Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára reynslu
á markaði þar sem við
þjónustum jafnt stór
sem smá fyrirtæki.
Veitingarekstur
á HvolsvelliTil sölu
Um er að ræða þekktan veitingastað í góðu húsnæði ca 100 km frá
Rvk, með áralanga góða rekstrarsögu og góða aukningu í veltu á
hverju ári. Staðurinn er vel tækjum búinn og með fullt leyfi. Sæti eru
fyrir 50 manns inni og nýlega opnuð flott útiaðstaða. Hér er á ferðinn
flott tækifæri, góður rekstur með fína ebitu. Góður leigusamningur
í boði á húsnæðinu. Ath. einnig er möguleiki að kaupa húsnæðið sé
áhugi fyrir því.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
í síma 487 5028, 487 8688 og gsm 893 8877.
Þrúðvangi 18, 850 Hellu, sími 487 5028
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasaliFasteignasala
Fannberg
Segja má að ævi
mannsins sé eins og
knattspyrnuleikur
sem við erum þátttak-
endur í. Stundum er
spenna og hraði, mikið
fjör og ferlega gaman
og það gengur vel. Svo
koma leikir eða kaflar
í leiknum sem okkur
kann að þykja leiðin-
legir, þegar ekkert
gengur upp og okkur
langar jafnvel mest til að fara út af,
gefast upp, hætta. Okkur langar
bara heim, nennum ekki að taka þátt
í svona ójöfnum, ósanngjörnum og
asnalegum leik þar sem allt virðist
vera okkur mótdrægt.
Leikurinn snýst um að koma bolt-
anum í mark. Verjast og sækja.
Standa sig. Við vinnum sæta sigra
og upplifum sár töp. Er aðalatriðið
þó ekki eftir allt saman að hafa feng-
ið að veðrast og taka þátt í þeim
krefjandi áskorunum sem okkur eru
færðar í fang í þeim leik sem lífið er?
Andlegi þátturinn
Sannir sigurvegarar njóta augna-
bliksins. Þeir standa saman og fagna
hverju stigi og öllu því sem vel er
gert. Þeir leggja sig fram og eru
hluti af liðsheild þar sem hver og
einn leggur sitt af mörkum til þess
að liðið smelli saman og nái árangri.
Þeir hughreysta hver annan, eru
uppörvandi og láta mistök ekki sitja
í sér heldur eflast með samstöðu við
mótlætið.
Í heildarmyndinni eru það nefni-
lega smáatriðin sem skipta máli svo
árangur náist. Sannir sigurvegarar
leggja sig fram og skammast sín
hvorki fyrir eigið framlag eða
frammistöðu né ann-
arra liðsmanna. Þeir
taka ekki upp á því að
kenna dómaranum eða
mótherjunum um það
sem miður fer, hvað þá
umgjörðinni eða með-
leikurunum. Þeir hafa
trú á verkefninu og
þjálfa sig upp andlega
með íhugun og bæn. Í
þolinmæði og aga sem
veitir æðruleysi, yfir-
vegun, yfirsýn og þann
frið sem til þarf og gerir
okkur kleift að takast á
við erfið og krefjandi verkefni, ná ár-
angri og höndla aðstæður.
Liðsheild sem byggist á andlegri
samstöðu, á sameiginlegri hugsjón,
krafti og útsjónarsemi er tendruð af
ástríðu, sönnum og heiðarlegum
keppnisanda og verður ekki stöðvuð
svo glatt. Sama á hverju gengur og
hvernig sem allt fer.
Litróf
Litróf mannlegrar tilveru fær sín
nefnilega ekki notið nema allir lit-
irnir komi fram og fái að njóta sín,
með sínum hætti. Þá fyrst verður
liðið öflugt þegar við tökum að
styðja hvert annað. Þegar daufu lit-
irnir fá að styðja þá sterku og hinir
sterku þá daufu. Væri tilveran ann-
ars ekki daufleg ef við værum öll
eins, með sömu hæfileika og keppt-
umst öll við að spila sömu stöðu?
