Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 47

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 47
26. júlí til 2. ágúst 1981 Laugardaginn 25. júlí var lagt af stað frá Keflavík í Kjarnaskóg með skáta frá Heiðabúum, Kefla- vík, og Vikverjum, Njarðvík. Þátt- takendur voru 57. Undirbúningur hafði staðið marga mánuði og loks var stóra stundin aö renna upp. Allir þátttakendur mættu meðsitt haf- urtask og dót við skátahúsið til- búnir að kynnast skátastarfinu enn betur, og hefja nýtt líf í nýjum heimi. „Nýr heimur - Nýtt líf“, var yfirskrift mótsins. Komið var á mótsstaðinn, sem er rétt innan við Akureyri, kl. 21 um kvöldið. Þar tóku á móti okkur Akureyrarskátar og vís- uðu okkur á tjaldstæði það sem okkur hafði verið úthlutað. Svæðunum haföi verið skipt i TORG - er nefnd voru eftir trjá- tegundum. Okkartorg hétGreni- torg. Skátarnir byrjuðu strax að tjalda og þar sem mótið var allt byggt upp á skátaflokknum létum við flokkana halda sér þegar tjöldun um var raðað niður. Félagsforingi og fararstjóri fóru síðan áToppatorg þarsem móts- stjórn hafði aðsetur og fengu mótshandbók, hyrnu og móts- merki fyrir hvern þátttakanda. Þar fengum við einnig afhenta pappira um að félögin gætu fengið flaggstengur, ruslagrind- ur, spírur (trönur) og ýmislegt sem til þurfti, og síðast en ekki síst matarúthlutunarmiða fyrir félögin. Þegar allir höfðu tjaldað og komiðsérfyrirítjöldunumvar hitað kakó og drukkið undir ber- um himni. Nú var hafist handaað reisa hliðið. Mikil eftirvænting var að sjáhvernig þaðtækisig út. Trönur voru súrraðar saman og settar upp og spjöldin sem vorum með sétt á. Þetta voru hvit máluð spjöld og á þeim stóð Vík- verjar, Njarðvík og Heiðarbúar, Keflavík, og neðanundir nöfnum bæjanna var vikingaskip og fáni Njarðvíkurbæjar við Njarðvík, en varðan, merki Heiðabúa, og fáni Keflavíkurbæjar við Keflavík. Næsta morgunn var fariö snemma á fætur, því margt átti eftir að gera fyrir mótssetning- una. Reist var stórt eldhústjald, hlaöa þurfti varðeldastæði, búa til skolpgryfju o.m.fl. Einnig grind fyrir gestabók og farseðil sem við fengum afhentan þegar erindreki B.I.S. kom í heimsókn til okkar í vetur og bauð okkur þátttöku. Allir í félögunum sem sóttu mótið, skrifuðu nöfn sín á hann. Við fengum einnig afhent- an kyndil sem notaður var við mótsstetninguna. 18. landsmót skáta var sett kl. 14, sunnudaginn 26. júlí. Félögin fylktu liði með íslenska fánann og félagsfána sína og hlustuðu á ávarp mótsstjórans, Gunnars Jónssonar. Siðan fluttu skátar ávörp bæði á ensku og norsku. Setningarathöfninni lauk með þvi að fulltrúar félaganna gengu fram með kyndla sína og kynntu sitt félag. Þetta var mjög hátíð- leg stund í blíðskapar veðri og gaman að sjá svo stóran hóp skátasaman. Eftirsetningunafór hver hópur á sitt torg og torg- stjóri sagði frá kynningarleik. Hvert torg fékk sérstakan lit á band og átti svo hver skáti að hlaupa á næsta torg og binda bandið við þeirra torga lit. Litirn- ir voru 5. Siðan áttu þeir að fá lurk og skrifa nöfn sín á hann og siðan var þetta hengt upp á stóra spíru. Ekki var nein föst dagskrá það sem eftir var dagsins, en unnið var við tjaldbúðir og torg- verkefni. Fengum við það verkefni að setja upp myndsjá eða töflu fyrir alla torgbúa. Allir áttu að hafa Ijósmynd af sértilað setja á spjaldiö. Um kvöldið var félagavarðeldur. Nú vorum við farin að kynnast fyrirkomulagi mótsins, þar var hugsað fyrir öllu. A mótsstað var pósthús, verslun, simi, sjúkraskýli, sal- erni, hús fyrir dagskrárstjórn, útgáfu mótsblaðs, matarbirgða- stöð, stórt tjald þar sem móts- stjórn hafði aösetur, starfs- mannabúöir, fjölskyldubúðir, dróttskátasmiöja. Já, það var mörgu að kynnast. þaö var nóg að starfa alla daga mótsins. Alla daga nema laugardag og sunnu- dag var ræst kl 8. Þá var leyft aö sofa til kl. 9. Siðan var morgun- matur, tjaldskoðun og Fáni. Þvi næst var gengið til dagskrár. Flokkarnir