Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 28
Fimmtudagur 17. desemoer 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Strákar í draumaferð Ferð 5. flokks KFK til Færeyja Dagana 1.-7. júlisl. var 18manna hópurlrá Knattspyrnufélagi Kefla- vikur i Fær eyjum, í boöi færeyska liösins Kyndils í Þórshöfn. Þátttak- endur i þessari ferö voru 14 strákar 11-12 ára úr 5. flokki KFK i knatt- spyrnu, tveir fararstjórar ásamt tveimur aöstoöarmönnum 13 og 14 ára. Þessi ferö var öllum sem i henni voru, eftirminnileg og móttökur alveg frábærar i alla staöi, öllum færeyingum til mikils sóma. FLOGIÐ/EKKI FLOGIO/ FLOGIÐ Ekki virtist þessi ferð aetla að takast vel í upphafi, alla vega varð að stytta ferðina um einn dag, þar sem ekki var hægt að fljúga út eins og áætlaö hafði verið, 30. júní, vegna þoku. En daginn eftir var ekkert til fyrir- töðu og urðu strákarnir að von- um ánægðir. Eftir ekki alltof langa flugferð var lent í Færeyj- um á eyju sem heitir Vágar. Á flugvöllinn var mættur rútubíl- stjóri sem sagðist vera kominn til að sækja okkur. Hann ók okkur að ferjustaðnum, en þá hittist illa á, ferjan full, svo við urðum að bíða í meiraeneinaklukkustund. Svo kom ferjan og flutti okkur yfir Vestmannasund, sem er mjög straumhart og verður ferjan aðsnúastefni upp ístraum inn og siglir sannast aö segja á hlið yfir til bæjarins Vestmanna á Streymoy. Þaðan var ekið sem leiö lá til Þórshafnar og farið beint upp í íþróttahöll. Þar var tekið vel á móti okkur og boðið upp á pylsur og gos, sem var vel þegið eftir erfiða ferð. HANDKNATTLEIKUR, HVAÐ ER ÞAÐ? En eins og menn muna var Adam ekki lengi í Paradísog ekki heldur strákarnir i friði að borða pylsurnar. Þeir misstu nærri mat- arlystina er okkur var tilkynnt að þeir yrðu að vera tilbúnir að leika handknattleik eftir 25 mínútur! Kom þá í Ijós, að liöið var óvænt orðiö þátttakandi í 25 ára afmælismóti Kyndils, og varð því að leika handknattleik, en ferðin jú aðallega keppnisferð í knatt- spyrnu og strákarnir aðeins búnir undirþað. Varnemavonað einum yröi að orði: „Handknatt- leikur, hvað er þaö?‘‘. En strák- arnir létu þetta ekki hafa slæm áhrif á sig og keppt bara í hand- knattleik án þess að kunna mikið í þeirri íþróttagrein. f þessum fyrsta leik mættu þeir liði gest- gjafanna og lauk honum með góðum sigri Kyndils, 8:3, eftir að staðan hafði verið um tíma 3:3. Ekki var hægt að ætlast til mikils meira af strákunum eftir allar þessarflug-, ferju-og bilferðirog auk þess gott pylsuát. Eftir leikinn kom að sjálfsögðu rúsínan í pylsuendanum, ef rús- ínu ætti að kalla, því þá kom í Ijós að hópurinn átti ekki að sofa saman í skóla, heldur einn og tveir saman á heimilum. Nú sló þögn á strákana, svo þutu þeir allir í felur inn i fatahengi og þegar kom í Ijós að nokkrir áttu að sofa á heimilum stelpna, guf- uðu þeir allir upp! Eftir nokkrar fortölur fararstjóra tóku strák- arnir aftur trú á þetta jarðlif og var hægt að skipta þeim niður á heimilin. Fóru nú allirtil sínsnýja „heimilis", einn eða tveir yfir- leitt, en á eitt heimilið 4 saman. Um kvöldiðhugðustfararstjór- ar hughreysta sína stráka og var ekið á öll heimilin, en strákarnir höfðu bara ekki tíma til að tala við þá, sögðust bara hitta þá á morgun. Þá var augljóst að Adam var kominn aftur í Paradís. VIÐ VINNUM DANI Að morgni næsta dags var leikið við