Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Lax
í brunchinn
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir,
Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup,
Sunnubúðin, Pure Food Hall flug-
stöðinni Keflavík.
Með því að velja
hráefnið af kostgæfni,
nota engin aukaefni og
hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Dóra Magnúsdóttir
dora@ mbl.is
Jon er höfundur bóka um núvitund
sem hafa verið þýddar á yfir 40
tungumál, hann er frumkvöðull á
sviði fræðslu um núvitund enda byrj-
aði hann að þróa fyrsta námskeiðið
árið 1979. Sennilega örlaði á svolítilli
minnimáttarkennd hjá blaðakonu
þegar hún var á leið til Jons og Mylu
og velti fyrir sér hvers hún ætti að
spyrja, hvort hún gæti komið með
nógu gáfulegar spurningar fyrir
svona merkileg og vel upplýst núvit-
undarhjón. Einnig hvort hún kæmi
upp um sig; hversu arfaléleg hún
væri í núvitund. Alltaf með hugann
annars staðar, líka í uppeldinu. Eftir
fremur neikvæðar vangaveltur um
eigin frammistöðu velti blaðakona
því fyrir sér hvort hugmyndin um
núvitund í uppeldi – og skort á henni
– væri ekki bara enn einn hlekkurinn
í þungri keðju samviskubits foreldra
gagnvart börnum sínum; við sinnum
þeim ekki nóg, þau fái ekki nógu
hollan mat, þau hreyfa sig ekki nóg,
þau eru of lengi í tölvunum, við
skömmum þau of mikið, við erum
ekki alltaf með hugann hjá þeim þeg-
ar við erum með þeim og þar fram
eftir götunum. Því var fyrsta spurn-
ingin ef til vill ekki sérlega sann-
gjörn gagnvart þessum sérlega vin-
gjarnlegu og virtu erlendu gestum
sem hingað voru flogin yfir Atlants-
ála til að miðla af visku sinni um nú-
vitund fyrir fjölskyldur.
– Nú hefur iðkun núvitundar og
hugleiðslu rutt sér mjög til rúms á
undanförnum árum. Foreldrar eru
hins vegar oft afar uppteknir og
finnst þeir þurfa að gera eitthvað
sérstakt til að kunna vera í núinu og
hrista oft þessar hugmyndir af sér.
Getur verið að hugmyndin um núvit-
und í uppeldi sé enn einn þátturinn
sem eykur samviskubit foreldra?
Myla verður fyrri til svars og segir
þetta vera algengan misskilning en
um leið séu pælingar á þessa lund
engan veginn í anda núvitundar.
„Staðreyndin er sú að það eru marg-
ir foreldrar í nákvæmlega þessum
sporum. Finnast þeir ekki standa sig
nógu vel, hafa ekki nógan tíma og
eru með stöðugt samviskubit. Einnig
telur fólk sér trú um að það sé ekki
nógu mikið til staðar andlega fyrir
börnin þegar það er með þeim. Hins
vegar, ef fólk veltir því yfir höfuð
fyrir sér að það sé ekki nógu mikið í
núinu, eins og þú virðist gera, að þá
er það skýrt merki um að þú sért
sennilega mun meira í núinu með
börnunum þínum en þú áttar þig á,“
segir Myla.“ (Blaðakonu léttir tölu-
vert.)
Jon bætir við að það sem er allra
mikilvægast í þessu öllu saman og
um leið kjarninn í núvitund sé að
dæma ekki og vera ekki of harður við
sjálfan sig; að vera betri við sjálfan
sig. Það sé afar mikilvægt að snúa
ekki hugmyndinni um núvitund upp
á einhverskonar ímyndað og full-
komið fjölskyldulíf þar sem allir eru
alltaf rólegir, að drekka jurtate og
spjalla um heimspeki. Þetta er
ímynd sem engin fjölskylda stendur
undir. Þau brosa bæði að tilhugs-
uninni og segja hana byggja á al-
gengum misskilningi. „Hið full-
komna núvitundarforeldri er
einfaldlega ekki til og ef það væri til,
þá væri það skelfilegt. Það er eðlilegt
að reiðast, verða stressuð/aður og
hrópa. Það er jafn eðlilegt að bregð-
ast neikvætt við í erfiðum aðstæðum
eins og að gleðjast í jákvæðum að-
stæðum. En á erfiðu augnablikunum
getum við reynt að færa núvitundina
inn í aðstæðurnar, bæði á meðan en
líka eftir á ef ekki vill betur til. Svo
sem með því til dæmis að biðjast af-
sökunar ef við vorum ókurteis, eða
útskýra fyrir barninu að vegna þess
að það er mikið að gera í vinnunni
hjá mömmu eða pabba, þá varð for-
eldrið óþarflega reitt. Börn læra af
erfiðu ástandi ef rétt er unnið úr því
og það útskýrt fyrir þeim. Þau læra
sjálf að biðjast afsökunar og átta sig
á að eigin framkoma í einu ástandi
getur orsakast vegna vanlíðan út af
einhverju öðru.“
Erfiðar aðstæður geta leitt
eitthvað gott af sér
„Það er bagalegt ef fólk eykur
sjálfsgagnrýni sína og upplifir að það
sé ekki nógu núvitað. Það gerir nú-
vitund að andhverfu sinni og skrum-
skælir hugmyndina því hún snýr að
því að vera meðvituð/aður um hlut-
ina eins og þeir eru hverju sinni.