Spilað til sigurs
Ævinnar gleði er eitthvað svo
skelfing skammvinn og velgengnin
völt. Sigrarnir sætir en kransarnir
svo ótrúlega fljótir að fölna. Hin var-
anlega gleði er fólgin í því að eiga
nafn sitt skráð með himnesku letri í
lífsins bók. Gleðjumst þeirri gleði.
Hún er sigursveigur sem ekki
fölnar.
Gleymum ekki að það dýrmætasta
er að vera valinn í lið lífsins og fá að
spila með til sigurs.
Og munum að þótt einstaka viður-
eignir kunni að tapast munum við að
lokum standa uppi sem sigurveg-
arar.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson
» Þeir hughreysta
hver annan, eru upp-
örvandi og láta mistök
ekki sitja í sér heldur
eflast með samstöðu við
mótlæti. Þeir þjálfa sig
með íhugun og bæn.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Sannir sigurvegarar
Á Vesturlöndum er
heilaskaði talinn ein
helsta ástæða fyrir
heilsufarsvandamálum
hjá börnum, ungling-
um og ungu fólki á
fullorðinsaldri. Hér á
landi eru árlega greind
yfir 500 börn með
heilaáverka á Íslandi
og 200 af þeim eru
börn á aldrinum 0-4
ára. Af þessum tölum má dæma að 40
börn og unglingar munu þurfa að
takast á við alvarlegar afleiðingar
heilaskaða til lengri tíma og oft á tíð-
um fram á fullorðnisár. Þessi börn
þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að
halda til að lágmarka afleiðingar
heilaskaða en því miður eru slík úr-
ræði ekki í boði í heilbrigðiskerfinu. Í
dag fá einungis eitt til þrjú börn á Ís-
landi greiningu og skammtímaend-
urhæfingu, brotabrot af þeim börn-
um sem þurfa á meðferð að halda.
Afleiðingar heilaskaða úr æsku koma
oft ekki að fullu fram fyrr en við full-
orðinsárin þegar þessir einstaklingar
fara að reyna að standa á eigin fótum
í lífinu. Heilaskaði er fötlun sem hef-
ur vitsmunaleg og líkamleg áhrif á
einstaklinginn.
Hvað verður um hin 37 börnin?
Jú, þau gleymast. Á hverju ári má
gera ráð fyrir því að um 37 börn sem
ekki hljóta viðeigandi
meðferð verði út undan
og náms- og félagsfærni
þeirra hraki. Mörg af
þessum börnum fá
ranglega greiningu um
AD/HD eða einhverfu
og af þeim sökum fá þau
ranga meðferð og jafn-
vel röng lyf. Þrátt fyrir
að einkenni séu svipuð
er um ólíka hluti að
ræða sem þarfnast
ólíkrar meðferðar. Það
er mikið í húfi og nauðsynlegt að
sinna þessum gleymdu börnum og
gefa þeim tækifæri til að taka þátt í
samfélaginu sem virkir einstakl-
ingar.
Heilbrigðisráðherra, Svandís
Svavarsdóttir, hefur nú skipað
starfshóp sem fer vandlega yfir stöðu
fólks með ákominn heilaskaða og þar
með talið börnin okkar.
Sérhæfð íhlutun er ekki fyrir
hendi á Íslandi og úr því þarf sannar-
lega að bæta.
Gleymdu
börnin á Íslandi
Eftir Stefán John
Stefánsson
Stefán John Stefánsson
» Á hverju ári má gera
ráð fyrir því að um
37 börn sem ekki hljóta
meðeigandi meðferð
verði út undan.
Höfundur er verkefnastjóri
Hugarfars.
