Morgunblaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Í nýrri doktorsritgerð Skafta Ingi-
marssonar sagnfræðings Íslenskir
kommúnistar og sósíalistar eru fé-
lagaskrár Kommúnistaflokks Ís-
lands og arftaka hans Sameining-
arflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins,
sem störfuðu á árunum 1938 til 1968,
notaðar í fyrsta sinn til að rannsaka
jarðveginn sem flokkarnir voru
sprottnir úr. Sambærilegar fé-
lagaskrár eru ekki til í öðrum lönd-
um, svo kunnugt sé. Skafti nýtir
heimildirnar til að greina félagslegan
bakgrunn og samfélagslega stöðu
flokksmanna út frá þáttum á borð við
aldur, kynferði, búsetu, menntun, at-
vinnu, stétt, hjúskaparstöðu, fjöl-
skyldustærð og aðild að trúfélögum.
Hann kannar hverjir gengu í flokk-
ana og hvaðan af landinu félagsmenn
voru upprunnir.
Fram að þessu hafa rannsóknir á
starfi íslenskra kommúnista einkum
beinst að tengslum þeirra við heims-
samtök kommúnista og stjórnvöld í
Moskvu á dögum Sovétríkjanna.
Skafti segir að þótt kommúnista-
hreyfingin á Íslandi hafi verið hluti
alþjóðlegrar hreyfingar og lotið um
tíma erlendu valdi útskýri það ekki af
hverju íslenskum kommúnistum
tókst að gera flokk sinn að fjölda-
hreyfingu, ólíkt því sem gerðist í
flestum nágrannalöndunum. Hann
bendir á að í lok síðari heimsstyrj-
aldar hafi hreyfing róttækra ís-
lenskra sósíalista verið ein hin
stærsta sinnar tegundar í Vestur-
Evrópu. Innlendir þættir frekar en
erlendir hafi ráðið mestu um þetta.
„Karlægir flokkar“
Það var Kjartan Ólafsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Sósíalista-
flokksins, sem fann félagatal
Kommúnistaflokksins fyrir tilviljun
árið 1969, en Skafti hafði uppi á fé-
lagatali Sósíalistaflokksins frá ár-
unum 1961-1962 á Þjóðskjalasafninu
árið 2011. Samtals hafa þessar fé-
lagaskrár að geyma nöfn 2.911 ein-
staklinga sem voru skráðir í annan
hvorn eða báða flokkana. Skafti safn-
aði síðan viðbótarupplýsingum um
flokksmenn með ítarleit í mann-
tölum, sóknarmanntölum, íbúask-
rám, útsvarsskrám, Íslendingabók
og kirkjubókum. Alls fundust rúm-
lega 95 prósent skráðra félaga í
Kommúnistaflokknum og 99 prósent
skráðra félaga í Sósíalistaflokknum í
þessum heimildum. Einnig var í
rannsókninni stuðst við fundargerð-
arbækur flokkanna og bréfasöfn for-
ystumanna þeirra.
Meðal niðurstaðna í ritgerðinni er
að flokkarnir hafi báðir verið „karl-
lægir“: Rúmlega þrír fjórðu hlutar
félaganna voru karlar, en tæplega
fjórðungur konur. Mikill munur var
líka á stöðu kynjanna í flokkunum, en
forystusveit þeirra var nær eingöngu
skipuð körlum. Skafti segir að þessi
staðreynd endurspegli það ríkjandi
viðhorf fram eftir 20. öld að þátttaka
í stjórnmálum væri frekar fyrir karla
en konur auk þess sem margt bendir
til þess að herská flokksmenning
kommúnista hafi höfðað síður til
kvenna en karla. Stefnumál flokk-
anna um bættan hag kvenna hafi
ekki náð að vega þar á móti.
Flokkar verkalýðsins
Flokkarnir voru báðir verka-
mannaflokkar í þeim skilningi að
meirihluti félaganna var ófaglærður.
Verkamenn voru stærsti einstaki
hópurinn, tæplega fjórðungur í
Kommúnistaflokknum á móti fimmt-
ungi í Sósíalistaflokknum. Aðrir stór-
ir hópar voru húsmæður og sjómenn,
en hinum síðarnefndu fækkaði mjög í
flokkunum þegar fram liðu stundir
vegna færri starfa í „frumfram-
leiðslugreinum“ þegar leið á 20. öld-
ina. Menntamenn, sem á þessum
tíma voru flestir kennarar, voru ekki
fjölmennir í flokkunum, en aftur á
móti var flokksforystan skipuð
menntamönnum.
