Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 52

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 52
Verður öldungadeildunum fórnað á altari Mammons? Reynslan hér sem annars staðar er á þá lund, að sífellt fleiri innrit- ast í deildina. Fólk sem átti ekki kost á framhaldsmenntun í aesku sest á skólabekk að nýju og stefnir að burtfararprófi frá skól- anum. Aðrir vilja auka þekkingu sína á ákveðnum málum og mál- efnum, en stefna ekki að loka- prófi. Flestir vinna fullan vinnu- dag samhliða náminu. Þannig sést að bæði vilji og áhugi er til staðar hjá stórum hóp þjóðfé- lagsþegna til þess að menntasig. Ætla mætti að yfirvöld hlynntu að þessum áhuga, því vitað er að aukin menntun stuðlar að betra mannlífi, bæði með tilliti til efna- hags og menningar. En það er öðru nær. Þegar þetta er skrifað bendir allt til þess að rekstur öldunga- Sendum öllum íbúum Miðneshrepps, svo og öðrum Suðurnesjabúum bestu jóla- og nýársóskir. Sveitarstjórn Miðneshrepps GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. SAMVINNUBANKINN - Útibú KEFLAVÍK Starfsemi öldungadeilda vítt og breitt um landið hefur sannað gildi sitt á þeim áratug sem þess- ari tegund fullorðinsfræðslu hef- ur verið haldið uppi. Árið 1972 reið Menntaskólinn við Hamra- hlíð á vaðið og hóf rekstur öld- ungadeildar viðskólann. Aðsókn að deildinni varð strax mikil og hefur aukist æ síðan. Sama var uppi á teningnum hvarvetna á landinu þar sem slíkar deildir voru stofnsettar. Þörfin fyrirfull- orðinsfræðslu er því augljóslega fyrir hendi. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hóf rekstur öldungadeildar árið 1977 og á þessari haustönn (námsárinu er skipt í haust- og vorönn) stunduðu á þriðja hundr að nemendur nám við deildina. Kennsla i öldungadeild deilda muni stöðvast um áramót- in. Ástæðan er launadeila milli kennara og ríkisvaldsins. Áður en lengra er haldið er skylt að geta þess, að við öld- ungadeildina hér skiptist launa- kostnaður kennara jafnt á nemendur, sveitarfélögin á Suðurnesjum og ríkið. Árið 1972 sömdu kennarar í M.H. við fjármálaráðuneytið um laun kennara sem kenndu við öldungadeildina. Samningurinn fól í sér 60% hækkun á tíma- kaupi þeirra og var hann endur- nýjaður 1976. Þessi hækkun á tímakaupi öldungadeildarkenn- ara kom til vegna þess að kennsla fer yfirleitt fram á kvöld- in og farið er yfir námsefni á tvö- földum hraða, miðað við hefð- bundna kennslu. öllum kennurum við öldunga- deildir landsins var greitt sam- kvæmt þessum samningi þangað til 1980. Þá varsamning- ingnum sagt upp af hálfu ríkis- valdsins. Síðan hefur kennurum í dreifbýlinu (þ.e. utan Reykjavík- ur og Akureyri) verið skammtað kaup, nánast eftir geðþótta em- þættisins í fjármálaráðuneytinu. Þann 6. nóv. sl. undirritaði hagsmunanefnd kennarasam- takanna (HlK) samninga sem fólu í sér kauplækkun fyrirstóran hóp öldungadeildakennara. Þó höfðu kennarar hafnað drögun- um sem voru grundvöllur fyrir sjálfum samningnum. Eftir að samningarnir voru undirritaðir þá lýstu kennarar yfir,,.. fullkominni andstöðu við samkomulag hagsmunanefndar og fjármálaráðuneytisins.... Það var gert á fjölmennum fé- lagsfundi Hins íslenska kennara- félags hinn 21. nóv. sl. Það liggur því fyrir að verði ekkert að gert, þá munu öldunga- deildir veröa lagðar niður eftir áramót, til lengri eða skemmri tíma. Fyrir fjölmarga námsfúsa einstaklinga yrði þetta óbætan- legt tjón. Margir munu fara á mis við menntun sem ætti að vera sjálfsögð fyrir hvern og einn ís- lenskan þjóðfélagsþegn. Á öld útlenskrar lágmenningar er óbilgirni fjármálaráðuneytis- ins hreint tilræði við vitsmunalíf þjóðarinnar. Leiðrétti kjörnir ráðamenn þjóðarinnar ekki mistökembætt- ismanna sinna, þá sannast það enn og aftur hve auma og mann- dómsfátæka leiðtoga vér íslend- ingar eigum. Að lokum v i 11 undirritaður hvetja almenning til að kynna sér þetta mál vel, því mér virðist koma glögglega fram, að séu menn ekki iæknar eða flugum- ferðarstjórar, þá hafa stjórnvöld sína hentisemi og ákveða ein- hliða við hvaða kaup og kjör hinar ýmsu olnbogastéttir þjóð- félagsins eiga að búa við. Virðingarfyllst, Páll Vilhjálmsson Til jólagjafa Walkman vasadiskó Útvörp Segulbönd Ferðatæki Heyrnatól - Hljóðnemar o.fl. Videobanki Suðurnesja Suðurgötu 19A - Keflavík Simi 3485
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.