Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
ÞráðlaUs, létT oG LipUr tæki
sEm KlárA vErKið HraTt og örUggLegA
vErð Frá 19.950kR
sTiHl HLeðsLusLáttUvélaR
vErð Frá 69.850kR
hLeðsLuvErKfærIn Frá
gEra gArðvInnUnA sKeMmtIlEgrI!I I I!
móður sinnar og stjúpföður, staðið
sig einstaklega vel eftir árásina, en
tíminn muni leiða í ljós hvort hann
nær sér einhvern tímann að fullu.
Hann finnur oft fyrir talsverðum
sársauka í sárunum, sérstaklega á
svæðinu á milli augnanna þar sem
húðin var grædd á, því þar er ekkert
fitulag undir húðinni. Þau segja líka
ýmislegt benda til þess að lyktar-
skyn hans hafi breyst. Spurð um
andlegu líðanina segja þau að
áhersla hafi verið lögð á það frá
byrjun að þau fengju öll áfallahjálp
og að Sólon hafi rætt við sálfræðing.
„Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á
hann,“ segir Hafrún. „Það hefur
orðið mikil persónuleikabreyting,
hann fær oft martraðir um að hund-
ur sé að bíta hann eða borða hann,
köttur að klóra hann eða einhver að
skera hann. Fyrst eftir árásina
máttum við ekki koma við hann,
hann getur ekki verið einn, hann er
miklu háðari okkur en áður og eltir
okkur um allt eins og skugginn. Um
daginn lagði krakki höndina yfir
andlitið á honum og hann bók-
staflega trylltist af hræðslu; grét og
grét, svitnaði og fölnaði. Hann er
gríðarlega viðkvæmur fyrir því að fá
eitthvað yfir andlitið á sér.“
Sólon hefur komist í kynni við
allnokkra hunda í gegnum tíðina,
t.d. eiga afi hans og amma hunda
sem honum þykir afar vænt um og
talar gjarnan um sem systkini sín.
Eftir árásina hefur hann haldið sig
til hlés í návist hunda og það sama
á reyndar við um foreldra hans.
„Hann hefur sagt um árásarhund-
inn: Ég hélt að hann væri vinur
minn,“ segir Óskar. „Ég veit ekki
hvers vegna hann beit mig. En tím-
inn verður bara að leiða í ljós
hvernig hans viðhorf til hunda
verða í framtíðinni.“
Fjórum dögum eftir árásina
fæddist þeim Hafrúnu og Óskari
sonur. Reyndar var hún hálfpartinn
komin af stað í fæðingu hinn 30.3.,
en við árásina datt það ferli niður og
fór ekki af stað fyrr en ljóst varð að
Sólon væri hólpinn. „Ég hef fengið
þá skýringu að adrenalínið, sem
bókstaflega flæddi þegar þetta
gerðist, hafi stöðvað allt fæðing-
arferlið,“ segir Hafrún. „Ég sat við
sjúkrarúmið hans Sólonar þegar ég
fann að þetta var að fara aftur af
stað og sagði við hann að ég þyrfti
að fara frá honum því ég væri að
fara að fæða barnið.“
Sólon þurfti að vera heima við í
nokkrar vikur eftir árásina og fór
ekki á leikskólann um skeið og var
litli bróðirinn honum sannkallaður
gleðigjafi.
Mun bera ör alla ævi
Núna er málið í þeim farvegi að
lögregla skoðar hvort tilefni sé til að
leggja fram kæru á hendur eiganda
hundsins. Sólon er með réttar-
gæslumann sem gætir hagsmuna
hans, sem er að öllu jöfnu venja
þegar börn eiga í hlut, og eru mál-
efni drengsins í hans höndum.
Hafrún og Óskar segja að það sé
mikill léttir að koma málinu í þetta
ferli þannig að sérhæfður aðili geti
gætt hagsmuna Sólons. „Sem betur
fer fór ekki verr, gróandinn er ótrú-
lega hraður en samt mun hann bera
ör í andliti alla ævi,“ segir Óskar.
