Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 LANDSMÓT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsmót hestamanna hafa verið haldin reglulega frá 1950, fyrst á fjögurra ára fresti en síðustu tvo ára- tugina á tveggja ára fresti. Lands- mótin eru mikilvægustu samkomur hestamanna, þar eru hrossaræktin og reiðmennskan gerð upp og staðan tekin. Fyrsta landsmótið, eða landssýn- ingin eins og rætt var um í fyrstu, var haldið á Þingvöllum í júlí 1950. Hún átti sér nokkurn aðdraganda. Mikil- vægust er Þingvallareiðin 1941. Þangað komu hópar frá fjórum hestamannafélögum á Suður- og Vesturlandi og var ákveðið að stefna að stórsýningum á Þingvöllum á nokkurra ára fresti. Fyrsta mótið var þó ekki haldið fyrr en 1950, hálfu ári eftir að Landssamband hestamanna- félaga (LH) var stofnað. Valið milli staða Þegar til kastanna kom voru Þing- vellir ekki jafn sjálfsagður kostur fyrir fyrstu sýninguna og menn höfðu talið. Vitað var að mikill kostn- aður yrði við sýningarhald þar og þeir peningar voru ekki til, eins og fram kemur í riti Steinþórs Gests- sonar um fyrstu árin í sögu LH. Þess vegna var Reykjavík einnig í kort- unum en grunnaðstaða var þar fyrir hendi hjá Fáksmönnum. Niður- staðan varð eigi að síður sú að halda sýninguna á Þingvöllum. Þegar upp var staðið var sérstaða Þingvalla í hugum manna helstu rökin. Menn vildu frekar ríða til Þingvalla en Reykjavíkur. Leyfi fékkst hjá Þingvallanefnd og var mótið haldið á Leirum, neðan Hvannagjár, 6.-9. júlí. Sýnd voru og dæmd kynbótahross og gæðingar. Það er enn uppistaðan í dagskrá landsmóta hestamanna þótt fyrir- komulag og dómar hafi þróast mikið í tímans rás. Búnaðarfélag Íslands, forveri Bændasamtaka Íslands, stóð að kynbótasýningunni og gerir enn. Straumhvörf í hugarfari Kappreiðar með veðbanka- starfsemi voru einnig mikilvægur þáttur í mótinu eins og lengi var og sá dagskrárliður sem margir áhorf- endur komu sérstaklega til að fylgj- ast með og taka þátt í. Litið var á kappreiðarnar sem hliðargrein sem þó væri ekki hægt að hunsa alger- lega. Sýningin var hinn merkasti við- burður, eins og Steinþór Gestsson skrifar. Í fyrsta skipti í sögu hrossa- ræktarinnar var efnt til landssýn- ingar sem einvörðungu var fyrir kyn- bótahross sem talin voru hæf til reiðhestaræktar innan íslenska hrossastofnsins. Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur getur þess í bók sinni, Ættbók og sögu íslenska hestsins, að sýningin hafi skapað straumhvörf í hugum Íslendinga gagnvart hestinum. Menn hafi þar skynjað menningarlegt gildi reið- hestsins og reiðmennskuíþróttar- innar. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi sótt Þingvallamótið, fólk víða að. Það var haft til marks um fjöldann að aðeins Alþingishátíðin 1930 og Lýð- veldishátíðin 1944, sem báðar voru haldnar á Þingvöllum hafi verið fjöl- mennari en hátíð hestamanna. Veðrið ræður miklu Eftir þetta mót voru landsmót haldin á fjögurra ára fresti allt til árs- ins 1998 að skipt var um takt og farið að halda mótin á tveggja ára fresti. Mótin þróuðust mikið. Þannig fjölgaði hrossum smám saman. Á fyrsta mótinu voru 133 hross en þau voru orðin um 800 þegar farið var að halda mótin á tveggja ára fresti. Þá hafa kröfur til hrossanna verið aukn- ar mikið. „Ef maður skoðar myndir frá Vildu frekar ríða til Þingvalla  Fyrsta landsmót hestamanna var haldið við Hvanngjá