Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.2018, Side 27

Læknablaðið - 01.02.2018, Side 27
LÆKNAblaðið 2018/104 87 Ef litið er til kjaradeilna opinberra starfsmanna síðustu fjóra áratugi hafa þær verið oft og tíðum langvinnar og harðvítugar. Kjarabarátta þeirra hefur í grunninn gengið út á samanburð við sambærilega hópa á almennum vinnumarkaði ásamt samanburði við aðra eða sambærilega hópa innan hins opinbera vinnumark- aðar. Það sem hefur einkennt kjaradeilur opinberra starfsmanna hér á landi er að það líður langur tími á milli kjarasamninga og þegar ákveðnir hópar opinberra starfsmanna fara af stað í sína kjarabaráttu hafa þeir dregist aftur úr öðrum hópum. Þetta var mjög áberandi í kjaradeilu ljósmæðra árið 2008 og læknaverkfall- inu 2014. Læknar í kjarabaráttu Fljótlega eftir stofnun Læknafélags Íslands, þann 14. janúar 1918, fór að bera á kjarabaráttu lækna. Guðmundur Hannesson segir í Læknablaðinu í janúar 1918: „.. í öllum menningarlöndum hafa læknar komið á fót föstum félagsskap og skipulagi sín á milli, og fleiri eða færri málgögnum til að ræða sín mál. [] Mitt í öllum harðindinum, þrátt fyrir alla dýrtíð og styrjöld, byrja nú íslenskir læknar árið með þessari félagsstofnun, víllausir og alls ósmeikir, til þess að búa betur í haginn fyrir komandi ár ...“13 H. Stefánsson skrifar í Læknablaðið14 um stéttarmál og segir að það ætti ekki að vera ágreiningur um kröfur lækna um launakjör meðal þjóðar og þings: „Öll sanngirni virðist mæla með því, að þau séu ekki minni en sýslu- mannanna. Staða lækna er jafnvandasöm, ábyrgðarmikil og í alla staði ófrjálslegri en þeirra [] Við verðum að krefjast sómasamlegra launa, launa, sem hægt er að lifa af við áhyggjulitlu lífi, svo við getum gefið okkur alla við starfi okkar.“ Á þessum tíma var ekki ljóst hvaða leið væri best að fara til að bæta kjör lækna. Guðmundur Hannesson sagði greiðslur fyrir læknisverk hér á landi langt „fyrir neðan allt það, sem sem dæmi eru til í nágrannalöndunum“15 og gerir hann samanburð á kjörum norskra og íslenskra lækna. Dýrtíð og verðfall peninga á þessum tíma rýrði kjör lækna mjög mikið og tóku allmargir læknar upp á því að setja meira upp fyrir læknisverk en gjald- skráin kvað á um. Guðmundur benti á að við þetta yrði ekki unað og bráðra endurbóta þörf. „Lagaákvæðin eru svo ósann- gjörn, að bæði læknar og alþýða hætta að skeyta um þau,“ ritaði Guðmundur.15 Það voru skiptar skoðanir um það hvaða leið ætti að fara til að leiðrétta og bæta kjör lækna. Ein hugmynd var sú að koma á sama skipulagi hér og í útlöndum, að læknar ákveði sjálfir upphæð fyrir læknisverk. Rökin voru þau að launin væru þóknum fyrir störf í þágu lands og þjóðar eða eins og segir í Læknablaðinu „fyrir að líta eftir að heilbrigðislöggjöf landsins sé fylgt, fyrir ráðstafanir til þess að verja almenning sóttum og ekki síst fyrir að vera tjóðraðir hver í sínu horni, skyldugir til að láta siga sér, nótt sem nýtan dag, út í veður og vind.“15 Útfærslan yrði þá sú að stjórn Læknafélags Íslands, landlæknir og landsstjórn kæmi sér saman um taxtann. Læknar töldu hæpið að Alþingi myndi samþykkja þessa leið. Önnur hugmynd var sú að saminn yrði nýr taxti og hann lagður fyrir Alþingi en stjórn Læknafélags Íslands treysti sér ekki til að gera tillögu um nýjan taxta, slíkt væri mikið vandaverk. Læknastéttinni ætti að gefast kostur á að segja sitt álit á tillögunum og það var mat Læknafélags Ís- lands að óvíst væri hvort Alþingi hefði tekið þessar tillögur um taxtahækkun á dagskrá. Þriðja hugmyndin var að gera kröfu um dýrtíðaruppbót til bráðabrigða á öll læknisverk en halda töxtum óbreyttum. Læknafélag Íslands taldi þessa leið einfaldasta og fór þess á leit við landsstjórnina að hún legði fyrir Alþingi frum- varp „um hækkun á borgun fyrir öll læknisverk sem nemi því er peningar hafa fallið í verði frá 1914-1918“.15 Almenn samstaða var meðal lækna að fara þessa leið og bjuggust þeir við því að þetta yrði auðsótt mál. En raunin varð önnur. Landsstjórnin og fjárveitinganefnd studdi kröfu lækna en meirihluti neðri deildar Alþingis felldi tillögurnar með 15 atkvæðum á móti 10. Stjórn Læknafélags Íslands fjallaði um þessa ákvörðun Alþings. Benti stjórnin á að frá því að íslenskir læknar hófu störf hér á landi þá hafi alltaf verið gott samstarf milli þeirra og landsstjórnarinnar eða Alþingis. En læknum var nóg boðið og lesa má í maíhefti Læknablaðsins árið 1918 eftirfarandi: „En hvað hafa svo læknar lengst af fengið fyrir sitt erfiða starf? Þakklæti sjúk- lings en annars hundsbætur! [] En læknastéttin beygði sig með þögn og þolin- mæði fyrir þingi og stjórn. Og héraðslæknarnir" dóu öreiga og útslitnir. Ekkjur þeirra og börn stóðu með tvær hendur tómar við fráfall þeirra. Og enn eru kjör lækna svo, að þeir færast undan svari, ef útlendingar spyrja um þau, til þess að gera ekki þjóðinni minkunn! [] Meirihluti neðri deildar telur lækna fullsæmda af því, að fá þriðjung af kaupi trésmiða og rúman þriðjung af kaupi algengra daglaunamanna.“16 Viðbrögð lækna voru mjög hörð og einhugur og samstaða meðal lækna var mjög mikil. Fljótlega komu upp hugmyndir um að læknar myndu segja af sér embættum vegna þessa máls. Lækna- félag Íslands spurði símleiðis héraðslækna hvort þeir myndu, ef til þess kæmi, segja embættum sínum lausum. Fimm læknar voru mótfallnir uppsögnum, 28 voru samþykkir. Tillögur lækna fóru Grein eftir Guðmund Hannesson. Læknablaðið 1918; 4: 118-122.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.