Hafrún og Óskar segja að það
sem fjölskyldan hafi gengið í gegn-
um undanfarnar vikur hafi svo
sannarlega verið gríðarstórt verk-
efni. „Við gerum okkur líka grein
fyrir að það er svo margt sem getur
gerst í lífi fólks, margt svo miklu
verra en þetta. En stóra málið er að
þetta hefði ekki þurft að gerast ef
það hefði verið brugðist rétt við frá
upphafi.“
Gleðigjafi Litli nýfæddi bróðirinn stytti Sóloni stundir þegar
hann þurfti að vera heima við í nokkrar vikur eftir árásina.
Kátur og kraftmikill Hafrún og Óskar segja Sólon litla vera
einstaklega skapgóðan og að það hafi hjálpað honum mikið.
Á sjúkrahúsi Sólon hefur þegar farið í þrjár aðgerðir með
svæfingu og fer líklega í a.m.k. jafnmargar í viðbót.
Á vefsíðu Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar-
og Kópavogssvæðis, HHK segir að eftirlitið
fylgi eftir ábendingum sem berist um að
ekki sé staðið við sett skilyrði um hunda-
hald.
Guðmundur H. Einarsson, framkvæmda-
stjóri HHK, segir það vera sitt mat að eftir-
litið hafi brugðist við samkvæmt hlutverki
sínu í þessu tiltekna máli. Hann hafi sjálfur
svarað í símann þegar áðurnefnt símtal
barst. Þar hafi viðmælandinn verið að leita
sér upplýsinga um hvernig bregðast mætti við ónæði frá hundi en til-
efnið hafi verið árásin á póstburðarmanninn. Niðurstaðan hafi orðið sú
að sá sem hringdi hafi fyrst viljað freista þess að ræða við nágrann-
ann. Póstburðarmaðurinn hafi ekki haft samband sjálfur. „Við hjá HHK
vorum tilbúin að skoða málið, en við getum ekki fundið upp á sjálf að
vinna í málum þvert á vilja þess sem fyrir þeim verða,“ segir Guð-
mundur.
Spurður hvert fólk eigi að snúa sér verði það fyrir hundsbiti, segir
hann að hafa eigi samband við lögreglu. „Þegar slíkt gerist á hinn al-
menni borgari að hringja í 112 rétt eins og í öðrum bráðatilfellum og
ef nálgast þarf hund sem er brjálaður er það lögreglumál. Lögregla er
viðbragðsaðili, við erum það ekki og höfum í rauninni engar heimildir
til þess.“ Guðmundur segir að lögreglu sé ekki skylt að láta HHK vita
um slíkar tilkynningar en það gerist oft.
En hvert er þá eftirlitshlutverk HHK varðandi hundahald? „Það er
satt best að segja lítið og snýr fyrst og fremst að hollustuháttum og
ónæði. Hundum fjölgaði talsvert fyrir nokkrum árum og við höfum
ekki fjölgað starfsmönnum í samræmi við þessa fjölgun.“
Á vefsíðu HHK er listi yfir þá hunda sem bannað er að halda í um-
dæmi eftirlitsins. Þar eru m.a. Pitbull Terrier, blendingar af úlfum og
hundum og nokkrar tegundir veiði- og árásarhunda. Spurður hvort til
greina hafi komið að bæta tegundinni Alaskan malamute á listann í
ljósi þess að hundar þessarar tegundar hafa ráðist á og bitið a.m.k.
þrjá einstaklinga á undanförnum mánuðum segir Guðmundur það ekki
vera á valdsviði eftirlitsins, heldur sé það Matvælastofnunar, MAST, að
ákveða það.
Frá MAST fengust þær upplýsingar að stofnuninni hefðu ekki borist
neinar upplýsingar um þetta tiltekna atvik frá HHK. Einu upplýsing-
arnar sem MAST hefði um atvikið hefði stofnunin fengið úr umfjöllun
fjölmiðla. Léki einhver grunur á því að aðbúnaður eða meðferð dýra
væri ekki í samræmi við lög bæri að tilkynna það til stofnunarinnar.
„En þegar hundur bítur fólk á ekki að tilkynna það til okkar, heldur til
lögreglu eða viðkomandi heilbrigðiseftirlits,“ segir í svari MAST.
Telja sig hafa brugðist rétt við
EKKI Á VALDSVIÐI HEILBRIGÐISEFTIRLITS AÐ BANNA TEGUNDIR
MAST Tekur ekki við tilkynn-
ingum um hundabit.