Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 33

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 33
Hvers vegna var ekki a.m.k. komið á staðinn og aðstæður hundsins kann- aðar?“ spyr Óskar. Um miðjan síðasta mánuð sendu Óskar og Hafrún erindi til HHK þar sem þau lýstu vonbrigðum sínum með að ekki hefði verið brugðist við því þegar þau létu vita af árásinni á póstburðarmanninn. Þau spyrja þar ennfremur hvort það, að starfs- maður HHK hafi látið hjá líða að til- kynna um atvikið, hafi verið brot á ákvæði í lögum um velferð dýra sem kveður á um tilkynningaskyldu þeg- ar grunur leikur á að dýr sæti illri meðferð. Ennfremur lýsa þau yfir undrun sinni á því að þeim hafi ekki verið sagt, þegar þau tilkynntu árás- ina á póstinn, að þau gætu haft sam- band við MAST í tilvikum sem þess- um og lagt þar inn nafnlausa ábendingu. Óljóst hvernig ferlið virkar Fyrir tveimur vikum sendu hjónin erindi til MAST þar sem þau óskuðu eftir upplýsingum um hvort stofnun- inni hefði verið tilkynnt um árásina á póstburðarmanninn. „Ef MAST vissi af þessu máli, hvað gerði MAST í því?“ segir í erindinu. Þar er ennfremur spurt um hvað stofn- unin geri þar sem um skýr brot á lögum um velferð dýra sé að ræða, sérstaklega því ákvæði þeirra sem kveður á um tilkynningaskyldu þeg- ar grunur leikur á að dýr sæti illri meðferð. „Það virðist samt engin til- kynningaskylda eða brot á lögum ef hundur ræðst á fólk eða önnur dýr,“ segja þau. Ásökuðu sjálf sig Eftir atvikið með póstburðar- manninn sögðust eigendur hundsins ætla að halda hundinum innandyra þangað til þau myndu reisa girðingu fyrir hann á lóðinni. „Það var því miður ekki gert,“ segir Óskar. Í skýrslu lögreglu sem gerð var eftir árásina á Sólon er haft eftir eiganda hundsins að „aldrei fyrr hafi slíkt at- vik komið upp með hundinn og hann hafi aldrei sýnt slíka hegðun áður“. Póstburðarmaðurinn sagði í viðtali við Vísi.is að hann hefði ekki viljað tilkynna atvikið til lögreglu, því hann hefði ekki viljað valda því að hundurinn yrði tekinn af eigand- anum. Hann sagðist sjá mikið eftir því og sagði ennfremur að eigandi hundsins hefði ekki bætt sér úlpuna sem rifnaði og sagt að hann gæti sjálfum sér um kennt vegna þess að hann hefði stigið ofan á hundinn og að það hefði verið hundalykt af hon- um sem hefði æst hundinn. Hafrún segir að þau hjónin hafi farið í gegnum tímabil þar sem þau ásaki sjálf sig fyrir atvikið. „Þeir einu sem við höfum verið reið út í er- um við sjálf,“ segir hún. „Af hverju vera nokkurt eftirlit með því hvernig fólk hugsar um hundana sína og að- búnaði þeirra. Þetta var ekki slys, þetta var árás sem hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir ef öllum reglum hefði verið fylgt. Samkvæmt reglugerðum um hundahald eiga hundar, sem hafa bitið, að vera með múl og enginn hundur á að vera laus. Ég held að ef hundurinn hefði ekki bitið Sólon hefði hann bitið ein- hvern annan. Hver ber ábyrgðina? Er það eigandinn sem veit að hund- urinn hefur bitið mann? Eða er það heilbrigðiseftirlitið sem hefur lítið sem ekkert eftirlit með hundahaldi fólks? Það er til bannlisti með til- teknum hundategundum – hvað þarf hundategund eiginlega að gera til að vera á þeim lista? Þetta andvara- leysi kostaði hundinn lífið og varð barninu okkar að heilsutjóni.“ Af hverju er ég með sár? Fyrstu dagana eftir árásina var Sólon í miklu áfalli og á milli svefns og vöku. Hann spurði ítrekað: Af hverju er ég með sár? Af hverju er ég bara með eitt auga? en eftir að- gerðina var annað augað alveg lok- að. Hann var á sterkum verkjalyfj- um og fór í tvær aðgerðir með svæfingu með skömmu millibili. Spurð um hvort eða hvernig þau ræði árásina við hann segjast Haf- rún og Óskar hafa tekið þá ákvörðun að leyfa honum að ráða ferðinni í þeim efnum. Hann hefur af og til átt frumkvæði að því að ræða árásina við þau en einnig við ókunnuga sem hann hittir á förnum vegi. „Stundum finnst honum óþægilegt að tala um þetta, því honum finnst þetta þá vera að gerast aftur,“ segir Óskar. Martraðir um hunda og ketti Þau segja drenginn vera ein- staklega skapgóðan og léttan í lund, kátan og kraftmikinn, og að þeir eig- inleikar hafi fleytt honum yfir mestu erfiðleikana. Hann hefur, að sögn FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Hugleiðingar móður Á sjúkrahúsinu, þegar tvísýnt var um hverjar afleiðingar árásar- innar á Sólon yrðu, skrifaði Heið- rún niður hugleiðingar sínar. „Okkur var sagt að við værum heppin, það væri einstaklega fær lýtalæknir á vakt. Umbúðirnar hylja sárin á andlitinu á honum sem eru saumuð saman með