Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 34
94 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmis- fræði við læknadeild Háskóla Íslands, forstöðunáttúrufræðingur á ónæmis- fræðideild Landspítala og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, er handhafi heiðursverðlauna úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 2017. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti Ingileif verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu þann 27. desember. Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vísindum eða fræðum og miðlað þekk- ingu sinni til framfara í íslensku þjóðfé- lagi. Þetta var í 49. sinn sem verðlaunin eru veitt. Ingileif hefur stýrt bóluefnarannsóknum við ónæmisfræðideild Landspítala frá árinu 1997 og rannsóknum smit- og bólgu- sjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2005 ásamt því að starfa sem pró- fessor við Háskóla Íslands frá árinu 2006. Hún var dósent í ónæmisfræði við lækna- deild Háskóla Íslands frá 2000 til 2005 og dósent í ónæmisfræði við Hjúkrunarfræði- deild Háskóla Íslands frá 1994-1999. Ingileif er í fremstu röð íslenska vís- indamanna í lífvísindum og þátttakandi og stjórnandi í rannsóknasamstarfi með vísindafólki frá virtum háskólum og rannsóknastofnunum bæði innan lands og utan. Hún hefur ritað ótal greinar í alþjóð- leg og virt ritrýnd vísindatímarit auk þess að hafa setið í ritnefndum virtra tímarita á sviðum ónæmisfræða. Hún hefur leiðbeint fjölda nema í rannsóknarnámi, í BS-, MS- og doktorsnámi. Ingileif sat í Vísinda- og tækniráði frá árinu 2003 til 2009 og hefur gegnt formennsku Vísindasiðanefndar Íslands og Norrænu vísindasiðanefndar- innar auk þess sem hún sat fyrir Íslands hönd í stjórnarnefnd um 4., 5., og 6. rann- sóknaráætlun Evrópusambandsins. Læknablaðinu lék hugur á að kynna nánar rannsóknir Ingileifar og samstarfs- manna hennar og fékk hana til að segja frá rannsóknarferli sínum. Áherslan færðist yfir á bólusetningar „Þegar ég kom heim frá doktorsnámi mínu í Stokkhólmi 1984 fékk ég rannsóknar- stöðu við læknadeild Háskóla Íslands með aðstöðu á ónæmisdeild Landspítala. Þar vann ég í nokkur ár hjá prófessor Helga Valdimarssyni að rannsóknum á þætti ónæmiskerfisins í meingerð Psoriasis, einkum ónæmisviðbrögðum í húð og blóði og einnig tengslum við hálsbólgusýkingar af völdum streptókokka. Síðan færðist áherslan yfir á bólusetningar og ég fór að vinna að rannsóknum á bólusetningum gegn pneumókokkum, sem valda lungna- bólgu en einnig eyrnabólgu í börnum og blóðsýkingu. Við gerðum rannsókn á fullorðnum einstaklingum sem voru bólu- settir með fjölsykrubóluefni og við mæld- um magn, gerð og verndargetu mótefna sem þeir mynduðu, það var skemmtileg rannsókn. Við hófum síðan samstarf við tvo frumkvöðla á Heilbrigðistofnun Bandaríkjanna, John B. Robbins og Rachel Schneerson, sem höfðu þróað próteintengt fjölsykrubóluefni gegn lungnabólgubakt- eríunni. Fjölsykrubóluefnið sem gefið er fullorðnum vekur ekkert ónæmissvar í börnum, en bóluefnið sem þau höfðu þróað byggir á því að hengja fjölsykrurnar við prótein og þá fæst miklu betra ónæm- issvar hjá börnum frá nokkurra mánaða aldri.“ Þegar Ingileif er beðin að lýsa rann- sókninni nánar segir hún: „Rannsóknarvinnan var tvíþætt, annars vegar gerðum við klínískar rann- sóknir á börnum frá þriggja mánaða aldri og á ungum fullorðnum og eldra fólki með lungnaþembu. Þetta gaf mjög góðan árangur og var með fyrstu tilraunum sem gerðar voru með próteintengdu fjölsykru- bóluefni gegn pneumókokkum í fólki. Í framhaldinu fórum við í samstarf við lyf- jafyrirtæki sem voru að þróa próteintengd fjölsykrubóluefni gegn mörgum stofn- um bakteríunnar. Við gerðum nokkrar klínískar rannsóknir hér sem voru meðal annars doktorsverkefni Sigurveigar Þ. Sigurðardóttur barnalæknis, en hún sá um klínískan þátt rannsóknanna og ég um mælingarnar á ónæmissvörum.“ Bólusetningar þungaðra kvenna til verndar nýburum „Samtímis setti ég upp rannsóknir á músum þar sem við prófuðum bóluefni með svokölluðum ónæmisglæðum, sem eru efni sem hvetja ónæmissvarið, og Bólusetningar eru besta forvörnin gegn smitsjúkdómum – segir Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.