Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Eftirminnilegasta landsmót Kára Arnórssonar, fyrrverandi skólastjóra og formanns Lands- sambands hestamannafélaga um árabil, er mótið á Hellu árið 1994. Þá átti hann hryssu, Flugu frá Hnjúki í Vatnsdal, sem fékk fyrstu verð- laun fyrir afkvæmi. „Það var mjög glæsi- legt mót og fram komu ágætir hestar en fólk man sérstaklega eftir því þegar það nær einhverjum ár- angri sjálft. Öll mín hross eru undan Flugu og sum hafa náð langt,“ segir Kári. Kári fór á sitt fyrsta landsmót á Þveráreyrum 1954 og hefur sótt öll mót frá Skógarhólum 1970 og er búinn að kaupa miða á mótið í Reykjavík í sumar. „Þetta er alltaf mikil upplifun, þótt mótin séu misjöfn. Alltaf nýir gæðingar og kynbótahross sem vekja athygli. Þetta er eins og golfið, menn verða sjúkir í að stunda þetta,“ segir Kári um landsmótin. Lífið snýst um hesta Hann er með eigin ræktun á Vindási við Hvolsvöll og ver miklum tíma þar á sumarin. Hann tekur undir þau orð að hestamennskan sé hans lífs- stíll. „Það verður árátta að vera í hestamennsku, hvort sem er reiðmennska eða hrossarækt. Fjölskyldulífið snýst mikið um hesta og hestamennsku og að fylgjast með heima og erlendis. Það hlýtur að vera lífsstíll þegar menn haga lífi sínu töluvert eft- ir áhugamálinu,“ segir Kári Arnórsson. Menn verða sjúkir í að stunda þetta KÁRI ARNÓRSSON Kári Arnórsson fyrstu landsmótunum sér maður að hrossin í dag eru miklu betur tamin og þjálfuð. Það er sérstakt fólk í þessu, menntað til starfa. Ég tel að meiri breyting hafi orðið á reið- mennskunni heldur en kynbótunum þótt þar hafi einnig orðið framfarir,“ segir Kári Arnórsson, hrossarækt- andi og fyrrverandi skólastjóri og forystumaður LH. Mótin voru alltaf vinsæl en fjöldi áhorfenda sveiflaðist þó talsvert. Að- sóknin fór eftir staðsetningu þeirra og ekki síst veðri. Raunar var veður sjaldnast blítt alla landsmótsdagana. Þótti það tíðindum sæta þegar svo var. Rifist um hestaættir Annað landsmót hestamanna var haldið á Þveráreyrum í Eyjafirði sumarið 1954. Það var fyrsta mótið sem Kári sótti, 14 ára gamall. Þá stóðu áhorfendur hringinn í kringum völlinn enda ekki farið að huga að því að gera áhorfendabrekkur hvað þá að koma upp pöllum með sætum. Mótið á Þveráreyrum varð sögulegt. Í fyrsta lagi má nefna að svo mikið úrfelli varð á Öxnadalsheiði og í Skagafirði að allar leiðir að vestan lokuðust. Komust því ekki nærri öll hross og gestir að vestan á mótið. Þá gerðist það að heiftarlegur ágreiningur kom upp í dómnefnd svo hún náði varla að ljúka störfum. Snerist deilan um gildi hrossaætt- anna sem kenndar voru við Horna- fjörð fyrir reiðhestaræktina og samanburð við hross af Svaðastaða- stofninum úr Skagafirði. Hvor fylking hélt sínu fram og Gunnar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur vildi ekki láta dæma Hornafjarðarhrossin niður en varð undir eftir tveggja sólarhringa þræt- ur um daga og nætur, eins og hann segir frá í Ættbók og sögu. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Landsmót 1990 Mótin á áttunda og níunda áratugnum voru vel sótt. Myndin er tekin þegar landsmótið á Vindheimamelum 1990 stóð sem hæst Morgunblaðið/Golli Landsmót 1994 Áhorfendur koma sér vel fyrir í brekkunni á landsmótinu á Gaddstaðaflötum við Hellu. Mörg velheppnuð landsmót hafa verið þar. „Þarna eignaðist ég minn fyrsta hest,“ seg- ir Sigurbjörn Bárðar- son, sigursælasti hestamaður landsins, þegar hann rifjaði upp fyrsta landsmótið. Það var á Hólum í Hjaltadal árið 1966, á fermingar- árinu. „Ég fermdist um vor- ið og það boð hafði verið látið út ganga að drengurinn hefði mik- inn áhuga á hestum og sniðugast væri að gefa honum pening til að kaupa hest,“ segir Sigurbjörn. Einar Örn Grant kom ríðandi frá Akureyri með hóp af trippum. Þar sá Sigur- björn svartskjóttan hest, „indjánahest“, sem rifjaði upp minni úr Roy Rogers-kúrekakvik- myndunum úr Austurbæjarbíói. Hann kostaði 14.500 krónur, Sigurbjörn átti fyrir honum og kaupin voru gerð. „Síðan hef ég mætt á öll mót. Þetta var fullorðinsmannasport en ég keppti á mínu fyrsta móti á Skógarhólum 1970 og komst í verðlauna- sæti,“ segir Sigurbjörn. Eftirminnilegasta mótið hans er þó á Vindheimamelum árið 2006. Skýringin er einföld, fyrir utan veðursældina og sjarmann yfir Skagafirði sem alltaf yljar Sigurbirni um hjartarætur. Hann náði þar góðum árangri með hesta úr eigin ræktun. Það segir hann að hafi verið sérstaklega ánægjulegt og sitji eftir í minningunni. Notaði fermingarpen- ingana til að kaupa hest SIGURBJÖRN BÁRÐARSON Hestamaður Sigurbjörn Bárðarson á Markúsi frá Langholtsparti á landsmóti í Reykjavík árið 2000. Morgunblaðið/Kristinn Heimilislíf eru nýir þættir á Smartlandi í umsjón Mörtu Maríu Jónasdóttur. Í þáttunum heimsækir Marta María áhugaverða Íslendinga sem eiga það sameiginlegt að hafa unun af því að gera vistlegt í kringum sig. Bryndís Torfadóttir er gestur Heimilislífs þessa vikuna. - vinsælasti vefur landsins SMARTLAND MÖRTUMARÍU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.