Sjaldan heyrum við
fólk greina frá því op-
inberlega að ofur-
hetjur gegni mikil-
vægu hlutverki í lífi
þeirra. Sumir halda
því fram að ofurhetjur
séu ósýnilegar. Til
eru þeir sem segja að
ofurhetjur séu aðeins
til í þjóðsögum og
ævintýrum. Ofur-
hetjur verða til í
menningu hvers tíma en búa yfir
skilningi sem virðist yfir öll landa-
mæri hafinn. Á Íslandi eru þessar
verur gæddar hæfileikum sem
annars þekkjast bara í álfa- og
hulduheimum. Þegar þessar ofur-
hetjur láta til skarar skríða virðast
jötnar, tröll og helstu skrímsli
skreppa saman og máttur þeirra
dvína. Þekktustu verkfæri um-
ræddra ofurhetja eru seigla og
þrái. Seiglan smyr innviði þeirra
og gerir þeim kleift að beita þrá-
anum í þágu þeirra sem þær elska.
Kærleikurinn sem þær bera í móð-
urbrjósti sér er óendanlegur. Til
er sú kenning að þegar þeim fæð-
ist barnabörn margfaldist kær-
leiksgen ofurhetjanna. Ég kalla
þessar ofurhetjur ömmur. Lýs-
ingin hér að ofan getur í mesta
lagi talist inngangur að lýsingum á
eiginleikum þeirra.
Ég var heppinn. Ég átti tvær
ömmur. Báðar voru þær kjarna-
konur og ofurhetjur í mínum aug-
um. Langt er síðan þær héldu til
nýrra heimkynna yfir móðuna
miklu. En minningin lifir og hefur
þann eiginleika að draga fram
myndir litaðar af draumnum um
mig barnið og ömmuna mína. Ég
er heppinn. Jákvæð hugrenninga-
tengsl við ömmurnar í lífi mínu
skapa í huga mér einstakar sögur
um mikilvægi þessara kvenna í lífi
mínu og minna nánustu. Amman
verður táknmynd fyrir von, trú og
kærleik, já, hún verður allt að því
guðdómleg.
Ömmurnar verða
ofurhetjur númer eitt
í lífi mínu og bera
titilinn: Verndarar
bernskuminninganna.
Allt of sjaldan heyri
ég fólk greina frá því
opinberlega að ömm-
ur gegni mikilvægu
hlutverki í lífi þeirra.
Sumir halda því fram
að ömmur séu ósýni-
legar þar til þær birt-
ast í minningar-
greinum. Til eru þeir
sem segja að alvöruömmur séu
bara til í ákveðnum fjölskyldum.
Það er sannfæring mín að ömmur
verði til í fjölskyldusamhengi
hvers tíma og að hver og einn eigi
sína ömmu. Ef vel er að gáð eru
þær úti um allt. Hlutverk okkar
sem erum ekki ömmur er að segja
þessum frábæru einstaklingum frá
mikilvægi þeirra í lífi okkar allra.
Ömmur eru litlar og stórar,
feitar og mjóar, fiskverkakonur og
forsetar, þögular og símalandi,
búa í sama húsi og barnabörnin
eða jafnvel í öðru landi. Það er
ekki hægt að skilgreina hvað
amma er. Hver amma hefur fullt
frelsi til að ákveða hvernig amma
hún er. En það breytir því ekki að
allar ömmur eru ofurhetjur, hver á
sinn hátt.
Og nú spyr ég: Hefur þú faðmað
ofurhetju í dag?
Eftir Pétur Björg-
vin Þorsteinsson
Pétur Björgvin
Þorsteinsson
» Þegar þessar ofur-
hetjur láta til skarar
skríða virðast jötnar,
tröll og helstu skrímsli
skreppa saman og mátt-
ur þeirra dvína.
Höfundur er djákni í evangelísku
kirkjunnar í Württemberg í Þýska-
landi.
petur.thorsteinsson@ejr.de
Hefur þú faðmað ofurhetju?
Fasteignir