Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 55

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 55
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 með útgerðarmönnum í þessu," segir Jón, ,,og þetta tekég svotil orðrétt upp úr bókinni Ár og dagar um upptök og þróun Al- þýðusamtakanna á fslandi 1875- 1934, og við má bæta að verka- lýðsmenn ætluðu að senda símskeyti til ASf, en útgerðar- menn stöðvuðu skeytið. Sömdu annað um að verkalýðsfélagið væri lagt niður, og sendu það.“ VERKALÝÐSFÉLAGINU KENNT UM SKIPSTAPA Við Jón gluggum betur í nefnda bók og komum okkur saman um að birta kaflann um hvernig hvarf vélbátsins var blandað inn í deilurnar, - orð- rétt: Vélbáturinn Hulda frá Keflavik hverfur. Sá atburður gerðist um þessar mundir, að vélbáturinn Hulda frá Keflavík, sem fór frá Reykjavík og ætlaði til heimahafnar, kom ekki fram og var talinn af. Var hvarf bátsins sett í samband við aðgerðir Verkalýðsfélags Kefla- víkur og afgreiðslubann félags- ins á Keflavíkurbáta. Báturinn hafði verið í Rvík til viðgerðar, en þegar hann ætlaði til Keflavíkur, fékk hann ekki afgreiddaolíu eða aðrar nauðsynjar sakir af- greiðslubanns Verkamálaráðs. Báturinn lagði þó af stað frá Rvík um hádegi 21. jan. og taldi form., að olía, sem í bátnum var, myndi duga til Keflavíkur. En báturinn kom ekki fram og var þá talið vist að hann hefði farist. Út af þessu sendi Útgerðarmannafélag Kefla víkur eftirfarandi skeyti til Verka- málaráðs Alþýðusambandsins 23. janúar: ,,Vélbáturinn Hulda ekki kom- inn fram. Eftir góðum heimildum teljum við Verkamálaráðið í Reykjavík ábyrgt fyrir bát og mönnum." Verkamálaráð sendi sam- stundis svohljóðandi skeyti: „Mótmælum skeyti yöar við- víkjandi ábyrgð á vöntun „Huldu" sem ósönnum, æru- meiðandi áburði. Munum tafar- laust krefjast lögreglurannsókn- ar og láta sæta ábyrgð fyrir ákær- una." f Verkamálaráði Alþýðusam- Sparisjóöurinn: Leyfi fengið fyrir útíbúi í Garði Sparisjóðurinn í Keflavík hefur nú fengið formlegt leyfi fyrir að opna útibú í Garði. Að sögn Páls Jónssonar spari- sjóðsstjóra, eru iðnaöarmenn úr Garðinum nú á fullu aö vinna að breytingum á húsnæði þvi sem sparisjóðurinn keypti fyrir nokkrum árum, en töluvert miklar breytingar þarf að gera áður en hægt er að opna útibuið Fyrirhugaö er að opna 1 febrúar n.k. bandsins voru: Héðinn Valdi- marsson, Jón Axel Pétursson, Jóhanna Egilsdóttir og Ólafur Friðriksson. Skrifuðu þau lög- reglustjóranum í Reykjavík og kröfðust rannsóknar út af skeyti útgerðarmannanna. Alþýðublaðið segir svo frá kærunni: „Afskipti verkamála- ráðs af bátnum. Eins og margoft er búið að skýra frá hér í blaðinu, hafði verkamálaráðið engin af- skipti af v.b. Huldu. Enda kemur það Ijóslega fram við yfirheyrslur á þeim Héðni Valdimarssyni, Jó- hönnu Egilsdóttur, Jóni Axel Péturssyni og Ólafi Friðrikssyni. Vissu meira að segja sum þeirra alls ekki að þessi bátur væri til, fyrr en hið hlægilegaog heimsku lega morðáburðarskeyti kom frá veslings útgerðarmannastjórn- inni í Keflavík." Vitni báru, að skipstjóra hefðu engar hótanir verið gerðar og hann hefði haft nóga olíu til suðurferöar, jafnvel aflögufær. En það kom í Ijósvið rannsókn, aðvélb. Huldavarekki með nein segl undirslegin. Þá sannaðist það, að hreppstjórinn í Keflavík skrásetti bátinn daginn eftir að hann fórst. Hinn 11. febrúar lauk þessari deilu, þó að eftirmál yrðu nokk- ur. Útgerðarmenn urðu að síðustu að ganga að því að kjósa nefnd til þess aö