Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 38

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Fyrir þig í Lyfju Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplý g y y j up lýsingar á umbúðum og fylgiseðl si ar um l fið á www.serl f askra.is. 15% afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ekkert herskip né -loftfar getur hrætt Kína frá því að verja landsvæði sitt. Þetta segir kínverski utanríkisráðherrann í samtali við fréttastofu Reuters, en tilefni ummæla hans er flug tveggja langdrægra sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum yfir Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um að búa til eyjar á rifum til að renna stoðum undir kröfu sína um yfirráð yfir stórum hluta Suður-Kínahafs. Fjögur önnur lönd gera til- kall til eyja og útskerja á svæðinu. Vaxandi spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna vegna deilunnar og hafa Bandaríkjamenn margsinnis boðið Kínverjum birginn með því að senda tundurspilli inn á hafsvæðið og nú seinast tvær flugvélar af gerðinni B-52 Strato- fortress. Vaxandi spenna á Suður-Kínahafi Fréttastofa CNN greinir frá því að banda- rísku sprengjuflugvélarnar hafi flogið í námunda við Spratly-eyjar, en þar hafa Kín- verjar lagt flugbrautir og reist nokkur mann- virki. Á annarri eyju, sem nefnist Woody og er innan viðurkenndrar efnahagslögsögu Kína, hafa ráðamenn í Beijing reist flugskeytastöð. Gervihnattamyndir benda einnig til þess að á Woody-eyju megi finna eldflaugatrukka sem búnir eru flugskeytum sem grandað geta bæði flugvélum og skipum. Í síðasta mánuði var svo greint frá því þegar kínverskum sprengjuflug- vélum var lent á einni af eyjunum umdeildu, en að sögn Kínverja var lendingin liður í her- æfingu á svæðinu. Þá hefur herskipafloti, und- ir forystu kínverska flugmóðurskipsins Liaon- ing, einnig verið við æfingar á þessum slóðum. Þessi hernaðaruppbygging á Suður-Kínahafi er talin óheppileg samhliða vaxandi spennu á hafsvæðinu. Hua Chunying, utanríkisráðherra Kína, segir Bandaríkjamenn ekki sýna ábyrga hegð- un í verki og veltir upp þeirri spurningu hvort ekki megi telja flug sprengjuvélanna tveggja, sem meðal annars geta borið kjarnavopn, inn á hafsvæðið sem eins konar hernaðaruppbygg- ingu. Þá segir ráðherrann Bandaríkjamenn sýna af sér ögrandi hegðun sem eykur spennuna. „Kína hræðist ekki herskip eða -flugvélar og við munum taka öll nauðsynleg skref til þess að verja fullveldi okkar og öryggi, til að við- halda stöðugleika og frið á Suður-Kínahafi,“ hefur Reuters eftir utanríkisráðherranum. Kínverjar hafa stóraukið útgjöld sín til her- mála undanfarin ár í von um að styrkja stöðu sína á Suður- og Austur-Kínahafi og leggja meðal annars mikla áherslu á að efla sjó- og flugherinn. Liður í því er smíð nýs flugmóður- skips, hins fyrsta sem smíðað er frá grunni í Kína, og stendur til að taka það í notkun árið 2020. Munu þeir þá eiga tvö slík skip. Kína mun verja landsvæði sitt  Hræðast ekki ferðir Bandaríkjamanna AFP Herveldi Kínversk orrustuþota sést hér lenda á flugmóðurskipi sem þá var í Austur-Kínahafi. Viðræður fara í dag fram á milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, í Washington. Í þeim hyggst Abe brýna fyrir Trump að taka tillit til öryggismála Tókýó á komandi leiðtoga- fundi Trumps og Kim Jong-uns, leiðtoga Norður-Kóreu. Abe hefur rætt þrjátíu sinnum við Trump síðan hann varð forseti og hafa þeir hist alls átta sinnum. Borið hefur á áhyggjum í Japan af útkomu leiðtoga- fundar Kim Jong-un og Trumps. Trump gæti fallist á það að draga úr bandarískum herafla í S-Kóreu. Slíkt myndi gera Japan að eins konar víglínuríki gagnvart Kóreuskaga, sem er undir miklum kínverskum áhrifum. „Stjórnarskrá Japans, lýðræðisleg gildi og þjóðaröryggi þyrfti að vera endurskoðað í ljósi nýrra aðstæðna. Það yrði martröð fyrir Japan og líka Bandaríkin,“ sagði Shinzo Abe. ASÍA Leiðtogaviðræður milli Trumps og Abe Bandarískur hermaður tók bryndreka þjóðvarðliðs Virginíuríkis ófrjálsri hendi og ók honum um stræti borgarinnar Rich- mond. Veitti lögreglan drekanum eftirför í um tvær klukkustundir áður en her- maðurinn hætti ökuferð sinni nærri barna- spítala í miðborginni. „Engir árekstrar eða meiðsl hlutust af þessu. Hertólið, sem er án vopna og ekki skriðdreki, er í eigu þjóðvarðliðs Virginíu- ríkis,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir lögreglukonunni Keeli Hill í Richmond. Fjölmennt lið lögreglu veitti bryndrekanum eftirför og þegar hann loks stoppaði var tækið umkringt og hermaðurinn yfirbugaður með aðstoð raf- byssu. Var hann í kjölfarið handtekinn og færður í fangageymslur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bryndreka er stolið vestanhafs, en árið 1995 var skriðdreka af gerðinni M-60 ekið um götur borgarinnar San Diego. Sá sem það gerði ók yfir og utan í bíla og ógnaði þannig mjög öryggi fólks. Maður- inn var að lokum skotinn til bana af lögreglu. BANDARÍKIN Stal bryndreka og ók um miðborgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.