Félagaskrár flokkanna sýna að ný-
liðun í þeim var mest við stofnun
þeirra árin 1930 og 1938, en var þess
utan ekki ýkja mikil. Athygli vekur
að félögum fækkaði mikið í Sósíal-
istaflokknum á stríðsárunum. Fækk-
unina má að nokkru leyti rekja til
þess að fjöldi stuðningsmanna Héð-
ins Valdimarssonar sagði sig endan-
lega úr Sósíalistaflokknum í Reykja-
vík veturinn 1939-1940. Auk þess
veigraði fólk sér við að ganga í flokk-
inn þegar til árekstra kom milli hans
og breska setuliðsins á stríðsárunum.
Í ritgerðinni er sýnt fram á að
vöxtur kommúnista- og sósíalista-
hreyfingarinnar var nátengdur áhrif-
um kommúnista og sósíalista í verka-
lýðshreyfingunni. Á árunum
1930-1938 þróaðist kommúnista-
hreyfingin frá því að vera smáflokk-
ur kommúnista í fjöldaflokk sósíal-
ista, enda var Sósíalistaflokkurinn
mun árifameiri í þjóðlífinu en
Kommúnistaflokkurinn áður.
Þar sem vaxtarmöguleikarnir voru
alltaf mestir í þéttbýlinu við sjávar-
síðuna skiptu áhrif kommúnista inn-
an verkalýðshreyfingarinnar höfuð-
máli varðandi þróun flokkanna. Eitt
af því sem endurspeglaði veika stöðu
Alþýðuflokksins í stjórnmálabarátt-
unni framan af var að verkalýðsfélög
og jafnaðarmannafélög voru ekki
stofnuð á mörgum stærstu þéttbýlis-
stöðum landsins fyrr en á 3. og 4. ára-
tug aldarinnar. Kommúnistar nýttu
sér þennan veikleika með því að
stofna jafnaðarmanna- og verkalýðs-
félög á landsbyggðinni eftir miðjan 3.
áratuginn og urðu þar af leiðandi
mun áhrifameiri innan verkalýðs-
hreyfingarinnar á fjórða áratugnum
en gerðist í nágrannalöndunum.
Fylgi Kommúnistaflokksins og
Sósíalistaflokksins í einstökum
bæjarfélögum sýnir líka að yfirráðin
í verkalýðsfélögunum réðu mestu um
það hvar á landinu hreyfingin festi
rætur og hvar ekki. Kommúnista-
flokkurinn varð ráðandi afl meðal
vinstrimanna í bæjarfélögum þar
sem kommúnistar stjórnuðu verka-
lýðsfélögunum. Flokkurinn átti hins
vegar erfitt uppdráttar í bæjar-
félögum þar sem Alþýðuflokkurinn
hafði tögl og hagldir í verkalýðs-
hreyfingunni.
Margir utan trúfélaga
Meirihluti félaga í flokkunum var í
þjóðkirkjunni, en Skafti segir það
vekja sérstaka athygli hve stór hluti
félaga í Kommúnistaflokknum stóð
utan trúfélaga, eða 28 prósent. Til
samanburðar bendir hann á að í
manntalinu árið 1940 voru 1.857 ein-
staklingar skráðir utan trúfélaga,
eða um 1,5 prósent landsmanna.
Þetta skýrist af því að í stefnuskrá
flokksins er kirkjan skilgreind sem
„andlegt kúgunartæki“ og flokkur-
inn barðist fyrir afnámi allrar trúar-
bragðafræðslu í skólum og aðskilnaði
ríkis og kirkju. Markvisst var unnið
að því að fá flokksmenn til að skrá sig
úr trúfélögum. Hlutfall félagsmanna
Sósíalistaflokksins utan trúfélaga
var umtalsvert lægra, eða 16 pró-
sent. Sósíalistaflokkurinn taldi aðild
að trúfélögum einkamál félaganna en
ekki mál flokksins.
