Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 45

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 45
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 Minni Olíumaiar sf. „Mest af þessum tækjum var lélegt og jafnvel hálfónýtt drasl" í apríl 1970 stofnuðu sveitarfé- lögin i Reykjanesumdæmi Olíu- möl hf. ásamt nokkrum verktaka- fyrirtækjum. Tilgangur félagsins var að kaupa búnað til þess að vinna og leggja út olíumöl. félagið var forsenda þess að hafist var handa um að leggja olíumöl á götur í sveitarfélögun- um og átti þar með þátt í að breyta útliti þeirra til batnaðar. Notalegt slitlag kom í stað malar- gatna, sem áður voru nær alls ráðandi með öllum sínum forar- pollum. Um 1974 bættust Samtök sveitarfélaga á Vestfjörðum i fé- lagsskapinn með 13% eignar- hluta. Einnig var keyptur meiri hluti í félagi á Sauðárkróki, „Grettistak", sem hugði á svip- aða starfsemi. Ólafur G. Einarsson varstjórn- arformaður frá upphafi og fram- kvæmdastjóri Björn Einarsson, Kópavogi, fram til ársins 1979, en þá hvarf hann hljóðlaust. Fljót- lega fór að bera á að fram- kvæmdastjórn félagsins var laus í reipunum, að ekki sé meira sagt. Stjórnin hætti að skeyta um að halda aðalfundi, en jók að sama skapi umsvif í kaupum á búnaði og tækjum, þannig að það var likast því að ætlunin væri að klæða landið allt olíu- möl. Ólafur Björnsson Mest af þessum tækjum var lé- legt og jafnvel hálfónýtt drasl, sem búið var að leggja niður. „Norske Fina" var aðalviðskipta- aðilinn með oliur. Þaöfjármagn- aði einnig byggingu á tank i Hafnarfirði og kaup á þvi fræga skipi „Fina V" sem breytt var til notkunar sem oliuprammi. Þessi fræga fleyta er byggð um alda- mót og flutt til landsins sam- kvæmt sérstakri lagaheimild frá hinu háa Alþingi. Fina V liggur nú i Vestmannaeyjum og ber framtaki eigenda gott vitni Hátt metiö til eignar, en i athuga- semdum segir „Gæti sokkið hvenær sem er og er þá einskis virði." Skuldum var haugað upp við Norske Fme og vegna þeirra viö- skipta voru ábyrgðir sveitarfe- laganna Annar aðalviðskipta- aöilinn var sænskt (ynrtæki sem hafði fengist við námagrott að eg held. Þaðan var véladraslið keypt. Þar varstaðið ískilum (lík- lega að mestu með gúmmítekk- um á Útvegsbankann í Kópa- vogi). Umboðsmaður sænska fyrirtækisins reyndist enginn annar en forstjóri Olíumalar, Björn Einarsson. 1976 var haldinn aðalfundur fyrir árin 1974 og 1975, skuldir höfðu þá aukist úr kr. 86 milljón- um í kr. 301 milljón. Mörgum þótti þá sýnt hvert stefndi og var hart deilt á stjórn og fram- kvæmdastjóra, einkanlega af fulltrúum verktakafyrirtækja. Stjórninni mun ekki hafa likað þessar aðfinnslur og héldu ekki aðalfund aftur fyrr en í janúar 1979 og þá fyrir árin 1976-77-78. Þá kom í Ijós að félagiðvargjald- þrota miðað við allt venjulegt og hefði því þá þegar átt að afhend- ast til skilanefndar. Þess i stað hófust nú kúnstir til þess að forða því að raunveruleikinn kæmi fyrir almenningssjónir. Kommisar Sverrir Hermanns- son tilkynnti að Framkvæmda- stofnun ætlaði að bjarga félag- inu með því að leggja fram 150- 200 milljónir gkr. Auk þess áttu sveitarfélögin að stórauka sitt hlutafé. Sverrir krafðist tveggja manna í stjórn fyrir sína stofnun og fékk það fram. Nokkur sveit- arfélög skuldbundu sig um aukið hlutafé. Keflavík var krafin um 10 milljóna gkr. í aukið hlutafé, en fulltrúar Alþýðuflokksins í bæj- arstjórn báru fram tillögu um skilyrði, sem samþykkt var aö setja, og dugðu þau til þess að Keflavíkurbær slapp viö að leggja fram fyrrgreinda upphæð. Framkvæmdastjóri Oliumalar hótaði mér málssókn vegna um- mæla við þetta tækifæri, en þegar ég bauð að bæta heldur viö en draga úr, þótti honum vænlegast að hætta við málsókn. Svo fór, að Framkvæmda- stofnun lagði aldrei fram nema 40 milljónir gkr. Ekki þótti ráð- legt að leggja þetta féinn á reikn- ing Tómasar Sveinssonar, ann- ars fulltrúa stofnunarinnar í stjórn, sem settur var til þess að halda Oliumöl hf. á floti. Á sama tíma flæktist mál félagsins milli Alþingis og ráðuneyta, sem frægt var. Fyrrnefndur Tómas barðist hetjulega og um tima stóð dæmið þannig að við lá aö hann tapaði íbúðarhúsi sínu i sukk félagsins. Allt frá 1979 hefur verið í gangi makk til þess að forða þvi að Oliumöl hf. væri gerð upp eins og efni stóðu til. Það varð 4. des. sl. sem lokafundur í félaginu var haldinn. Nýtt félag yfirtekur „eignirnar" Hraðbraut hf„ aðaleigendur: Út- vegsbankinn. Framkvæmda- stofnun og rikissjóður. Allt hluta- fé er tapað. Keflavík lagði í upp- hafi fram 779 þúsund eða 8.66% (1970). Ennfremur hafa sveitar- félögin sem í ábyrgðum stóðu orðið að greiða þær Þar var hlutur Keflavíkur gkr. 46.3 millj. Þeir eru því orðnir æði dýrir götuspottarnir sem hér voru lagðir á vegum Oliumalar hf. Verst mun Kópavogur hafa farið út úr ævintýrinu. Einn fulltrúi verktakafyrirtækja mætti á loka- fundinum, Páll Hannesson. Páll var lengst af annar endurskoð- andi félagsins og varaði fyrstur manna við hvert stefndi hag fé- lagsins i höndum stjórnenda. Hann hét því að saga Olíumalar hf. yrði birt almenningi i blaða- greinum til þess að kynna þá fé- laga, Ólaf G. Einarsson, Björn Einarsson og Björn Ólafsson, Kópavogi. Lokaorð Páls voru: „Ég þakka Ólafi G. Einarssyni fyrir ávöxtun fjárins. og skilanefnd fyrir ólög- leg félagsslit." Páll greiddi at- kvæði gegn tillögum skilanefnd- ar. Fulltrúar Keflavikur sátu hjá, enda höfðu þeir frá upphafi verið á móti þeim kúnstum sem beitt var við yfirtöku félagsins. Ólafur Björnsson Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar. Þökkum viðskiptin á liönum árum. Brunabótafélag íslands Umboö Keflavík - Njarðvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.