Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 20
80 LÆKNAblaðið 2018/104 Mælingar á svefni og hreyfingu með hröðunarmæli Actigraph GT3X+ hröðunarmælar (ActiSleep by Actigraph Inc. Pensacola Florida, USA) voru notaðir til mælinga á hreyfingu og svefni þátttakenda. Þessir hröðunarmælar mæla og vista hreyf- ingu (slög/mín) í þremur plönum (triaxial). Mælarnir eru hann- aðir fyrir rannsakendur og hafa ekkert notendaviðmót. Mælarnir eru litlir (3,8 cm x 3,7 cm x 1,8 cm) og léttir (27 g) kubbar festir með ól og bornir líkt og úr. Þátttakendur báru hröðunarmæli á úlnlið víkjandi handleggs samfellt í 7 sólarhringa. Hreyfibreyt- ur og svefnbreytur voru reiknaðar í Actilife forritinu (6.13.0) frá Actigraph. Hreyfing var reiknuð sem meðaltal slaga á mínútu á dag (3D-slög/mín/dag) yfir vökutíma vikunnar. Þá nema mælarnir birtustig og því má fylgjast með breytingum á dagsbirtu yfir rann- sóknartímabilið með þeim. Við útreikninga á hvíldartíma, svefnlengd og svefnnýtingu var notast við reikniformúlu Sadeh og félaga, sérstaklega þróaðri fyrir ungmenni.16 Réttmæti og áreiðanleiki Actilife við svefnrannsókn- ir hefur verið borinn saman við svefnrita (polysomnography, PSG) hjá öðrum aldurshópum og mælt er með að staðsetja mælana á úlnið.19 Ungmennin fylltu út svefndagbók þá viku sem þau báru hröðunarmælinn og var dagbókin notuð til að staðfesta svefntíma reiknaðan af Actilife og leiðrétta skekkjur á svefnmati forritsins ef þurfti. Hvíldartími, sá tími sem ráðleggingar um svefnlengd (8-10 klukkustundir) eru miðaðar við,4 var reiknaður í klukkustund- um og mínútum frá þeim tíma sem viðkomandi lagðist til hvílu að kvöldi og þar til hann stóð upp að morgni. Svefnlengd er skil- greind sem sá tími sem þátttakandi sefur í klukkustundum og mínútum en svefnnýting (sleep efficiency) er skilgreind sem hlutfall svefnlengdar af hvíldartíma í prósentum. Hröðunarmælarnir voru fyrirfram stilltir á upphafspunkt mæl- inga og hófust mælingar nokkrum klukkustundum eftir ásetn- ingu mælis, þar sem talið var að þátttakendur væru meðvitaðir um hreyfingu sína fyrstu klukkustundina. Niðurstöður úr mæl- unum töldust gildar ef þátttakendur báru mælana í að minnsta kosti 14 klukkutíma á dag, í þrjá skóladaga og einn frídag. Lengsta svefnlota einstaklings dag hvern var skilgreind sem nætursvefn og aðrar svefnlotur sem daglúrar. Sadeh-reikniformúlan greinir svefn út frá 11 mínútna glugga þar sem 5 lotur aftur í tímann og næstu 5 lotur fram á við eru viðmið um hreyfingu eða kyrrsetu viðkomandi. Daglúrar voru ekki teknir með í útreikninga á svefn- lengd þar sem einungis 15 manns töldust hafa sofnað að deginum, í alls 19 skipti. Mælingar á hreyfingu og svefni með spurningalistum Þátttakendur svöruðu spurningalista á spjaldtölvu um ýmsa þætti tengda heilsu, þar á meðal hreyfingu, þátttöku í íþróttum og lík- amsrækt og svefnvenjur. Samantekt úr spurningalista varðandi líkamlega áreynslu og svefn má sjá á mynd 1. Sem viðmið um að hreyfiráðleggingum Embættis landlæknis væri náð var notast við svar möguleikann „meira en 6 klukku- Mynd 1. Samantekt svarmöguleika úr spurningalista. R A N N S Ó K N Tafla I. Lýsandi tölfræði. Drengir (n=106) Stúlkur (n=160) Allir (n=266) Meðaltal ± SD Meðaltal ± SD Meðaltal ± SD Aldur (ár) 15,8 ± 0,3 15,9 ± 0,3 15,8 ± 0,3 Hæð (cm) 178,4 ± 18,3 166,9 ± 14,4 171,5 ± 8,1 Þyngd (kg) 69,1 ± 12,8 62,0 ± 11,3 64,9 ± 11,0 LÞS (kg/m2) 21,7 ± 3 22,2 ± 3,2 22,0 ± 3,1 Skammstafanir: n, fjöldi þátttakenda. LÞS, líkamsþyngdarstuðull. SD= Standard deviation = staðalfrávik. Tafla II. Niðurstöður úr spurningalista. Fjöldi (hlutfall). Hlutlægar breytur Drengir (n=106) Stúlkur (n=160) Allir (n=266) Samanburður milli kynja p-gildi (χ2 próf) Hreyfing Stundar íþróttir með íþróttafélagi 81 (76,4) 108 (67,5) 189 (71,1) 0,15 Íþróttaiðkun eða hreyfing >6 klst/viku 56 (52,8) 59 (36,9) 115 (43,2) 0,01 Reynir á þig þannig að þú svitnir eða mæðist >6 daga/viku 42 (39,6) 47 (29,4) 89 (33,5) 0,11 Sefur þú nóg? Ég sef of mikið 2 (1,9) 1 (0,6) 3 (1,1) 0,78 Ég sef oftast nóg 53 (50,0) 83 (51,9) 136 (51,1) Ég sef nóg um helming nótta 28 (26,4) 39 (24,4) 67 (25,2) Ég sef mjög sjaldan nóg 23 (21,7) 37 (23,1) 60 (22,6) Skammstafanir: n, fjöldi þátttakenda. P-gildi er reiknað með χ2 prófi milli kynja. Spurning Samantekt svarmöguleika Hversu margar klukkustundir æfir þú íþróttir eða stundar líkamsrækt í venjulegri viku? ≤ 6 klst í viku ≥ 6 klst í viku Hversu oft reynir þú á þig líkamlega þannig að þú mæðist verulega eða svitnir? ≤ 6x í viku ≥ 6x í viku Stundar þú íþróttir? Já Nei Sefur þú nóg? Ég sef of mikið Ég sef oftast nóg Ég sef nóg um helming nátta Ég sef mjög sjaldan nóg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.