ein- hvers staðar á bilinu 70-90 spor- um. Fallega litla andlitið hans er rifið, marið og bólgið en sárið sem hann ber á sálinni sést ekki ennþá. Hann var fluttur á sjúkra- húsið með sjúkrabíl, hann öskraði sig hásan og endurtók setn- inguna: Ég er að deyja. Sólon litli er of lítill til að deyja. Hann fékk morfín í bílnum sem sló ekki á skelfinguna sem greip hann. Hann var skelfingu lostinn, vildi ekki deyja, hrópaði eftir hjálp; útataður í blóði með stórt opið sár inn í bein því það vantaði stykki í ennið á honum og með marga djúpa skurði í andlitinu. Hann ber þess líka merki á hönd- um og handlegg. Barnið mitt var búið að fá aðvörun um að koma ekki nálægt þessum hundi því nokkrum mánuðum fyrr hafði hann bitið póstmanninn í hönd- ina. Ég hringdi í dýraeftirlitið og lýsti yfir áhyggjum mínum. Það eina sem við gátum gert var að tilkynna um vanrækslu á dýrinu og koma fram undir nafni. Í með- virkni okkar, vitandi hvaða hættu við værum að bjóða heim, kunn- um við ekki við að standa í ill- deilu við nágranna okkar og saka þau um eitthvað sem við vorum ekki viss um. Í dag áfellist ég sjálfa mig fyrir að hafa ekki stað- ið með sjálfri mér og grunsemd- um mínum.“ Áverkar „Sárið sem hann ber á sálinni sést ekki ennþá,“ skrifaði Hafrún. Fólk fær sér stóra hunda og gerir sér enga grein fyrir því hvað það er með í höndunum. Það er vís leið til óhappa. Þetta segir Björn Ólafsson hundaatferlisfræðingur. „Hvolpar eru svo hryllilega sætir, fólk fellur fyrir þeim og áttar sig ekkert á hvernig hundurinn verður þegar hann verður stór,“ segir Björn sem segir að allt of fáir fari á hlýðni- námskeið með hunda sína eða kynni sér reglugerðir um hundahald. Hann segir að reglugerðir um hundahald séu nokkuð mismunandi á milli sveitarfélaga. T.d. kveði samþykkt um hundahald í Reykjavík á um að aflífa megi hund eftir að hann hafi bitið eða valdið öðrum skaða í tví- gang. „En það gengur illa að fylgja þessu eftir,“ segir Björn. „Það er líklega vegna þess að við erum svo fá og það vill enginn valda því að hundur sé tekinn af fólki.“ Að mati Björns ætti alltaf að tilkynna það til lög- reglu þegar hundur bítur þannig að hann valdi skaða. Stórir og sterkir hundar sem hafi verið „talsvert í tísku“ valdi eðlilega meiri skaða en litlir hundar. Hann segir að þetta snúist fyrst og síðast um eigandann og viðhorf hans. „Hundi sem bítur er viðbjargandi ef hann er í réttum höndum. Það er mikil vinna að vinda ofan af svona vandamáli, þegar hundur er kominn í þessa stöðu þarf stöðugt að fylgjast með honum og það er ekki á allra færi,“ segir Björn og vísar í rannsókn sem gerð var í Bretlandi meðal 17.000 eigenda hunda sem höfðu bitið. „Það kom öllum jafn mikið á óvart að hundurinn þeirra hefði gert þetta og fáir trúðu þessu upp á hann,“ segir Björn. Hægt að koma í veg fyrir ýmis vandamál Hann segir að margt geti valdið því að hundar bíti. Ein þekkt ástæða sé þegar þeir séu skildir eftir tjóðraðir og eftirlitslausir og þá finnist þeim þeir þurfa að gæta hússins, þeir hafi ekki flóttaleið og finnist þeir þurfa að verja sig. Það auki á hættuna ef þeir eru með bein eða eitthvert leikfang hjá sér, því þá þurfi þeir að passa það líka. „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á að fólk kynni sér hundategundina sem það ætlar að fá sér áður en það lætur til skarar skríða. Þannig er hægt að koma í veg fyrir ýmis vandamál og slys,“ segir Björn. Bit sem skaða ætti alltaf að tilkynna lögreglu ENGINN VILL VALDA ÞVÍ AÐ HUNDUR SÉ TEKINN AF FÓLKI, SEGIR HUNDAATFERLISFRÆÐINGUR Björn Ólafsson Árás „Þegar ég tók hjálminn af honum blasti við mér stórt gapandi sár frá miðju enni þannig að sást í höfuðkúpuna. Það vantaði stórt stykki í andlitið á barninu,“ rifjar Hafrún upp. Hún segir þau óendanlega hamingjusöm yfir því að ekki fór verr. Á batavegi Sólon fór í aðgerð þar sem húðflipi var tekinn fyrir aftan eyra hans og saumaður á enni og á milli augnanna. Hjálmur Hjólahjálmurinn sem Sólon bar þegar hann varð fyrir árásinni. þennan dag en heima með Sólon. En það er ekki hægt. Þetta gerðist,“ segir Hafrún. „Það leikur enginn vafi á að það var ekki nægilegt eftir- lit með dýrinu og það virðist ekki bannaðir og með þekkta árásar- hegðun? Við höfum farið í gegnum þennan dag ótal sinnum, skipulagt hann upp á nýtt í huganum og alltaf verið einhvers staðar annars staðar vorum við ekki ákveðnari þegar við hringdum fyrst í hundaeftirlitið? Af hverju gúggluðum við ekki þessa hundategund – þá hefðum við vitað að sums staðar eru þessir hundar  SJÁ SÍÐU 34

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.