Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Síða 23

Læknablaðið - 01.02.2018, Síða 23
LÆKNAblaðið 2018/104 83 hluta til geti útskýrt þennan mun.20 Í nýlegri evrópskri rannsókn21 dró verulega úr hreyfingu af miðlungs eða mikilli ákefð frá aldrin- um 9-15 ára og samhliða jókst kyrrseta, þó meira hjá drengjum en stúlkum. Þessar breytingar á hreyfingu voru þó breytilegar milli landa og landssvæða. Hreyfing mæld með hröðunarmælum minnkaði marktækt hjá báðum kynjum á frídögum samanborið við skóladaga. Skipulögð hreyfing innan skólans gæti útskýrt þennan mun. Hafa ber þó í huga að ungmennin báru hröðunarmælinn allan sólarhringinn yfir rannsóknartímann og minni hreyfingu á frídögum má einnig skýra með auknum hvíldartíma á frídögum þar sem hvíldartím- inn var tæpum tveimur klukkutímum lengri en á skóladögum. Veðurfar og dagsbirta eru hugsanlegir áhrifaþættir hreyfingar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tímabil með rigningu, vindum, lágu hitastigi og snjó geta dregið úr almennri hreyfingu barna og unglinga.22 Þar sem rannsókn okkar fór fram að vori má gera ráð fyrir að bæði dagsbirta og veðurfar gæti hafa haft áhrif á hreyf- ingu ungmennanna. Tengsl dagsbirtu og hreyfingar fundust hjá hópnum þegar hreyfing yfir alla vikuna var skoðuð. Einnig fund- ust marktæk tengsl milli dagsbirtu og hreyfingar hjá stúlkum en ekki drengjum. Rannsóknir á hreyfingu þessa aldurshóps á mis- munandi árstímum gæti varpað frekara ljósi á þessi tengsl veður- fars, hitstigs og dagsbirtu við hreyfingu. Fæst íslensk ungmenni ná viðmiðum um svefnlengd4 á skóla- dögum þegar svefn er metinn út frá hvíldartíma. Þar sem ráð- leggingar um svefnlengd eru byggðar á rannsóknum sem flestar byggja á huglægum mælingum á svefni er æskilegt að bera útreikn- aðan hvíldartíma unglinga, byggðan á háttatíma og fótaferðatíma, saman við almennar svefnráðleggingar þegar hlutlægum mæl- ingum er beitt.4 Á frídögum má sjá að ungmennin bæta við um 1,2 klukkutímum í hvíldartíma miðað við skóladaga sem er þekkt mynstur meðal unglinga.23 Svefnbreytan svefnnýting er notuð, ásamt fleiru, til að meta gæði svefns. Stuðullinn fyrir svefnnýt- ingu segir til um hve hátt hlutfall af hvíldartíma viðkomandi nýtir til svefns en gerir ekki greinarmun á því hvort viðkomandi vakni oft yfir nóttina eða sé lengi að sofna. Því er svefnnýting notuð sem almenn matsbreyta fyrir svefngæði og sem slík er erfitt að setja viðmið um hátt og lágt gildi hennar.24 Hins vegar má auðveldlega bera saman svefnnýtingu einstaklinga milli tímabila. Ekki var munur á svefnnýtingu milli kynja eða á milli frídaga og skóladaga