Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 50
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VIKUR-fréttir Enn ein nýjung hjá Samvinnuferðum-Landsýn: Skíðaferðirnar loks í leiguflugi Rætt við Kristin Danivalsson, umboðsmann í Keflavík feröaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn hefur á síðustu árum vakið æ vaxandi athygli fyrir nýja áfangastaði, stóraukið leiguflug og æ stærri hlutdeild i ferðaskrifstofumarkaðnum. Á sama tíma hefur ötull umboðs- maður Samvinnuferða-Land- sýnar í Keflavík, Kristinn Danivalsson, aukiö umsvif sín og sölu og rennir margan Suður- nesjamanninn i grun að þar eigi ferðaskrifstofan góðan hauk í horni. Við hittum Kidda Dan á förnum vegi fyrir skömmu og spurðum hvað helst væri fram- undan í ferðamálunum. ,,Nú, það eru auðvitað skíða- ferðirnar sem eru i aðalhlutverk- inu í augnablikinu. Og þá er sko gaman að vera Samvinnuferða- maður, því nú er flogið í fyrsta sinn í beinu leiguflugi í skíöa- löndin í Austurríki. Við erum þar með þrjáfyrstaflokksskíöastaði, Sölden, Zillertal og Niederau, - allt staðir sem okkar kröfuhörð- ustu skiðafræðingar hafa lagt blessun sína yfir. Þaö ætti því ekki að væsa um (slendingana sem þangað fara - og leiguflugiö sér um aö buddan veröi í góöu skapi lika. Annars er hitt annað mál, aö þaö eru ekki lengur bara okkar skíðaferðir sem eru ódýrar. Það er búið að flytja skíöamenn í áætlunarflugi í mörg ár á fullu veröi, en Flugleiöir hafa nú svarað leigufluginu með stór- lækkuöum verðum og við erum bara hressir með það. Enn eitt dæmið um hve miklu leiguflug okkar viða um heim hefur fengið áorkað í orlofsferðum lands- manna." Stuttar páskaferðir Og þið fyllið auðvitað skíða- ferðirnar á skömmum tima, - hvað tekur svo við? „Skíðaferðunum lýkur í marz og þá snúum við okkur að pásk- unum. Það eru upplagðir dagar fyrir stuttar ferðir án þess að níðst sé á vinnudögunum. Við verðum a.m.k. með eina af okkar stórvinsælu fimm daga ferðum til Parísar, aðra fimm daga ferð til Dublin á frlandi og svo auðvitað helgarferð og jafnvel vikuferð líka til London. Þetta eru leigu- flugsferðir af ódýrustu gerð - feröir sem eru pottþéttar, bæði i sölu og fyrirgreiðslu fyrirfarþeg- ana. Við kunnum þetta utan- bókar - við getum flaggað langri og góðri reynslu í þessum efnum og erum sannfæröir um að færri komast að en vilja." Sumarferðirnar aldrei fjölbreyttari Og svo fer að vora? ,,Já, og þá verður nú líf í tusk- unum. Rimini á (taliu og Portoroz i Júgóslavíu verða áfram á dag- skránni og við bætum við sólar- landaferðirnar með þriggjavikna ferðum til Grikklands i beinu leiguflugi. Og það eru ekkert venjulegar ferðir. Við byrjum bara á toppnum, bjóðum íbúðir og hótel ílúxusklassaáeinnivin- sælustu baðströnd Grikkja. Það er væntanlega þokkalega heitt þar á miðju sumri? ,,Já, hitinn getur farið ansi hátt, 'en við svörum þvi einmitt með gistiaöstööunni, allar íbúðir okkar eru loftkældar. Nú, og svo bjargar stöðugur og hressandi andvari frá hafinu því sem upp á vantar. Þetta er fyrsta flokks staður fyrir sóldýrkendur og við bjóðum ekki uppáneittannaðen íbúðir með góðum „suðursvöl- um“. Það er sko örugglega hægt að láta sér líða vel þarna." Og þá eru sólarlandaferðirnar upptaldar? „Já, það má e.t.v. segja það, en sólin skín samt viðar. Veður- sældin hefur t.d. ekki svikið Dan- merkurfarþegana okkar, sem flykkjast í leiguflugsferðirnar í dönsku sumarhúsin i Karlslunde og Karrebæksminde. Við verðum með einnar, tveggja og þriggja vikna ferðir þangað allt næsta sumar. Nú, og svo er fyrir- hugað að fljúga í leiguflugi til Toronto í Kanada og skipu- leggja þaðan algjörar „sólsteik- ingarferðir" til Hawaii, Miami, Puerto Rico og fleiri slíkra staða. Frá Toronto verða einnig skipu- lagðar hópferðir til stórborga eins og Los Angeles, San Fransisco og jafnvel viðar, auk þess sem farið verður í rútuferðir um Kanada og Bandaríkin. Það verður því nóg um að vera næsta sumar og fyrir utan allt þetta skipuleggjum við sumar- ferðir til (rlands, orlofsferðir aldr- aðra til Portoroz og jafnvel Grikklands, förum í sérstaka leiguflugsferð til Sviss og Aust- urríkis, efnum til rútuferðar um Mið-Evrópu og síðast en ekki síst verða Norðurlandaferðir á „tombóluverði". Þá er flogið í leiguflugi til Noregs og Finn- lands og farið í rútu-og tjaldferð- ir um þessi lönd og Svíþjóð að auki. Norðurlandaferðirnar hafa verið með þessu sniði síðustu árin og við sjáum þar sömu far- þegana ár eftir ár, enda ferðirnar engu líkar." Fólkið fái að velja Og þú óttast ekkert söluna i sumar, er þetta ekki oröið of- framboð? „Nei, ég hlakka mikiö til að byrja að selja sumarferðirnar. Kristinn Danivalsson Hjá Samvinnuferðum er þetta ekki neitt nálægt því að vera of- framboð, en hins vegar má e.t.v. segja að svo mikið ferðaúrval komi okkur í vaxandi samkeppni við sjálfa okkur. En er það bara ekki mjög gott? Mér finnst að fólk eigi að fá að velja sjálft um sem allra fjölbreyttasta ferða- möguleika. Það er úrtaktviðtím- ann að moka íslenskum ferða- löngum öllum á einn stað eða tvo, - jafnvel þótt slíkt kunni að vera einfaldasta tekjulindin fyrir ferðaskrifstofur. Við erum ákveðnir i að standa vörð um okkar forystuhlutverk og opna landsmönnum sem allra flestar leiðir út í hinn stóra heim. Og hvað sjálfan mig varðar þarf ég varla að kvíða sumrinu. Ég hef átt einstaklega góð sam- skipti við Suðurnesjamenn og hvergi annars staðar á landinu eru viðskiptin við Samvinnu- ferðir-Landsýn hlutfallslega meiri en einmitt hérna á Suöur- nesjum. Ég get þess vegna verið ánægður með árangurinn og auövitað vona ég að viðskipta- vinirnir séu það líka. Það er nú einu sinni megin markmiðið, - ekki satt?" Keflvíkingar! Samtaka nú! Takmarkið er, að allir verði skuldlausir við bæjarsjóð um áramótin. Gerið skil í tíma og forðist með því kostnað og óþægindi sem af vanskil- um leiðir. Innheimtustjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.