á Þingvöllum árið 1950  Ein af fjölsóttustu samkomum sem þá höfðu verið haldnar  Landsmótið á Þveráreyrum í Eyjafirði 1954 varð sögulegt Ljósmynd úr Sögu LH í 35 ár Landsmót 1958 Landsmótssvæði var byggt upp í Skógarhólum og þar voru fjögur landsmót haldin. Myndin var tekin þegar hópreið var að hefjast. Morgunblaðið/Golli Landsmót 1994 Knapi tekur hest sinn til kostanna á kynbótasýningu á landsmótinu á Gaddstaðaflötum við Hellu sumarið 1994. Landssamband hestamanna- félaga hafði áhuga á að byggja upp einn fastan landsmótsstað á upphafsárum landsmótanna. Þingvellir voru mönnum alltaf ofarlega í huga, ekki síst eftir velheppnað upphafsmót. Fékkst aðstaða við Skógarhóla á Þing- völlum og ákveðið að byggja þar upp. Steinþór Gestsson segir í sögu LH að hugmyndir um einn landsmótsstað hafi mótast sér- staklega af því að góður staður yrði ekki sómasamlega búinn aðstöðu fyrir menn og hesta án þess að kosta þar miku til. Það yrði aðeins gert ef kröftunum yrði ekki dreift og samstaða hestamanna um staðinn væri al- menn og traust. Raunar heyrð- ust einnig raddir um að ekki væri rétt að binda mótin við einn stað. Skógarhólar á Þingvöllum urðu fyrir valinu. Ráðist var í framkvæmdir en þær gengu hægt vegna fjárskorts. Þar voru þó haldin fjögur mót á árunum 1958 til 1978. Mót á fleiri stöðum Í byrjun sjöunda áratugarins var ákveðið að halda mót norðanlands og urðu Hólar í Hjaltadal fyrir valinu í það skipt- ið. Í þeirri ákvörðun fólst í raun að annað hvert mót skyldi vera norðanlands og hitt í Skógar- hólum. Skógarhólar duttu hins vegar út úr myndinni vegna and- stöðu Þingvallanefndar og ónógrar samstöðu hestamanna um uppbyggingu þar. Þá komu Gaddstaðaflatir við Hellu til sögunnar sem móts- staðurinn sunnanlands. Staðarval fyrir landsmót hefur löngum verið eitt viðkvæmasta málið í röðum hestamanna, oft hefur komið til heiftarlegra deilna og stundum legið við varanlegum klofningi. Þegar kröfur fóru að aukast um aðstöðu fyrir knapa og gesti, ekki síst erlenda gesti sem sóttu mótin í vaxandi mæli, var farið að líta meira til höfuð- borgarsvæðisins. Fyrsta mótið í Reykjavík var haldið árið 2000 og mótið sem haldið verður í sumar verður þriðja mótið á fé- lagssvæði Fáks. Þá hefur verið ákveðið að halda mótið eftir fjögur ár á Kjóavöllum í Kópa- vogi og Garðabæ. Þeir staðir sem einkum eru inni í myndinni nú, auk höfuð- borgarsvæðisins, eru Hella og Hólar í Hjaltadal. Átti að vera fastur mótsstaður UPPBYGGING Í SKÓGARHÓLUM TIL SÖLU Vagnhöfði 7 – 110 Reykjavík Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði Stærð: 1.192,7 fm. Verð: 225.000.000 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur, löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Heil húseign samtals 1.192,7 fm. á tveimur hæðum auk kjallara. Hver hæð er 380 fm. auk sameignarrýma. Jarðhæð skiptist í fjögur sjálfstæð iðnaðarbil með innkeyrsludyrum á hverju rými. 2. hæð er skrifstofuhæð en er notuð sem gistiheimili í dag. Þar eru 18 herbergi, setustofa, eldhús og þrjú salerni. Flísar og parket á gólfi. Upptekið loft er á hæðinni. Í kjallara er lagerhúsnæði, einn stór salur með salerni í enda. Innkeyrsluhurð með aðgengi niður ramp og lofthæð 3,4 m. Stórt bílaplan er við húsið. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun - 534 1020 // sala@jofur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.