Læknablaðið - 01.02.2018, Síða 36
96 LÆKNAblaðið 2018/104
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
þroskuðust kímstöðvarnar í eitilvef fyrr en
ella, en þær eru eins konar uppeldisstöðv-
ar fyrir mótefnamyndandi ónæmisfrumur
sem gerir það að verkum þær þroskast
fyrr og fara fyrr inn í beinmerginn þar
sem þær framleiða síðan mótefni í lengri
tíma. Undanfarin ár höfum við verið að
skoða ýmsa aðra ónæmisglæða og kanna
hvaða áhrif þeir hafa og reyna að skilja
hvaða ferlar það eru sem þeir hafa áhrif á.
Við höfum beint sjónum okkar að milta,
eitlum og beinmergnum. Við höfum sýnt
að mótefnaseytandi B-frumur sem fara í
beinmerginn lifa stutt í nýburamúsum,
en með því að gefa ónæmisglæða haldast
þær lifandi vikum og mánuðum saman.
Með þessu myndast ónæmið mun fyrr og
helst lengur en það myndi annars gera.
Áherslan í rannsóknum mínum og þeirra
sem starfa með mér hefur beinst að þessu:
hvaða frumur seyta lifunarboðunum í
beinmerg og hvaða þættir það eru í ónæm-
iskerfinu öllu sem ónæmisglæðarnir hafa
áhrif á og bæta ónæmissvör nýbura.“
Minna magn bóluefnis með ónæmisglæðum
„Núna erum við að skoða hvort ónæmis-
glæðarnir hafa áhrif á tjáningu ákveðinna
gena og hvaða líffræðilegu ferlar það
eru sem skipta máli. Þannig erum við
að tengja öll þau áhrif á ónæmiskerfið
sem við getum mælt, mótefnamagn,
T-frumu starfsemi, lifun B-frumna og
minnisfrumna við aukna tjáningu á
ákveðnum genum og virkni líffræðilegra
ferla. Það er mikill áhugi á að nota ónæm-
isglæða en sumir þeirra eru toxískir og
valda bólgulíkum einkennum sem hvetja
ónæmissvarið, en má ekki vera of mikið.
Unnið er að þróun ónæmisglæða sem
hafa sem jákvæðust áhrif en valda sem
minnstum aukaverkunum. Við höfum
líka gert rannsóknir á bólusetningu gegn
meningókokkum sem valda heilahimnu-
bólgu, bæði meningókokkum B og C.
Einnig höfum við unnið að rannsóknum
á bólusetningum nýburamúsa gegn ýms-
um stofnum inflúensu. Eitt af því sem við
höfum sýnt fram á er að með því að gefa
ónæmisglæða má minnka skammtinn af
bóluefninu sjálfu en fá fram verndandi
ónæmissvar. Þetta er mikilvægt því þegar
stefnir í faraldur af inflúensu nýtist bólu-
efnið fleirum en einn stærsti flöskuhálsinn
er getan til að framleiða nægilegt magn af
bóluefni fyrir alla, því tíminn sem gefst
frá því að inflúensustofninn er greindur
og þar til bóluefnið þarf að vera tilbúið er
aðeins nokkrir mánuðir. Rannsóknir bein-
ast núna meðal annars að þróun fjölvirks
bóluefnis sem getur verndað gegn mörg-
um stofnum inflúensu og einnig að nýjum
og hraðvirkari aðferðum til framleiðslu
bóluefna. Doktorsnemar, mastersnemar og
nýdoktorar hafa unnið með mér að þess-
um rannsóknum, frábært teymi á ónæm-
isfræðadeild Landspítalans. Dr. Stefanía P.
Bjarnarson, dósent við læknadeild, hefur
unnið með mér í áratug og er nú að taka
við þessum rannsóknum. Við trúum því
að aukinn skilningur á því hvernig má yf-
irvinna takmarkanir í ónæmiskerfi nýbura
geti leitt til betri og öruggari bólusetninga.
Síðastliðin 10 ár hef ég samhliða starfi
mínu við læknadeild unnið hjá Íslenskri
erfðagreiningu. Ég hef meðal annars
unnið að rannsóknum á erfðafræði berkla.
Rannsókn okkar sem birtist í fyrra var
merkileg fyrir margra hluta sakir, berklum
hefur verið nær útrýmt á Íslandi en við
skráðum allar tiltækar upplýsingar um
berkla á 20. öldinni á Íslandi og fengum
rúmlega 4000 af þeim rúmlega 11.000
Íslendingum sem höfðu fengið berkla til
að taka þátt. Þetta er fyrsta stóra erfða-
rannsóknin á berklum meðal fólks af
evrópskum uppruna sem sýnir fram á
tengsl erfðabreytileika sem tengjast hætt-
unni á að fá berkla. Þeir erfðabreytileikar
eru á svokölluðu HLA svæði á litningi
6, sem stýrir ónæmissvörum líkamans,
og hefði því ekki átt að koma á óvart.
Annars er ótrúlega lítið vitað um erfða-
breytileika sem tengjast smitsjúkdómum,
þar er sýkillinn sjálfur svo yfirgnæfandi
áhættuþáttur að þar er erfitt að finna áhrif
erfða. Ég hef líka verið að vinna hér hjá ÍE
að rannsókn á áhrifum erfða og annarra
þátta á svör við bólusetningum. Við
vorum að birta niðurstöður úr rannsókn
á áhrif aldurs, kyns og undirliggjandi
Ingileif tók við verðlaunum úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands,
við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu þann 27. desember síðastliðinn. Ljósmynd Árni Sæberg.