Færeyjameistarana Neistan og þetta vel samhæfða lið vann strákana 11:2. Seinna um daginn léku strákarnir við danska liðið Næsby, og nú voru það stoltir litlir Islendingar sem gengu inn á völlinn, ákveðnir íað gera það sem íslendingar sækj- ast hvað mest eftir, þ.e.a.s. vinna Þátttakendurnir i Færeyjaferðinni Dani! Já, og gerðu meira en bara merja sigur, þeir unni Næsby 8:3, og geri aðrir betur án samæfing- ar. Eftir leikinn báðu strákarnir um að fá að losna við að spila fleiri handknattleiki, sögðust heldur vilja reyna sig í knatt- spyrnu. Morguninn eftir var farið með ferju til Eysturoy og leikið á móti félagi sem heitir Toftir. I þeim leik réðu strákarnir öllu en tókst samt ekki að skora fleiri mörk en 6:1. Eftir leikinn var strákunum deilt niður á heimili í mat áður en lagt var af stað með ferjunni um kvöldið. Næstamorgunvarleikið við strákalið fra HB, sem er eitt frægasta félag Færeyja, og þeim leik lauk með góðum sigri KFK, 3:0. Þetta var sérlega góður leikur hjá strákunum, þó þeim tækist ekki að skora fleiri mörk. Um kvöldið var lagt af stað með ferju í langa siglingu til syðstu eyjar Færeyja, Suöuroy, og ekið siðan til bæjarins Vágur í boði íþróttafélagsins þar, og sofið í fyrsta skipti í sal saman. Og nú vildu strákarnir heldur sofa á heimilum. REGNLEIKIR Strax eftir aö snæddur hafði verið morgunverður, var ekiö til syðstu byggðar Færeyja, Sumba og þar var komiö á móti þriggja liða. Þessi lið vory aum KFK, Vágur og Sumba. Bæði þessi liö mættu að miklu leyti með 4. flokks stráka. Mótið hófst með leik KFK-Vágur, og lauk honum með jafntefli, 3:3, þrátt fyrir að KFK væri í nær látlausri sókn. Síðan fór fram leikur Vága og Sumba. Þeim leik lauk með yfir- burðasigri Sumba, 9:1. Á meöan leikirnir fóru fram var úrhellis rigning og urðu KFK- strákarnir að bíða í óupphitaöri rútu þegar leikurinn Vágur- Sumba fór fram. Það voru því kaldir strákar sem þurftu að fara að spila sinn leik við Sumba. Þrátt fyrir bleytu og kulda fóru þeir út, eftir að hafa gert samn- ing við fararstjórn um að ef þeim tækist að vinna þennan erfiða leik, fengju allir kjúkling og kók! Augljóst var að þessi samningur hafði áhrif, strákarnir börðust og staðan í hálfleik var3:0fyrir KFK! Við þessa mótspyrnu gafst lið Sumba upp og mætti ekki til leiks í síðari hálfleik. Það voru slæptir leikmenn sem ekið var til Vágur til að taka saman og náferjunni á Tvöroyri til Þórshafnar um kvöldið. Þangað var komið um miðnætti. Daginn eftir var leikið við lið HB aftur, en nú kom í Ijós þreyta hjá strákunum og leik- gleöin sem verið hafði allan tim- ann var horfin, og létu þeir HB komast í 2:2. FERÐALOK Næsta morgun var lagt af stað til Islands, en ekki komið til Keflavikur fyrr en um kvöldið vegna seinkunar flugs. Ferðin gekk vel i alla staði og frábærar voru móttökur Færeyinga. Strák- arnir voru KFK og Islandi til sóma jafnt i leik sem og utan vall- ar. Færeyingar sögðust vilja fá fleiri slíka hópa, alltof oft kæmu hópar með öðru hugarfari. Þess er vert að geta í lokin, að gott og mikilvægt samstarf var haft við foreldra varðandi undir- búning ferðarinnar, m.a. haldnir tveir fundir fyrir ferðina og siðan haft myndakvöld með foreldrum eftir ferðina. Matthias Viktorsson Brugðiö á leik Á meöan leikirnir í Sumba fóru fram var úrheliis rigning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.