Víkurfréttir - 17.12.1981, Síða 52
Verður öldungadeildunum
fórnað á altari Mammons?
Reynslan hér sem annars staðar
er á þá lund, að sífellt fleiri innrit-
ast í deildina. Fólk sem átti ekki
kost á framhaldsmenntun í aesku
sest á skólabekk að nýju og
stefnir að burtfararprófi frá skól-
anum. Aðrir vilja auka þekkingu
sína á ákveðnum málum og mál-
efnum, en stefna ekki að loka-
prófi. Flestir vinna fullan vinnu-
dag samhliða náminu. Þannig
sést að bæði vilji og áhugi er til
staðar hjá stórum hóp þjóðfé-
lagsþegna til þess að menntasig.
Ætla mætti að yfirvöld hlynntu
að þessum áhuga, því vitað er að
aukin menntun stuðlar að betra
mannlífi, bæði með tilliti til efna-
hags og menningar. En það er
öðru nær.
Þegar þetta er skrifað bendir
allt til þess að rekstur öldunga-
Sendum öllum íbúum
Miðneshrepps, svo og öðrum
Suðurnesjabúum
bestu jóla- og nýársóskir.
Sveitarstjórn Miðneshrepps
GLEÐILEG JÓL!
GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
SAMVINNUBANKINN - Útibú
KEFLAVÍK
Starfsemi öldungadeilda vítt
og breitt um landið hefur sannað
gildi sitt á þeim áratug sem þess-
ari tegund fullorðinsfræðslu hef-
ur verið haldið uppi. Árið 1972
reið Menntaskólinn við Hamra-
hlíð á vaðið og hóf rekstur öld-
ungadeildar viðskólann. Aðsókn
að deildinni varð strax mikil og
hefur aukist æ síðan. Sama var
uppi á teningnum hvarvetna á
landinu þar sem slíkar deildir
voru stofnsettar. Þörfin fyrirfull-
orðinsfræðslu er því augljóslega
fyrir hendi.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
hóf rekstur öldungadeildar árið
1977 og á þessari haustönn
(námsárinu er skipt í haust- og
vorönn) stunduðu á þriðja hundr
að nemendur nám við deildina.
Kennsla i öldungadeild
deilda muni stöðvast um áramót-
in. Ástæðan er launadeila milli
kennara og ríkisvaldsins.
Áður en lengra er haldið er
skylt að geta þess, að við öld-
ungadeildina hér skiptist launa-
kostnaður kennara jafnt á
nemendur, sveitarfélögin á
Suðurnesjum og ríkið.
Árið 1972 sömdu kennarar í
M.H. við fjármálaráðuneytið um
laun kennara sem kenndu við
öldungadeildina. Samningurinn
fól í sér 60% hækkun á tíma-
kaupi þeirra og var hann endur-
nýjaður 1976. Þessi hækkun á
tímakaupi öldungadeildarkenn-
ara kom til vegna þess að
kennsla fer yfirleitt fram á kvöld-
in og farið er yfir námsefni á tvö-
földum hraða, miðað við hefð-
bundna kennslu.
öllum kennurum við öldunga-
deildir landsins var greitt sam-
kvæmt þessum samningi
þangað til 1980. Þá varsamning-
ingnum sagt upp af hálfu ríkis-
valdsins. Síðan hefur kennurum í
dreifbýlinu (þ.e. utan Reykjavík-
ur og Akureyri) verið skammtað
kaup, nánast eftir geðþótta em-
þættisins í fjármálaráðuneytinu.
Þann 6. nóv. sl. undirritaði
hagsmunanefnd kennarasam-
takanna (HlK) samninga sem
fólu í sér kauplækkun fyrirstóran
hóp öldungadeildakennara. Þó
höfðu kennarar hafnað drögun-
um sem voru grundvöllur fyrir
sjálfum samningnum.
Eftir að samningarnir voru
undirritaðir þá lýstu kennarar
yfir,,.. fullkominni andstöðu við
samkomulag hagsmunanefndar
og fjármálaráðuneytisins....
Það var gert á fjölmennum fé-
lagsfundi Hins íslenska kennara-
félags hinn 21. nóv. sl.
Það liggur því fyrir að verði
ekkert að gert, þá munu öldunga-
deildir veröa lagðar niður eftir
áramót, til lengri eða skemmri
tíma. Fyrir fjölmarga námsfúsa
einstaklinga yrði þetta óbætan-
legt tjón. Margir munu fara á mis
við menntun sem ætti að vera
sjálfsögð fyrir hvern og einn ís-
lenskan þjóðfélagsþegn.
Á öld útlenskrar lágmenningar
er óbilgirni fjármálaráðuneytis-
ins hreint tilræði við vitsmunalíf
þjóðarinnar.
Leiðrétti kjörnir ráðamenn
þjóðarinnar ekki mistökembætt-
ismanna sinna, þá sannast það
enn og aftur hve auma og mann-
dómsfátæka leiðtoga vér íslend-
ingar eigum.
Að lokum v i 11 undirritaður
hvetja almenning til að kynna sér
þetta mál vel, því mér virðist
koma glögglega fram, að séu
menn ekki iæknar eða flugum-
ferðarstjórar, þá hafa stjórnvöld
sína hentisemi og ákveða ein-
hliða við hvaða kaup og kjör
hinar ýmsu olnbogastéttir þjóð-
félagsins eiga að búa við.
Virðingarfyllst,
Páll Vilhjálmsson
Til jólagjafa
Walkman vasadiskó
Útvörp
Segulbönd
Ferðatæki
Heyrnatól - Hljóðnemar o.fl.
Videobanki
Suðurnesja
Suðurgötu 19A - Keflavík
Simi 3485