völdu sér verkefni hvern dag kl. 17-18, og fundu sér eitthvað við sitt hæfi fyrir næsta dag, allt miðaðist við að allur flokkurinn færi saman i verk- efnið. Þarna var úr mörgu að velja og allir áttu að Ijúka sem flestum póstum og fengu stimpla fyrir í mótsbókina. Gróðursetn- ing, kyndlagerð, íþróttapóstur, markferð, safariferð, hikeferð, Ijósmyndakeppni, gönguferð með leiösögumanni, bogfimi, málmleit, refaveiðar, hindrunar- braut, turnbyggingar, sundferð, róður á árabát og sigling um Eyjafjörð og ýmis tómstunda- verkefni, t.d. hnútasafn og plöntusafn. Ferðaskrifstofuferö- ir voru í Mývatnssveit og ná- grenni í Hrísey og um Eyjafjörð. Flokkarnir völdu sér 2-3 pósta á dag og var þátttaka mjög góð hjá okkur og allir ánægðir með aö fá að reyna eitthvað nýtt. Flestum þótti mest gaman i safarí-inu, þaö var sett upp við Eyjafjarðará. Gengið var á bandi yfir lækinn, skriðið i gegnum tunnur, allir látnir fleyta sér á slöngu undir brú og standa á spýtu og fleyta sér áfram með rá. Þarna gékk á ýmsu og var varla til þurr þráöur á þátttakendum. Engin verölaun voru I boði en séð svo um að allir gátu veriö með og starfað sam- an. Ég mátil meðaðsegjafráþvi, að flokkurinn Momsur úr Heiða- búum vann Ijósmyndakeppni mótsins Þau fundu ýmislegt dót á víðavangi og bjuggu til karl. Fastar reglur voru um hátta- tima. Allir áttu aö vera komnir inn á sitt svæði hálftima fyrir kyrrð. en þaö var kl. 24. Næstu daga unnu flokkarnir við þessi verkefni, en dagskrá var á hverju kvöldi: Mánudagskvöld 27. Júlivar sameiginlegur Kjarna- varðeldur Þriöjudagskvöldlö 28. júli Viðavangsleikir Mlövlku- dagskvöld 29. júli Boðvaröeldur Þá var okkur Heiðabúum og Vik- ver|um boðið til skátafélagsins Dalbua ur Reyk|avik Mættum við á þeirra torg kl 9 með varð- eldaatriði, 25 Itr m|ólk og 60 knnglur, en þær þóttu alveg sér- staklega góðar fyrir norðan Það heyrðist eftir bakara a Akureyri að hann heldi að halda mætti skátamót og kringlur eingöngu i fæði. Hjá Dalbúum var mikið fjör og skemmtilegt og endaði varð- eldurinn með sameiginlegri kakódrykkju. Fimmtudagskvöld- iö 30. júlí var torgvarðeldur. Þá komu þeir sem voru saman á torgi saman til að skemmta sér. Klukkan 14. föstudaginn 31. júli komu forsætisráðherra og menntamálaráðherra ásamt konum sínum og einnig nokkrir alþingismenn, í heimsókn. Gengu þeir um svæðið með mótsstjórn en var síöan boðið til afmælisveislu. Allir skátar sem áttu afmæli mótsdagana voru mættir við hátíðarpallinn. 6 fermetra terta var bökuð og var öllum á mótinu boðið í afmælisveisluna. Afmæl- isbörnin voru kynnt og fenguaf- mælisgjöf. Sungið var, þau eiga afmæli í dag, o.m.fl. Kl. 17 var gengið til trjálundar þess sem skátar höfðu veriö að planta i. Þar hafði verið hlaðin varða, minnismerki mótsins. Hvert fé- lag hafði komið með sæsorfið grjót frá heimabyggð sinni og merkt það félagi sínu. Var öllum þessum steinum raðað saman i vörðuna. Menntamálaráðherra flutti ávarp við vörðuna er hún hafði verið afhjúpuö. Á föstu- dagskvöldið var Tivolikvöld. Alveg frábært. Hvert félag kom með sitt atriöi og voru þau mjög fjölbreytileg. Hver skáti fékk 4 miða hjá fararstjóra sinum, en svo fékk félagiö einn miða hjá hverjum þeim sem reyndi hans atriði. Þá miða gat félagið svo út- hlutaö til sinna skáta. Kl. 00.30 var flugeldasýning, og kyrrð kl. 1.00 Laugardaginn 1. ágúst var al- mennur heimsóknardagur Aöal veislumatur mótsins var á laug- ardagskvöldið, en þá voru kjúkl- ingapartar soönir i5stórum pott- um og grillaöir á hlóöum, ávaxta- salat borið með og sætsúpa á eftir. Um kvöldiö var aðal varð- eldur mótsins Þar mættum við með varöeldaatriöi eftir Helga S. Jónsson o.fl , mikiö sungið og kenndir hreyfileikir. Þegar varðeldi lauk stóðu allir skát- arnir upp og sungu „Tengjum fastara bræðralagsbogann" og kvöldvakan endaöi á því aö allir skátarnir kveiktu i kyndlum þeim Framh. á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.