mætti lengi telja. Góðar samgöngur og nálægð byggðarlaganna, auk mikilla samskipta íbúanna, hafa gert þessa samvinnu bæði mögulega og nauðsynlega. Þrátt fyrir marg- víslega kosti sem slíkt samstarf hefur, fylgja því einnig nokkrir gallar. Fyrst vil ég nefna þau áhrif sem samstarf margra aðila hefur á á- kvarðanatöku. Til að leysa sam- eiginleg verkefni eru samstarfs- nefndir settar á laggirnar. í þeim eiga sæti fulltrúar úr öllum byggðarlögunum. Þessir fulltrú- areru alltof oftekki lýðræðislega kjörnir fulltrúar, heldur ráðnir embættismenn. Hver er t.d. full- trúi Keflavíkur í stjórn SSS? Hver er fulltrúi Keflavíkur í Brunavörn- um Suðurnesja? Hver er fulltrúi Keflavíkur í stjórn Sjúkrahúss Keflavikurlæknishéraðs? Hverer fulltrúi Keflavikur í stjórn Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja? Hverjir eru til vara? Þegar stjórnun fer fram í svona mörgum þrepum, er komin upp sú hætta að mál þvælist óratíma milli þessara þrepa, engum til gagns. Þannig geta t.d. embætt- ismennirnir í stjórn SSS tekið ákvarðanir, tafið mál, og á annan hátt haft áhrif á ákvarðanir lýð- ræðislega kjörinna fulltrúa í bæj- arstjórnunum. Sorglegt dæmi um það hvernig stjórn SSS virkar sem dragbitur á mál, er með- höndlun tillögunnar um hjúkr- unarheimili fyrir aldraða, sem þvældist milli bæjarstjórnar Keflavíkur og stjórnar SSS frá 5. maí sl. til 15. nóv., að loks var tekin ákvörðun um að kanna þörfina. Annar galli, sem ég tel veiga- mikinn, er sá, að þegar mörg sveitarfélög standa í sameigin- legum rekstri er yfirleitt greitt eftir höfðatölureglunni svoköll- uðu. Þ.e. fjöldi íbúanna ræður greiðslu, ekki tekjur íbúanna. Þó ég nefni þessa vankanta tel ég samstarf sveitarfélaganna mikilvægt, þvístærri eining getur áorkað meiru en lítil, en við þurfum aö finna leiðir til að bæta úr þessum vanköntum. SAMEINING Eðlilegasta leiðin til úrbóta er að sjálfsögðu að stíga skrefiö til fulls og sameina þessi byggðar- lög, þá á ég við Suðurnesin í heild. Þá verða ákvarðanir tekn- ar af sameiginlegri stjórn sem er ábyrg gagnvart öllum íbúum svæðisins, en ekki einstökum hlutum þess. Þá verða ákvarðan- ir teknar án þess að þurfa að þvælast milli stjórna og þannig er minni hætta á að ráðnir em- bættismenn nái undirtökunum í mikilvægum stofnunum (eins og nú í stjórn SSS). Þá greiðir hver og einn í sameiginlegan sjóð i samræmi við það sem hann aflar í stað þess að höfðatölureglan ráöi. Síðast en ekki síst skapast grundvöllur fyrir ýmis konar þjónustu, sem stórt og sameinað byggðarlag getur veitt en er mörgum sundruðum um megn. Þrátt fyrir augljósa kosti þess að sameina byggðarlögin á Suð- urnesjum hefur verið undarlega hljótt um þetta mál. Þó hafa nokkrar umræður átt sér stað um sameiningu Keflavíkurog Njarð- víkur og tel ég það heppilegt sem fyrsta skref. TVÖ HVERFI - KEFLAVÍK OG NJARÐVfK Keflavík og Njarðvík eru tveir sambyggðir byggðakjarnar sem eiga margt sameiginlegt. (búar þessara byggðakjarna sækja at- vinnu og þjónustu yfir „landa- mærin" í miklum mæli. (raun er erfitt að átta sig á því, hvers vegna hér er um tvö byggðarlög að ræða. Tvær bæjarstjórnir og tvö bæjarráð (auk þess sem stundum eru haldnir sameigin- legirfundir bæjarráðanna). Tvö- falt nefndakerfi og tvöfalt em- bættismannakerfi o.s.frv. Hag- kvæmni sameiningar fyrir íbúa byggðarlaganna ætti að vera augljós. Rétt er þó að taka fram, aö það er ekki helmingi ódýrara aö reka eitt stórt byggðarlag en tvö