Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 52

Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Andstæðingur hans í þessari fimmtu umferð Íslandsmótsins var Örn Úlfar Sævarsson. Hann hefur getið sér gott orð fyrir fimmaura- brandara og samið þá marga. Því var alltaf ljóst að þetta yrði hörku- keppni. Að venju er það ríkjandi meistari sem byrjar. Konráð: „Ég er mikill aðdáandi veitingastaðarins Coocoos Nest. Geggjaður veitingastaður. Og ég ætla að stofna aðdáendaklúbb. Hann mun heita Coocoos Klan. Örn: „Í hvaða íþróttagrein er best að hafa minnst sjálfstraust? Kvíða- kasti. Konráð:„Hvar á Smiðjuvegi var Jesús krossfestur? Gulgata. Örn: „Hvað heitir bæjarstjórinn í nagdýrabæ? Hamsturla Böðvars- son.“ Konráð: „Ég var að ræða við mann með afbrigðilegar hneigðir sem tekur við greiðslum frá fólki vegna veitingareksturs. Ég spurði hann: Hvað ertu að fá borgað per vert?“ Örn: „Hver er pirraðasta hnetan? Pisstasía.“ Konráð: „Hvað heitir móðurfélag Flugger? MotherFlugger.“ Örn: „Hvernig tónlist er best að hafa í eyrunum þegar maður vaskar upp?“ Uppþvottalög. Konráð: „Svíi opnast. Jag har alltid älskat andra män. Svíi lokast.“ Örn: „Hvað kallast það þegar trú- boðar banka óboðnir upp á hjá fólki? Mormónatruflanir.“ Konráð: „Óska eftir hugmyndum að flóttaleið frá bankaráni. Vega- tálmi fyrirstaða.“ Örn: „Einhleypur vinur minn var að kaupa sér kynlífsróbot. Vitið þið hvað hann er kallaður af vinunum? Vélkvæntur.“ Konráð: „Er ekki collarrun hjá BDSM-félaginu um helgina?“ Örn: „Disney var að fá gagnrýni frá umhverfisverndarsinnum og þurfti að taka fræga dúkku úr um- ferð. PlastPocahontas.“ Konráð: „Ellen Page and Konráð Jónsson mætti aftur til leiks til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í fimmaurabröndurum í morgun- þættinum Ísland vaknar. Hann nýtti tímann vel sem meistari og tók það meðal annars að sér að votta grín á Facebook. Kathleen Turner wrote a book on their experience on adopting a baby. I hear it’s a real page tur- ner.“ Djörf ákvörðun hjá Konráð að taka brandara á ensku og hún virk- aði ekki. Hér kom ekkert stig og Örn kominn í kjörstöðu. Örn: „Ég var að skutla krökk- unum í leikskólann og þar var borgarstjórinn. Og krakkarnir voru bara að leika sér að honum. Þá mundi ég: Dóta Dagur.“ Konráð: „Cindy Lauper er farin að taka að sér barnapössun. Hún heitir núna Cindy Auper.“ Örn: „Af hverju voru múrararnir sem voru með minnstu afköstin minnstir? Þeir voru alltaf að skreppa saman.“ Konráð: „Mér finnst rangt að segja að þátttakandi á Ólympíu- leikunum hafi sýnt af sér óíþrótta- mannslega hegðun. Þetta er tvöföld neitun. Réttara væri að segja að keppandi hefði sýnt af sér lympíska hegðun.“ Örn þurfti nú aðeins að koma með eitt stig í viðbót til að tryggja sér titilinn: „Hvert fara smiðir með brotna spýtu? Á spítala.“ Úff. Hér kom ekki stig og því var farið í bráðabana: Konráð: „Viagra-pilla frá borg- inni Jalta í Úkraínu myndi líklega verða kölluð Jaltaristafla.“ Ekki stig hér og því annað tæki- færi hjá Erni: „Vitið hvað Jóhanna Sigurðar- dóttir var kölluð þegar hún reykti. MariJóhanna Sigurðardóttir.“ Og þar með var kominn nýr Ís- landsmeistari í fimmaura- bröndurum: Örn Úlfar Sævarsson. Konráð lauk keppni með sæmd og brandari hans um Svíann sem opnast var valinn brandari dagsins. Það kemur svo í ljós hver mætir Erni. Óvíst hvernig það verður því annar heimsviðburður gæti haft áhrif á það: HM í fótbolta. logibergmann@k100.is Örn Úlfar Íslandsmeistari Örn Úlfar Sævarsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í fimmaurabrandarakeppni morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Leikurinn var nokkuð jafn á milli þeirra Konráðs Jónssonar en Örn Úlfar hafði betur á lokametrunum. Hörkukeppendur Konráð Jónsson og Örn Úlfar Sæv- arsson eftir harða rimmu. Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.