Stundum er ástand innan fjölskyldu
mjög erfitt og við vitum ekki hvernig
við eigum að bregðast við. Við upp-
lifum til dæmis sorg, reiði eða óvissu.
Það er ekkert rangt við það. Reynd-
ar er ýmislegt sem erfiðar aðstæður
geta leitt af sér. Til dæmis aukin ást
og samheldni, ef rétt er unnið úr erf-
iðum aðstæðum.“ Jon segir að slíkar
aðstæður geti leitt af sér sköpun á
nýjum aðstæðum þegar við erum
meðvituð, þó að við sjáum þær ekki
fyrir meðan við erum á erfiðum stað.
Ef við stöndum til dæmis frammi
fyrir erfiðu barni, á hvaða aldri sem
er, þurfum við að gefa okkur tíma,
vera meðvituð og hugsa: „hvað þarf
þetta barn“? Ekki bara dæma það út
frá hegðun þess. Hvernig get ég ver-
ið til staðar fyrir barnið án þess að
taka valdið frá því þannig að það læri
sjálft eitthvað af þessu ástandi?“
segir Jon. Aðkoma að erfiðu ástandi
krefst fullrar meðvitundar og Jon
leggur áherslu á að þetta sé ekki
vitsmunalegt athæfi heldur andleg
nálgun sem maður tileinkar sér.
– En hvað um börnin, eru þau ekki
í eðli sínu alltaf í núinu. Þarf að
kenna þeim núvitund?
„Jú, það er rétt. Það er vissulega
eðli barna að staldra við í núinu en
það eru foreldrarnir sem missa
stundum þennan hæfileika og okkar
hlutverk hefur verið að leiðbeina
þeim að vera oftar meðvituð fyrir
börnin sín. Kannski má segja að for-
eldar í dag séu stundum að ræna
þessari náttúrulegu núvitund af
börnunum sínum með því að setja
þeim alltof mörg verkefni fyrir. Í
mörgum tilvikum er mjög mikil
áhersla á að ná árangri, s.s. í skóla,
íþróttum og tónlistarnámi og það er
mikilvægt fyrir foreldra að finna
leiðir til að ná jafnvægi. Leyfa börn-
unum að vera þau sjálf og hafa tíma
til þess. Til dæmis með því að hafa
ekki stöðugt snjallsíma eða -tölvu á
sér sem stöðugt draga athygli þeirra
frá þeim stað og þeirri stund þar sem
þau eru hverju sinni,“ segir Jon.
Myla tekur dæmi af feðgum sem
hún veitti athygli og voru á sama
veitingastað og þau hjónin kvöldið
áður. Faðirinn var í símanum svo til
allan tímann og drengurinn var að
horfa á barnaefni í tölvunni. Hvor-
ugur var andlega á staðnum og alls
ekki gagnvart hvor öðrum. Sama
getur átt við ef börn hafa of þétta
dagskrá, þá er hætt við að þau fái
ekki að njóta þess hver og hvar þau
eru hverju sinni, sem annars er
börnum mjög náttúrulegt.
Ekkert að því að leggja
hart að sér
„Þannig getum við misst af
reynslu með þeim, upplifunum
þeirra og ómetanlegum augnablik-
um með þeim sem koma ekki aftur.
Það er til dæmis mjög gott fyrir börn
að þeim leiðist stundum. Að þau hafi
ekki alltaf aðgang að skemmtiefni.
Sú kynslóð sem nú er miðaldra og
eldri kynslóðir muna eftir því að hafa
leiðst og fundið upp á einhverju snið-
ugu en það er orðið mun sjaldgæfara
meðal vestrænna barna,“ segir Jon.
„Svo má ekki gleyma því heldur að
það er ekkert að því að leggja hart að
sér og ná árangri. Foreldrar í vinnu
og börn í námi og ýmsum tóm-
stundum þar sem þau vilja gjarna
standa sig vel. Það getur verið ham-
ingjuaukandi að ná árangri þegar
fólk hefur lagt mikið á sig, og það á
bæði við um börn og fullorðna. En
það getur verið mikið álag á börn að
ná árangri í greinum sem þau eiga
erfitt með og krafan oft sú að allir
eigi að geta fengið sömu góðu út-
komuna úr einhverju fagi eða íþrótt
frekar en við horfum á hvert einstakt
barn og styrk þess. Ef við komum
aftur að snjalltækjunum sem eru
orðin svo stór þáttur í lífi fjöl-
skyldna, þá búa þau yfir eiginleikum
sem eru mjög jákvæðir. Það er
áskorun foreldra í nútímaveröld að
finna jafnvægi á milli þessarar staf-
rænu veraldar sem börnin okkar
hafa aðgang að, svo að tækin gleypi
þau ekki. Að við stjórnum tækjunum
en þau ekki okkur og börnunum
okkar, og að við höfum pláss fyrir
annars konar upplifanir í lífi okkar,“
segir Myla.