semja við verka- lýðsfélagið. FLAUG LANGAR LEIÐIR UNDAN SPARKI GÓÐ- BORGARANS: KALLAÐUR BOLSI „Auðvitað urðu þeir að virða verkalýðinn. Um ári seinna var stofnað nýtt verkalýðsfélag. Fyrsti formaður þess var Guðni Guðleifsson, en Ragnar bróðir hans tók við því embætti skömmu síðar og gegndi því um áratuga skeið eins og flestum er kunnugt," segirJón, „en núskul- um við' aðeins hverfa aftur í tím- ann, þegar fyrra félagið hafði verið stofnað. Auðvitað vakti athygli mína þegar lítt kunnugir menn komu til skrafs við föður minn, alvarlegir á svip og sátu kvöldlangt heima og ræddu málin, þeir Axel Björnsson, Þor- bergur Sigurjónsson, Danival Danivalsson og fleiri. Faðir minn var líka oft á fundum annars staðar, félagsfundum. Þangað fór ég aldrei, en f rétti að oft hefðu umræður verið fjörugar. Út í frá fengum við oft að kenna á því að vera afkvæmi „bolsévika", en faðir minn var nefndur „bolsi". Við létum það samt ekki aftra okkur frá því að festa upp auglýs- ingar frá verkalýðsfélaginu. Við földum þær undir peysunni þangað til við komum að þeim staur sem festa átti auglýsingu á. Eitt sinn náði mér einn góðborg- ari í bænum, þegar ég hafði rétt lokið við þá fyrstu. Hann þreif í mig og sparkaði svo fast í mig að ég sveif langar leiðir, enda lítill og léttur. Ekki varð mér meint af, en setti strax og ég þorði aðra auglýsingu á staurinn í staðinn fyrir þá sem árásarmaöurinn hafði rifið niður." STRÁKARNIR HRÓPUOU: „ALÞÝÐUMOGGINN FÆST HÉR“. - HRAKIN ÚR KEFLAVfK Eldri krakkarnir gerðu stund- um hróp að húsi Hannesar og hrópuðu: „Alþýðumogginn fæst hér", en Hannes sá um dreifingu á Alþýöublaðinu í Keflavík. „Ég þekkti alla þessa unglinga og gat ekki betur séð en að þeir heimt- uðu seinna meir sitt kaup og engar refjar, samkvæmt þeim samningum sem verkalýðshreyf- ingin varð að berjast hart fyrir að næðu fram að ganga," segir Jón, ,,en þetta var ekki það versta. Eftir að Axel var farinn, var verka- lýðssinnum næstum ólíft í bæn- um, sérstaklega þeim sem höfðu verið í stjórninni. Fjölskyldurnar uröu fyrir ýmis konar aðkasti. Enga atvinnu að fá, svo hungur- vofan barði fljótlega að dyrum. Verkalýðsfélagið hafði stofnað pöntunarfélag til bjargar, en þar kom líka að skuldadögunum og félagið leið undir lok. Faðir minn hélt því til Reykjavíkur í von um atvinnu og húsnæði. Kreppan var í algleymingi, en þó leið ekki á löngu þar til skilaboð komu frá honum, ég held símleiðis, þar sem hann bað okkur að koma til Hafnarfjarðar. Hann væri búinn að fá leigt þar um stundarsakir og einnig skiprúm fyrir elsta bróður minn, sem var á 19. ári, á togaranum Maí, en fyrir þann næst elsta á línuveiðara." i SKÓSlÐUM ERMALÖNGUM FRÖKKUM MEÐ BÍL TIL HAFNARFJARÐAR ,,En allur vandinn var ekki þar með leystur. Enginn þorði að flytja okkur til Hafnarfjarðar. Ekki dugði samt að drepast ráöalaus. Við vissum um bíl sem flutti ýsu frá Sandgeröi, bílstjóri var Ingvi í Nesjum, og tæki líka tóma brauðkassa hjá Eyjólfi kaupmanni í Keflavík til Hafnar- fjarðar, en Eyjólfur keypti brauð í Ásmundarbakarii. Við tveir bræðurnir sögðum mömmu að ef við kæmum ekki fljótlega aftur þá hefðum við fengið far. Bíl- stjórinn sagði það velkomiö að taka okkursnáðana meðtil Hafn- SUÐURNESJABÚAR! Þið hafið glæsilegustu gjafavöruverslun landsins, sem getur boðið ykkur gjafavöru á ótrúlega hagstæðu verði, svo sem KÚLULAMPA í mörgum litum frá 265 kr. STYTTUR - MATAR- OG KAFFISTELL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.