Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 41

Læknablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 41
LÆKNAblaðið 2018/104 101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Tónlist átti þó eftir að hljóma meira á Læknadögunum því Óttar Guðmunds- son ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum og Hildigunni Einarsdóttur sópransöngkonu fluttu dagskrá helgaða tónskáldinu og lækninum Sigvalda Kaldalóns á þriðju- dagskvöldinu. Var það endurtekinn flutningur frá fyrra ári sem segir sitt um vinsældirnar. „Þetta var svo flott dagskrá að það var eiginlega synd að RÚV var ekki á staðnum til að taka upp og flytja síðar í sjónvarpinu,“ segir Sólveig. Áhorfendur troðfylltu Norðurljós og þeirra á meðal var Auðólfur Gunnarsson læknir. Hann sendi Læknablaðinu eftirfar- andi frásögn og vísu af þessu tilefni: Vísan varð til á fögru sumarkvöldi, þegar við Unnur kona mín gistum, ásamt Jóni G. Stefánssyni og Helgu Hann- esdóttur geðlæknum, í læknisbústað Sigvalda Kaldalóns að Árnesi á Snæfjallaströnd, sem þá hafði verið gerður upp nýlega fyrir bændagistingu. Eigandi jarðarinnar hafði farist veturinn áður í hræðilegu flugslysi í Ljósufjöllum á Snæfells- Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir talaði um land og lýð í spænsku veikinni 1918. Nútíminn var þá kominn með ann- an fótinn til landsins með kvikmynda- húsum og blaða- og tímaritaútgáfu og þá var þessi mynd til dæmis í bíó í Reykjavík: Hearts Afire með stórstjörn- unni Clara Kimball Young. Hann ræddi líka almennt um flensur og ýmis fár, og þann viðbúnað sem til er hérlendis ef slík vá kæmi upp aftur. Björn Hjálmarsson, Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Katrín Davíðsdóttir, Eyjólfur Örn Jónsson og Óli Örn Atlason – frummælendur á þinginu um skjánotkun barna og unglinga, og Katrín stýrði fundi. Efnið var bæði ógnvekjandi og áhugavekjandi, - nær því hvert mannsbarn er öllum stundum á netinu, - hvaða afleiðingar hefur það í alvörunni? Upplýsingar um mæðradauða og keisaraskurði á heimsvísu, úr gögnum WHO sem Costello sýndi afmælisgestum. Fimmtán læknar voru gerðir að heiðursfélögum Læknafélags Íslands á stóru 100 ára afmæl- ishátíðinni í Eldborg: Tryggvi Ás- mundsson, Tómas Zoëga, Sveinn Magnússon, Þorbjörn Jónsson, Páll Ásmundsson, Sigurður V. Sigurjónsson, Katrín Fjeldsted, Sigurður Guðmundsson, Jón Sig- urðsson, Guðmundur Björnsson, Birna Jónsdóttir, Guðmundur I. Eyjólfsson, Guðmundur Odds- son, Haukur Heiðar Ingólfsson og Jóhann Heiðar Jóhannsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.