Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 43
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 FÉLAGSSTARFf BARNASKÓLANUM Framhald líkageta, aðádiskótekumerekki eingöngu dansað, þar eru líka framin ýmis konar skemmtiatr- iði, Hins vegar eru þau skipulögð á annan hátt en þegar um opið hús er að raeða. Á diskótekunum geta krakkarnir komið með sín eigin skemmtiatriði. Eitthvað sem þau hafa algerlega aeft sjálf, annað hvort saman í hóp eða bara upp á eigin spýtur. Þetta hefur gengið mjög vel og oftast komast færri að en vilja." Teljið þið að þetta félagslíf hafi borið einhvern árangur? „Það ber náttúrlega að hafa í huga, að þessi starfsemi öll var ekki sett af stað með það fyrir augum að ná einhverjum ákveðnum árangri. Eins og við bentum á hér áðan, þá var það til- koma grunnskólalaganna sem ýtti fyrst og fremst á eftir þessu. Það má hins vegar koma fram hér, að við vorum ákaflega ánægðir með þá frétt í Vikur- fréttum, að sjoppuhangs hefði minnkað til muna hér í bæ. Við leyfum okkur að nokkru leyti aö þakka það þessari starfsemi." KRAKKARNIR TAKA LÍKA Á SIG NOKKRA ÁBYRGÐ Nú hafið þið að verulegu leyti umsjón með þessum skemmti- kvöldum. skipulegglð þau og hafið umsjón með höndum. Koma krakkarnir sjálfir inn i þá mynd líka? ,,Jú, jú, þau vinna heilmikið í sambandi við þessa starfsemi. Eins og við höfum þegar bent á þá sjá þau að verulegu leyti um skemmtiatriði. Einnig höfum við ákveðinn kjarna okkur til halds og trausts í þessu starfi. Bæði höfum við krakka sem hafa verið kosnir i eins konar stjórn. Hlut- verk þeirra er að koma með hug- myndir. Svo er líka ákveðinn kjarni sem aðstoðar viö fram- kvæmdir. T.d. sjá þau alveg sjálf um að velja lög á plötuspilarann. Þau sjá um dansinn og að halda uppi fjörinu. Síðan aðstoða þau viö að hreinsa til, afgreiða gos og svo framvegis." Fy rir okkur sem vorum i Barna- skólanum hér á árum áður, kem- ur það dulftið spánskt fyrir sjón- ir, þegar við veröum vör við þennan „glaum" hér i skóla- byggingunni. Hvers vegna var gripið til þess ráðs að skemmta sér hér? Áttu Keflvikingar ekki æskulýðsheimili? „Það er auðvitað rétt að við áttum og eigum æskulýðsheim- ili. Hins vegar vita allir að það hefur alla tíð verið undirlagt af Tónlistarskólanum. Þessi stað- reynd olli þvi að aldrei var hægt aö gera neitt á staðnum. Þ.e.a.s. að auðvitað var hægt aö halda skemmtanir þar endrum og eins, en það var hins vegar aldrei hægt að gera neitt skemmtilegt við húsnæðið. Það húsnæði sem við notum hér í skólanum var að verulegu leyti ónotað þegar við hófum breytingar hér. Nú notum við nánast hvert einasta skúma- skot, t.d. plássið undir tröppun- um undir gos sem selt erá diskó- tekunum og djús sem seldur er i skólanum. Alltannað húsnæði er mjög vel nýtt. Kostirnir sem síðan fylgja þessu húsnæði eru þeir, að því má breyta og haga í samræmi við vilja nemenda hverju sinni." Eru engir klubbar starfandi á ykkar vegum, eöa eruö þið bara með skemmtanalifið á ykkar höndum? „Við hér i Barnaskólanum erum ekki með neina klúbba. Við gerðum hinsvegartilraunirásin- um tíma með klúbbastarfsemi, en þaö gekk ekki. Enda er ástæðulaust að vera með þá. þar sem framboö slíkrar starfsemi er næg hér i bænum. I þessu sam- bandi má benda á að margir töldu á sínum tíma að þessi starf- semi myndi drepa allt annaö tómstundalíf niöur. Þetta hefur hins vegar ekki reynst rétt. Margir foreldrar kvarta hins vegar undan þvi að krakkarnir séu i of mörgu. tómstundum, íþróttum, skemmtunum o.s.frv. Þetta er eflaust rétt í mörgum til- fellum. Hér þarf náttúrlega að gera krökkunum grein fyrir þvi, að þau þurfa að læra að velja og hafna. Það er ekki hægt að vera á skíöum um helgar. handbolta eða fótbolta þrisvar i viku, tóm- stundaklúbbum þess á milli og sækja siðan skemmtanir sem haldnar eru. Þetta getur orðið hverjum krakka algerlega ofviða. Að ekki sé nú talaö um hver áhrif þetta kann að hafa á námið. Það má undirstrika hér, að krakkarnir verða að læra að velja og hafna. Það sem síðan má segja um gagnrýni sem kom fram hér i upphafi starfseminnar, varðandi það að hún tæki frá öðrum klúbb- um, er að telja má fullvíst að flest félög eigi nú í meiri eða minni samkeppni við myndbandið " Er eltthvað sem þið vlljið að komi fram i lokin? „Ekki nema það, að við viljum að sjálfsögöu hafa gott samstarf viö alla klúbba og tómstunda- starfsemi hér i bæ, - höfum það reyndar gegnum æskulýðsráð. Þannig höfum við á prjónunum að bjóða klúbbum að koma á skemmtikvöld og kynna starf- semi sína Nú, og ef fólk hefur einhverjar ábendingar eða hug- myndir, þá tökum við þeim ávallt fegins hendi." Tröllin hafa rænt dóttur kóngsins og lokað hana inni i kastalanum. Getið þið fundið færa leið þangað og frelsað hana úr tröllahöndum? Aðeins á einni leið eru engin tröll til varnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.