Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2018/104 89
innar og skilning þeirra sem munu fá skerta þjónustu og skorað
á stjórnvöld að bregðast hratt við. Mikill samhugur og samstaða
var meðal lækna og nutu þeir mikils stuðnings meðal almenn-
ings. Capacent gerði skoðanakönnun dagana 13.-20. nóvember,
þegar verkfallið stóð sem hæst. Spurt var hvort viðkomandi
styddi kjarabaráttu lækna eða ekki, 85% kvenna studdu kjarabar-
áttuna á móti 71% karla. Stuðningur var mikill á höfuðborgar-
svæðinu, eða 85% á móti 72% stuðningi íbúa á landsbyggðinni.27
Fljótlega fór að bera á kröfum þess efnis að Alþingi myndi
grípa inn í verkfall lækna með lagasetningu. Lög höfðu verið
sett á verkfall Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem störfuðu
hjá Icelandair Group þann 15. maí 2014 og þann 2. apríl 2014 hjá
félagsmönnum Sjómannafélags Ísands sem störfuðu hjá Herjólfi.
Löggjafinn hafði oft gripið til lagasetningar vegna verkfalla, eða
alls 15 sinnum á árunum 1985-2016, þar af 5 sinnum frá árinu
2010.11 Ástæðum lagasetningar vegna vinnudeilna má skipta
í þrennt. Í fyrsta lagi hafa lög verið sett ef efnahagslegt vægi
þjóðarbúsins og stöðugleiki á vinnumarkaði eru í húfi, í öðru lagi
ef heildarhagsmunir atvinnugreinar eru í húfi og í þriðja lagi ef
lögmælt verkefni og framkvæmd þeirra hjá hinu opinbera eru í
húfi. Loks hefur löggjafinn talið heimilt að skerða verkfallsrétt ef
það þjónar ákveðnum almannahagsmunum eða almannaheill er
í húfi. Þáverandi heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson sagði
að það kæmi ekki til greina að setja lög á verkfall lækna, það yrði
að láta reyna á samningsviljann.28
Eins og áður sagði áttu lotuverkföllin að standa fram undir
miðjan desember 2014 og þegar lítið þokaðist í samningsátt sam-
þykktu 98% lækna í atkvæðagreiðslu, í byrjun desember 2014, að
ráðast í harðari verkfallsaðgerðir sem hefjast áttu 5. janúar 2015.
Helsta breytingin varðandi framkvæmd verkfallanna var sú að
hver eining átti að fara í fjögurra daga verkfall þar sem engar
verkfallslausar vikur væru inn á milli.29 Þann 7. og 8. janúar 2015
náðust loks samningar, 11 vikna verkfalli Skurðlæknafélags Ís-
lands og Læknafélags Íslands sem hófst 27. október 2014 var lokið.
Haldnir voru yfir 80 samningafundir hjá samninganefndum
þessara félaga.26 Kjarasamningurinn var til þriggja ára, hann var
afturvirkur til 1. júní 2014. Samningurinn var samþykktur með
miklum meirihluta, eða 91,1% þeirra 734 lækna sem greiddu at-
kvæði.30,31 Samningurinn gilti til 30. apríl 2017. Þann 6. júní 2017
var undirritaður kjarasamningur sem var samþykktur þann 19.
júní. Á kjörskrá voru 926 félagsmenn, þátttaka var 56,6%. Já sögðu
341, eða 65,1%, nei sögðu 164, eða 31,3%, 19, eða 3,6%, skiluðu
auðu. Samningurinn gildir til 28. febrúar 2019.32
Verkfallið hafði mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana,
fresta þurfti 983 skurðaðgerðum, 108 hjartaþræðingum, 1599
myndgreiningum, 4413 dag- og göngudeildarkomum og 725 öðr-
um aðgerðum var frestað. Ekkert alvarlegt atvik var skráð sem
rekja mátti til verkfallsins.33 Samhliða undirritun kjarasamning-
anna, þann 8. janúar 2015, rituðu forsætisráðherra, fjármála- og
efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, formaður Læknafélags
Íslands og varaformaður Skurðlæknafélags Íslands undir yfirlýs-
ingu í 8 liðum. Þar er meðal annars fjallað um leiðir til að skapa
heilbrigðisstarfsmönnum betri starfsskilyrði, aukið samráð verði
haft við lækna varðandi stefnumótun og nýtingu fjármagns og
lögð áhersla á byggingu nýs Landspítala. Ennfremur að laun,
vinnuálag og vaktafyrirkomulag lækna verði samkeppnishæf og
færð nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum.34
Lokaorð
Það er margt sem hægt er að læra af læknaverkfallinu og verkföll-
um opinberra starfsmanna almennt. Bregðast þarf við gagnrýni
opinberra stéttarfélaga í þá veru að samninganefndir ríkisins hafi
ekki nægilega skýrt samningsumboð. Samninganefndir stéttar-
félaga hafa líkt samningaviðræðum við störukeppni og lítill
árangur verið af samningaviðræðum. Níu mánaða samningavið-
ræður lækna við viðsemjendur þar sem voru haldnir yfir 80 form-
legir samningafundir segja allt sem segja þarf. Tryggja þarf opin-
berum starfsmönnum það launaskrið sem á sér stað á gildistíma
kjarasamnings en opinberir starfsmenn hafa í kröfum sínum bent
ítrekað á að þeir hafi dregist aftur úr í launum, annars vegar í
innbyrðis samanburði háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og
hins vegar í samanburði við sambærilega hópa á hinum almenna
vinnumarkaði. Auka þarf dreifstýringu í launasetningu. Veita
þarf opinberum starfsmönnum í ríkara mæli aðgang að sam-
ráðskerfinu, það er að ríkisvaldið bjóði fram ákveðnar lausnir til
að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Samkomulag stjórnvalda og
lækna sem undirritað var samhliða kjarasamningum 2015 er spor
í þá átt.