hjá ungmennunum. Ýmsir þættir geta haft áhrif á svefngæði og svefnlengd ung- linga. Dagsbirta er þekktur áhrifavaldur og eykst svefnlengd venjulega yfir veturinn og styttist yfir sumartímann.6,25 Í rann- sókninni fannst ekki samband milli dagsbirtu og hvíldartíma, svefnlengdar eða svefnnýtingar, þrátt fyrir að daginn hafi lengt töluvert á rannsóknartímabilinu (úr 15,1 í 20,5 klukkustundir). Í íslenskri rannsókn á ungmennum um tvítugt frá árinu 1985 fannst heldur ekki munur á svefnlengd einstaklinga að vetri eða að sumri til.26 Ekki hefur fundist munur á svefnlengd íslenskra stúlkna og R A N N S Ó K N Tafla VI. Huglægt mat á hreyfingu borið saman við hlutlægt mat á svefnbreytum. Huglægar mælingar á hreyfingu fengnar úr spurningalista Þátttaka í íþróttum á vegum íþróttafélags Íþróttaiðkun eða hreyfing >6 klst/viku Reynir á þig þannig að þú svitnir eða mæðist >6 daga/viku Já (n=189) Nei (n=77) p Já (n=115) Nei (n=151) p Já (n=89) Nei (n=177) p Svefnbreytur úr hreyfimæli Alla daga Hvíldartími (klst/dag) 7,5 ± 0,7 7,6 ± 0,7 0,422 7,6 ± 0,7 7,6 ± 0,7 0,888 7,5 ± 0,6 7,6 ± 0,7 0,582 Svefntími (klst/dag) 6,6 ± 0,6 7,67 ± 0,7 0,492 6,6 ± 0,6 6,6 ± 0,6 0,729 6,5 ± 0,6 6,6 ± 0,6 0,198 Svefnnýting (%) 87,7 ± 4,0 87,7 ± 4,6 0,939 87,8 ± 4,0 87,6 ± 4,4 0,813 87,1 ± 4,2 88,0 ± 4,2 0,089 Hvíldust >= 8 klst (n, %) 42 (22,2) 19 (24,7) 0,673 30 (26,1) 31 (20,5) 0,293 20 (22,5) 41 (23,2) 0,899 Sváfu >= 8 klst (n, %) 2 (1,1) 3 (3,9) 0,229 1 (0,9) 4 (2,6) 0,259 0 (0,0) 5 (2,8) 0,025 Skóladaga Hvíldartími (klst/dag) 7,1 ± 0,8 7,1 ± 0,8 0,422 7,1 ± 0,7 7,0 ± 0,8 0,888 7,1 ± 0,7 7,0 ± 0,8 0,482 Svefntími (klst/dag) 6,2 ± 0,7 6,2 ± 0,7 0,492 6,2 ± 0,7 6,2 ± 0,7 0,729 6,2 ± 0,6 6,2 ± 0,7 0,881 Svefnnýting (%) 87,9 ± 4,3 87,7 ± 4,9 0,939 87,9 ± 4,5 87,8 ± 4,5 0,813 87,1 ± 4,7 88,2 ± 4,3 0,07 Hvíldust >= 8 klst (n, %) 21 (11,1) 8 (10,4) 0,673 12 (10,4) 17 (11,3) 0,293 11 (12,4) 18 (10,2) 0,601 Sváfu >= 8 klst (n, %) 0 (0,0) 1 (1,3) 0,229 0 (0,0) 1 (0,7) 0,259 0 (0,0) 1 (0,6) 0,319 Frídaga Hvíldartími (klst/dag) 8,4 ± 1,2 8,6 ± 1,1 0,422 8,4 ± 1,2 8,5 ± 1.2 0,888 8,3 ± 1,2 8,5 ± 1,2 0,34 Svefntími (klst/dag) 7,3 ± 1,1 7,5 ± 1,0 0,492 7,4 ± 1,1 7,4 ± 1,1 0,729 7,3 ± 1,1 7,4 ± 1,1 0,233 Svefnnýting (%) 87,3 ± 4,6 87,6 ± 5,1 0,939 87,5 ± 4,4 87,4 ± 5,1 0,813 87,0 ± 4,6 87,6 ± 4,8 0,285 Hvíldust >= 8 klst (n, %) 125 (66,1) 53 (68,8) 0,673 76 (66,1) 102 (67,5) 0,293 57 (64,0) 121 (68,4) 0,487 Sváfu >= 8 klst (n, %) 43 (22,8) 22 (28,6) 0,229 28 (24,3) 37 (24,5) 0,259 22 (24,7) 43 (24,3) 0,94 Skammstafanir: n, fjöldi. %, hlutfall.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.