Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 18
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir hlutlausa úttekt á hagkvæmni (kostum og ókostum) samein- ingar bæjarfélaganna, eins og lagt var til í bæjarstjórn Kefla- víkur 20. okt. sl. Heildarskipulag bæjanna til aldamóta er nú í endurskoðun og hlýtur afstaða bæjaryfirvalda á hvorum stað til þess, að markast að verulegu leyti á því, hvort bæj- arfélögin munu renna saman í eitt í náinni framtíð, og getur bæjarráðið því ekki fallist á það sjónarmið að slíkt sé ekki tíma- bært. Njarðvíkurhöfn: Ekki gert ráð fyrir veitingarekstri Á fundi bygginganefndar Njarðvíkur 24. nóv. sl. var tekið fyrir bréf frá Landshafnarstjórn, þar sem því er beint til bygginga- nefndar að leita til skipulags ríkisins um staðarval fyrir veit- ingarekstur við Njarðvikurhöfn. Bygginganefnd samþykkti að ítreka, að í gildandi skipulagi væri ekki gert ráð fyrir veitinga- rekstri við höfnina og telur um- sókn um sjoppuleyfi gefi ein sér ekki tilefni til endurskoðunar á því. Hins vegar minnir bygginga- nefnd á, að stjórn Landshafnar hefur þegar farið fram á endur- skoðun skipulags hafnarinnar. Vorum að taka upp glæsileg sloppasett, náttkjóla og náttföt. VersluninL IS A Hafnargötu 27 Bæjarráð Keflavíkur harmar afgreiðslu bæjarstjórnar Njarðvíkur um að synja úttekt á hagkvæmni sameiningar bæjarfélaganna Á fundi bæjarráðs Keflavíkur 8. des. sl., las bæjarstjóri eftirfar- andi bréf frá Njarðvíkurbæ: Athuga- semd ,,Á fundi bæjarstjórnar Njarð- víkur 1. des. 1981 var eftirfarandi samþ. gerð samhljóða: ,,Af tilefni af viðræðum bæjar- ráðs Keflavíkur við bæjarráð Njarðvíkur vegna tillögu sem samþ. var í bæjarstjórn Keflavík- ur 20. okt. 1981, ,,um að kjósa sameiginlega fjögurra manna nefnd til þess að gera hlutlausa úttekt á hagkvæmni (kostum og ókostum) sameiningar bæjarfé- laganna", samþykkir bæjarstjórn Njarðvíkur að hún telur ekki tímabært að slík athugun fari frarn." Bæjarráð Keflavíkur harmar það, að bæjarstjórn Njarðvíkur getur ekki samþ. að láta gera ( Suðurnesjapóstinum 9. des. er birt frétt um afgreiðslu Sjálf- stæðismanna í Njarðvík á tillögu um að kjósa nefnd til þess að gera hlutlausa úttekt á kostum og göllum sameiningar Kefla- víkur og Njarðvíkur. I fyrirsögn segir „Sameining- arnefnd", sem að sjálfsögðu er villandi, því á þessu stigi hefir aðeins verið talað um nefnd til þess að kanna kosti og galla sameiningar. [ greinargerð bæjarstjórans, sem hann hefir látið fylgjatillögu sinni, segir að Keflvíkingar hafi sett það „skilyrði" að nefndin lyki störfum fyrir 1. febrúar 1982. Þetta, sem annað í túlkun bæjar- stjórans, er alrangt. Engin skil- yrði voru sett um eitt eða neitt. Að sjálfsögðu var Njarövíking- um frjálst að koma með breyting- artillögur, bæði um þessa dag- setningu og annað, á sameigin- lega fundinum. Það gerðu þeir hins vegar ekki, heldur sam- þykktu að leggja tillöguna fyrir óbreytta. Afgreiðsla tillögunnar í bæjarstjórn veröur svo að teljast all furöuleg, þegar þess er gætt að fyrir liggja yfirlýsingar frá að minnsta kosti fimm af sjö bæjar- fulltrúum um fylgi við hana, þar af tveir sjálfstæðismenn Það er ekki út í bláinn að talað er um Alla Kalla „Khomeni" Njarðvikinga. Ólafur Björnsson Eins og fram kemur annars staðar i blaðinu er hafið verðstríð milli Tommahamborgara og Keflavíkurborgararns. Eigandi Keflavikur- borgarans tók sig til um daginn og teppalagði gangstéttina fyrir framan staöinn og var myndin tekin er veriö var að leggja teppið. Munið okkar þekkta og góða jólahangikjöt. Allir þekkja okkar fjölbreytta vöruúrval. Jólaávextirnir í heilum og Y2 kössum. Hagstætt verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.