Heimildir
1. Thompson SL, Salmon JW. Strikes by physicians: A historical perspective toward an ethical evaluation. Int J
Health Serv 2006; 36: 331-54.
2. Frizelle F. Is it ethical for doctors to strike? N Zealand Med J 2006; 119: 6-8.
3. Aacharya RP, Varghese S. Medical Doctors’ Strike: An Ethical Overview with Reference to the Indian
Context. J Clin Res Bioethics 2016; 7: 272.
4. Hicks J. The theory of wages. St. Martin´s Press, New York 1966.
5. Aðalsteinsson GD. Verkföll opinberra starfsmanna á Íslandi. Stjórnmál og stjórnsýsla 2015; 11: 247-68.
6. Cunningham SA, Mitchell K, Narayan KM, Yusuf S. Doctors‘ strikes and mortality: a review. Soc Sci Med
2008; 67: 1784-8.
7. Park JJ, Murray SA. Should doctors strike? J Med Ethics 2014; 40: 341-2.
8. Aðalsteinsson GD. Um verkfallshneigð opinberra starfsmanna. Rannsóknir í félagsvísindum VI. Viðskipta-
og hagfræðideild. Ritstj: Ingjaldur Hannibalsson. Félagsvísindastofnun, Reykjavík 2005: 189-99.
9. Aðalsteinsson GD. Vinnulöggjöfin (lög nr. 80/1938) í 70 ár. Stjórnmál og stjórnsýsla veftímarit 2008; 4: 181-
204.
10. Olgeirsson FG. Saga Bandalags háskólamanna 1958-2008. BHM, Reykjavík 2008.
11. Friðriksson F, Aðalsteinsson GD. Lög á verkföll 1985-2010: Um forsendur lagasetningar. Stjórnmál og stjórn-
sýsla 2010; 6: 151-83.
12. Pálsdóttir D. Verkfall lækna. Læknablaðið 2014; 100: 621.
13. Hannesson G. Læknafélag Íslands. Læknablaðið 1918; 4: 2.
14. Stefánsson H. Stéttarmál. Læknablaðið 1918; 4: 22-4.
15. Hannesson G. Læknafélag Íslands. Læknablaðið 1918; 4: 56-8.
16. Stjórn Læknafélags Íslands. Sómastrik Alþingis. Hverju svarar læknastéttin? Læknablaðið 1918; 4: 65-7.
17. Bjarnhéðinsson S. Pílagrímsför læknamálsins á Alþingi 1918. Læknablaðið 1918; 4: 107-8.
18. Læknar hætta störfum á sjúkrahúsum. Morgunblaðið 1962, 1. nóvember: 1.
19. Öngþveiti í læknamálum Landspítalans. Þjóðviljinn 1966, 5. apríl: 1.
20. 70 sjúkrahúslæknar hafa sagt upp. Vísir 1972, 10. maí: 1.
21. Uppsagnir en ekki verkfall. Alþýðublaðið 1972, 20. maí: 6.
22. Stjórnvöld móti stefnu fyrir lok árs. Mbl.is 2013, 12. október. mbl.is/frettir/innlent/2013/10/12/stjornvold_
moti_stefnu_fyrir_lok_ars/ - janúar 2018.
23. Liðlega 110 færri læknar en 2009. Mbl.is 2014, 18. október. mbl.is/frettir/innlent/2014/10/18/lidlega_110_
faerri_laeknar_en_2009/ - janúar 2018.
24. Læknar stofna verkfallssjóð. Mbl.is 2013, 16. október. mbl.is/frettir/innlent/2013/10/16/laeknar_stofna_verk-
fallssjod/ - janúar 2018.
25 Sigurjónsson H. „Stórt skref til bættra kjara íslenskra lækna.“ Læknablaðið 2015; 101: 102-3.
26. Ríkissáttasemjari. Ársskýrsla ríkissáttasemjara. Reykjavík 2014.
27. Ísleifsson A. Mikill meirihluti styður kjarabaráttu lækna. Vísir.is 2014, 1. desember. visir.is/g/2014141209914/
mikill-meirihluti-stydur-kjarabarattu-laekna - janúar 2018.
28. Vill ekki láta setja lög á verkfall lækna. Rúv.is 2014, 28. október. ruv.is/frett/vill-ekki-lata-setja-log-a-verkfall-
-laekna - janúar 2018.
29. Harðari aðgerðir á nýju ári. Mbl.is 2014, 13. desember. mbl.is/frettir/innlent/2014/12/13/hardari_adgerdir_a_
nyju_ari/ - janúar 2018.
30. Læknar samþykktu nýjan kjarasamning. Vísir.is 2015, 17. janúar. visir.is/g/2015150119160 - janúar 2018.
31. Ritstjórn Kjarnans. Yfir 90 prósent lækna samþykktu nýjan kjarasamning. Kjarninn.is 2015, 10. janúar.
kjarninn.is/frettir/yfir-90-prosent-laekna-samthykktu-nyjan-kjarasamning/ - janúar 2018.
32. Gunnarsson JA. Nýr kjarasamningur lækna samþykktur. Kjarninn.is 2017, 10. júlí. kjarninn.is/frettir/
2017-07-10-nyr-kjarasamningur-laekna-samthykktur/ - janúar 2018
33. Embætti landlæknis. Áhrif verkfalls lækna frá október 2014 til janúar 2015. Embætti landlæknis, Reykjavík
2015.
34. Stjórnarráð Íslands. Yfirlýsing forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra,
Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands í tengslum við gerð kjarasamninga lækna. Stjórnarráð
Íslands, Reykjavík 2015.