„Ein ástæðan fyrir því að það er
æskilegt að vera í núinu fyrir for-
eldra og fjölskyldur almennt er að
fjölskyldulífið er stundum eins og
hálfgerð tilraunastofa. Fólk í fjöl-
skyldu lifir ekki fyrirsjáanlegu lífi og
veit oft ekkert hvað gerist næst. En
við höfum tök á að færa núvitund inn
í allar aðstæður sem við lendum í og
það er sérstaklega mikilvægt að vera
meðvitaður í erfiðu aðstæðunum.
Um það snýst núvitund í uppeldi, að
vera á staðnum og fást við allar að-
stæður meðvitað og með opnum
huga. Núvitund er ekki vitsmunalegt
ferli heldur spurning um meðvitund
fyrir aðstæðum hverju sinni og
bregðast við þeim verandi á staðn-
um, ekki í símanum eða með hugann
við aðra hluti. Þess vegna þurfum við
að átta okkur á því þegar við erum
annars hugar, s.s. inni á heimilinu og
leita leiða til að vera oftar andlega til
staðar og oft þarf að æfa slíka með-
vitund í daglegu lífi og námskeið get-
ur verið góð leið til þess,“ segir Jon.
Myla bætir við að það sé eðlilegt
að vera stundum annars hugar,
skipuleggja í huganum, hlusta ekki á
barnið sitt og þar fram eftir göt-
unum. Það er bara mannlegt. Börn
þurfa heldur ekki á því að halda að
þú sért alltaf með hugann við þau.
En eins og með álagið þarf að finna
jafnvægi og leita leiða til að vera
andlega til staðar þegar barnið er að
tala við þig, líka um hluti sem virðast
smávægilegir, en ekki síst þegar að-
stæður eru krefjandi. Með því að
vera í aðstæðunum frá einu augna-
bliki til hins næsta, rétt eins og við
öndum. Við veitum ekki andadrætt-
inum alltaf athygli en það er góð leið
að hugsa um hann reglulega til að
æfa sig að vera meðvituð/aður um
augnablikin með fjölskyldunni þinni.
Í kjölfarið er líklegt að þú lærir að
hvíla betur í sjálfri/um þér og hugsa
„já, ég er góðu lagi“ og sleppa þess-
ari endalausu sjálfsagnrýni og sam-
viskubiti.
Núvitund getur leitt af sér
gæsku og samkennd
„Mikið af þeirri sjálfsagnrýni sem
foreldrar upplifa er keyrt áfram af
tilfinningalegum þáttum. Vegna
hluta sem ekki verða eða ýmsu sem
hefur sært þig. Einfaldar núvitund-
aræfingar geta verið grunnur að
mun meira krefjandi aðstæðum þar
sem líkur eru á að þú bregðist síður
neikvætt við tilfinningalega, til dæm-
is með því að öskra eða segja eitt-
hvað sem þú vildir ekki hafa sagt.
Með þeim hætti er hægt að vera í að-
stæðum og höndla þær með fullri
meðvitund um eigin tilfinningar og
af þeirri ró sem núvitundin getur
fært fólki og fjölskyldum. Þannig
höfum við betri tök á að mæta erf-
iðum aðstæðum, og í raun öllum að-
stæðum, með gæsku og samkennd,“
segir Jon.
„Núvitundin skapar ramma fyrir
okkur að skilja ólíkar aðstæður,
einnig erfiðar aðstæður, og sortera
tilfinningar okkar og aðskilja þær
frá því hvernig við högum okkur. Við
skiljum betur af hverju við erum reið
og reynum að forðast að ásaka okkur
sjálf eða barnið með þeim neikvæðu
tilfinningum sem fylgja. Í kjölfarið á
meðvituðum samskiptum í anda nú-
vitundar fylgir gæska. Ef við skiljum
af hverju barnið er ókurteist eða
makinn reiður er mun auðveldara að
nálgast fólkið í kringum okkur með
samkennd heldur en ef við dæmum
fólk eingöngu af gjörðum þess og
orðum. Þetta á reyndar við um öll
mannleg samskipti, ekki eingöngu
innan fjölskyldna. Því er það mjög
gott veganesti fyrir hvert barn út í
lífið að stemningin í fjölskyldunni
einkennist af núvitund,“ segir Myla
að lokum.
Að fanga núið með barninu þínu
Jon Kabat-Zinn er prófessor emeritus í læknisfræði
við University of Massachusetts og frumkvöðull að
iðkun núvitundar í læknisfræði og sálfræði. Hann
heimsótti Ísland á dögunum ásamt konu sinni Mylu
Kabat-Zinn að halda námskeið um núvitund, meðal
annars núvitund í uppeldi og innan fjölskyldna, og
ákvað Fjölskyldan á mbl.is að hitta þau hjón að máli
og forvitnast um hvernig núvitund geti verið gagn-
leg í nútímafjölskyldulífi.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Núvitund. Myla og Jon Kabat-Zinn ferðast um heiminn og kenna námskeið í núvitund, m.a. í tengslum við uppeldi.