minni, en það á að geta verið tökivert ódýrara. Einnig skapast mögufeikar á bættri þjónustu. Þvi má segja a6 peningar þeir •em viö (jretðum í sameiginlega sjóöijjætu nýst okkur betur eftir sameiningu. Þaö er því forvitnilegt að athuga afretns hvað standi í vegi fyrir sameiningu, ef það er eins mikið þjóðþrifamál og ég hef bent á. Ég er þeirrar skoðunar að þaö séu ýmsir smákóngahagsmunir sem þar ráði ferðinni. T.d. eru samtals 16 menn í bæjarstjórn- um Keflavíkur og Njarðvíkur nú. Eftir sameiningu verða þeir varla svo margir. Bæjarstjórnarmenn hafa þvi nokkra hagsmuni i þessu máli. Þess má pó geta, að slík fækkun fulltrúa kæmi sér sennilega verst fyrir þá flokka sem eru litlir á báöum stöðum, eins og t.d. Alþýöubandalagið Bæjarstjórarnlr veröa ekkl lengur tvelr (þetta á reyndar viö um flesta toppana i embættis- kerfinu). Þvi er ekki við þvi aö búast að þeir séu ákafir í samein- ingu, sérstaklega þó sá i Njarö- vik, sem situr fastur i starfinu, hverjir svo sem mynda þar meiri hluta Þetta skýrir e t v vasklega Jóhann Geirdal framgöngu hans á fundi Sjálf- stæðisflokksins í Njarðvik, er rætt var um umræðurvið Keflvík- iriga um sameiningu. Nú hefur bæjarstjórn Njarðvíkur sem kunnugt er hafnað því að fram fari athugun á kostum hugsan- legrarsameiningar. Þaðeróhætt að fullyrða að þessi afturkippur í umræðurnar kemur til með að tefja fyrir sameiningu. Svona þrönglr hagsmunir mega ekki ráöa feröinni, vlö veröum aö lóta sameiginlega hagsmuni ibuanna sitja i fyrir- rúmi. Oft benda menn líka á það, sem við getum kallað tilfinninga- lega þætti, í tenglsum við sam- einingu. Við erum ekki vön að því að líta á okkur sem eina heild, heldur sem Njarðvíkingaog Kefl- víkinga. Öttast er aö stærri aðil- inn undiroki þann minni og menn sem alla tíö hafa veriö Njarðvíkingar eða Keflvíkingar, vilja vera það áfram. (þessu sam- bandi tel ég hollt að líta til þeirra staöa sem hafa reynslu af sam- einingu. (safjörður og Eyrar- hreppur voru sameinaðir í eitt sveitarfélag 3. okt. 1971. Hvernig þróuöust þessi mál þar? Um þaö segir Guðmundur H. Ingólfsson, forseti bæjarstjórnar (safjarðar, i grein í 4. hefti Sveitarstjórnar- mála 1980: „Þegar litið er til baka til fyrstu áranna eftir sameiningu og fram- kvæmdir og ákvaröanir bornar saman við þaö sem spáð var og samkomulag varö um að geröist, kemur í Ijós að aöeins örfá um- talsverö atriði hafa farið öðruvisi en ætlað var. Þar á móti kemur svo það, aö samheldni ibúanna, samvirkni og félagsleg sam- hjálp hefur sífellt aukist, og er nú svo komiö aö eðlilegt ástand er komiö á i þeim efnum " Þessi reynsla ætti lika að geta orðiö okkar, ef við viljum standa vel að þessum málum. Viö »kul- um ekki láta hagsmunaklikur ala svo á tortryggnl mllli byggöanna aö þaö koml i veg fyrir samein- ingu. Aö lokum Keflavikog Njarövik geta vel veriö tvö hverfi i samein- uöum kaupstaö rétt eins og viö tölum um Breiöholt, Voga og Vesturbæ i Reykjavik. |)| Keflvíkingar Bæjarskrifstofan, Hafnargötu 12 verður opin sam hér segir á milli jóla og nýárs: Mánudaginn 28. des. kl. 9.30-16 Þriðjudaginn 29. des. kl. 9.30-19 Miðvikudaginn 30. des. kl. 9.30-19 Fimmtudaginn 31. des. kl. 9.30-12 (gamlársdag) Afgreiðslan á bæjarskrifstofunni er opin í hádeginu alla virka daga. ATH.: Dráttarvextir verða reiknaöir á gjald- fallnar skuldir við bæjarsjóð 31. des. Innheimta Keflavíkurbæjar Næsta blaö kemur út 14. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.