Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 48

Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Marta María mm@mbl.is Hvernig leggst HM í þig? „HM leggst mjög vel í mig. Mað- ur finnur fyrir mikilli tilhlökkun meðal Íslendinga sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Andrea Röfn. Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga? „Þeir eru landsliðið sem þekkt er fyrir ótrúlega liðsheild sem mun koma sér vel á þessu stóra sviði. Ég hef fulla trú á því að þeim muni ganga vel, fara upp úr riðlinum og gera þjóðina enn stoltari.“ Ferðu með til Rússlands? „Já, ég fer með til Rússlands ásamt tengdaforeldrum mínum sem verða úti hluta tímans. Partur af stórfjölskyldunni minni verður einn- ig á staðnum til að sjá fyrsta leikinn þar sem Rúnar Alex frændi minn er í hópnum. Við Ásdís Björk kær- astan hans ætlum að deila herbergi og sjá alla þrjá leikina í riðlinum og vonandi fleiri leiki að lokinni riðla- keppninni. Það sem fer í ferðatöskuna verð- ur landsliðstreyja númer 21, Fan ID til að komast á leikina og myndavél til að festa þessa gleði á filmu. Allt annað er aukaatriði.“ Hvaða áhrif hefur HM á fjöl- skyldulífið? „Ég væri að ljúga ef ég segði það ekki hafa áhrif. Auðvitað er HM bú- ið að vera í kollinum á okkur báðum á hverjum degi síðan ljóst var að Ís- land tæki þátt í mótinu og við Mjög spennt fyrir HM í Rússlandi Andrea Röfn Jónasdóttir er 26 ára viðskiptafræð- ingur, fyrirsæta og bloggari á Trendnet. Hún býr með kærasta sínum Arnóri Ingva Traustasyni í Malmö í Svíþjóð, en hann mun spila á HM í Rúss- landi í sumar. Traustason Andrea Röfn lætur sig ekki vanta á leiki. Til í tuskið Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn Jónasdóttir eru búsett í Svíþjóð. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is STUÐNINGSHJÁLPARTÆKI ÖRYGGI Í STURTUNNI Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum. Í verslun okkar að Síðumúla 16 er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum og þar leggur sérhæft fagfólk metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða þig við val á vörum. Komdu við hjá okkur – við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.