Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Síða 49

Læknablaðið - 01.02.2018, Síða 49
LÆKNAblaðið 2018/104 109 og fái önnur tauga- og geðlyf í miklum mæli ásamt örvandi lyfjum. Íslendingar nota meira af ýmsum ávanabindandi lyfj- um en flestar þjóðir og tengsl virðast vera á milli ávísaðs magns lyfjanna og mis- notkunar. Misnotkun lyfja er síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólög- legra efna og því er það stefna Embættis landlæknis að takmarka hana sem mest, enda eitt af hlutverkum embættisins að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun. Að lokum vill Embætti landlæknis leggja áherslu á að þegar örvandi lyf eru notuð á réttan hátt af réttum sjúklingi hafa þau oftast afgerandi þýðingu fyrir lífsgæði viðkomandi einstaklings. Heimildir 1. Lyfjagagnagrunnur Embættis landlæknis. 2. Mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands. 3. Lakhan SE, Kirchgessner A. Prescription stimulants in individuals with and without attention deficit hyper- activity disorder: misuse, cognitive impact, and adverse effects. Brain Behav 2012; 2: 661-77. Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir eftir afleysinga læknum við starfsstöðvarnar á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki HSN auglýsir eftir læknum í sumarafleysingar við HSN á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, með möguleika á áframhaldandi afleysingum. Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfsstöð. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Íslenskt lækningaleyfi ● Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni ● Áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ● Ökuleyfi Helstu verkefni: ● Almennar lækningar og heilsuvernd ● Vaktþjónusta ● Læknisþjónusta á sjúkra- og hjúkrunarsviði (Sauðárkróki og Húsavík). Tekið er á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu stofnunarinnar www.hsn.is eða á síðunni www.starfatorg.is/ Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, upplýsingar um læknismenntun og staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast í tvíriti til mannauðsstjóra HSN, Hafnarstræti 99, 600 Akureyri. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur um störfin er til 25. febrúar 2018 og eru þau veitt skv. nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um störfin veita: Á Sauðárkróki Þorsteinn M. Þorsteinsson, yfirlæknir HSN Sauðárkróki í síma 455-4000, netfang: thorsteinn@hskrokur.is Á Akureyri Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri í síma 460-4600, netfang: jon.torfi.halldorsson@hsn.is Á Húsavík Unnsteinn I. Júlíusson, yfirlæknir HSN Húsavík í síma 464-0500, netfang: unnsteinn.ingi.juliusson@hsn.is Fyrir allar starfsstöðvar HSN Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga HSN í síma 455-4000 netfang: orn.ragnarsson@hsn.is og Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri í síma 892-3091, netfang: thorhallur.hardarson@hsn.is

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.