Skafti segir að sérstök áhersla hafi
verið lögð á þrjú atriði í flokksstarf-
inu: hollustu við Sovétríkin, tryggð
við flokkinn og virkni og aga í verka-
lýðsbaráttunni.
Samhjálp hafi einnig verið mikil-
vægur þáttur í starfinu, en kommún-
istar hafi unnið mörg góðverk í þágu
fátæks verkafólks á kreppuárunum.
Starfsemi Kommúnistaflokksins og
Sósíalistaflokksins og hliðarsamtaka
þeirra var hins vegar frábrugðin á
þann hátt að mikilvægi fátækrahjálp-
ar á kreppuárunum vék að mestu
fyrir áherslu á friðarboðskap og bar-
áttu gegn heimsvaldastefnu Banda-
ríkjanna og fylgiríkja þeirra á dögum
kalda stríðsins.
Moskvutengslin
Alþjóðahyggja kommúnismans
kom bæði fram í stefnu og skipulagi
Kommúnistaflokksins. Tengslin við
Alþjóðasambandið í Moskvu skiptu
flokkinn máli í þrennum skilningi. Í
fyrsta lagi fékk flokkurinn töluverð-
an fjárstuðning frá sambandinu, þótt
hann hrykki hvergi nærri fyrir út-
gjöldum hans. Í öðru lagi gerði að-
ildin að sambandinu kommúnistum
kleift að fylgjast betur með alþjóða-
málum, en Komintern gaf út tímarit
og bækur á Vesturlöndum. Í þriðja
lagi gat flokkurinn sent valda félaga
til náms í flokksskólum Komintern í
Moskvu.
Skafti segir að ekki sé þó þar með
sagt að forystumenn Kommúnista-
flokksins hafi lotið vilja ráðamanna í
Moskvu í einu og öllu. Forystumenn
flokkanna hafi reynt að haga stefn-
unni þannig að hún samrýmdist
stefnu Komintern. Útkoman hafi
verið misgóð, en hlustað hafi verið á
röksemdir forystumannanna. Ef
marka megi skjöl sem gerð hafi verið
aðgengileg fræðimönnum í Moskvu
bendi ýmislegt til þess að Komm-
únistaflokkurinn hafi í raun verið
sjálfstæðari gagnvart Komintern en
aðrir aðildarflokkar sambandsins í
Evrópu og að forystumenn hans hafi
stundum farið sínu fram án þess að
sambandið hafi skorist í leikinn
Ein niðurstaða ritgerðarinnar er
sú, að áhersla fræðimanna á alþjóða-
tengsl íslenskra kommúnista –
Moskvutengslin – hefur gert það að
verkum að togstreitan sem var milli
Reykjavíkur og landsbyggðarinnar
innan hreyfingarinnar hefur fallið í
skuggann. Skafti færir rök fyrir því
að togstreitan hafi birst með marg-
víslegum hætti í starfseminni.
Menntamenn höfðu til dæmis mun
meiri áhrif á flokksstarfið í Reykja-
vík en úti á landi. Margir forystu-
manna kommúnista í höfuðstaðnum
komu úr röðum menntamanna en
síður úr hópi verkafólks. Á lands-
byggðinni var þessu hins vegar öfugt
farið. Þar komu flestir forystumenn
hreyfingarinnar úr röðum verkafólks
og sjómanna en síður úr hópi
menntamanna. Fyrir vikið var annar
bragur á flokksstarfinu í Reykjavík
en úti á landi.
Einstakar heimildir varðveist
Hvernig tókst fámennum hópi kommúnista að skapa áhrifamikla fjöldahreyfingu á Íslandi?
Ný doktorsritgerð varpar ljósi á jarðveg Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins á 20. öld
Ljósmynd/Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Öflugir Kommúnistaflokkurinn og arftaki hans Sósíalistaflokkurinn voru öflugir og herskáir. Þeir voru sérstaklega atkvæðamiklir í vinnudeilum og verk-
föllum. Hér eru kommúnistar á útifundi við Alþingishúsið á fjórða áratugnum. Leiðtogi þeirra, Einar Olgeirsson, er í ræðustól.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fræðimaður Dr. Skafti Ingimarsson sagnfræðingur er fræðimaður hjá
AkureyrarAkademíunni en starfar að auki við kennslu fyrir norðan.
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN