Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 56

Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Í dag er heimur- inn svo miklu fá- tækari en í gær. Í dag misstum við Guðrúnu Ragnheiði Jónsdóttur; Guðrúnu frænku. Guðrún frænka, sem var alltaf svo hress og skemmtileg. Alltaf til í mannamót og að bjóða heim í matarboð og veislur. Alltaf hægt að leita góðra ráða hjá. Alltaf með útrétta hjálparhönd. Alltaf í göngutúrum, úti að hjóla, að rækta garðinn sinn, á tónleikum, í veiðitúrum og á ferðalögum, sannarlega þunga- miðja fjölskyldunnar. Guðrún frænka gaf alltaf bestu afmælis- og jólagjafirnar. En í dag gaf hún sína síðustu en jafnframt ótrúlegustu gjöf hing- að til: líffæri sín. Og þótt við sem þekktum hana vildum frek- ar eiga hana, þá veit ég að Guð- rún yrði svo ánægð og stolt af gjöfum sínum. Gjöfum sem eiga eftir að bæta líf svo margra ann- arra, jafnvel bjarga mannslífum. Þótt ég gráti af sorg í dag munu aðrir ókunnugir gráta af gleði, þökk sé Guðrúnu. Hún hefði orðið himinsæl með það. Ég mun sakna þín svo sárt elsku Guðrún, heimurinn mun sakna þín. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst okkur. Takk fyrir að deila visku þinni með okkur. Takk fyrir kærleik- ann, skilninginn, gjafmildi þína og svo ótal margt fleira. Bál þitt var svo bjart Það breiddi úr sér eins og blómabreiða og festi rætur við hvern þann sem átti leið hjá Þungamiðja svo margra traustur klettur brosið bjart faðmlagið hlýtt En þó bál þitt hafi slokknað logar lítil glóð og kyndir núna nýja elda Þú sem gafst ávallt svo mikið af þér jafnvel á lokadegi þínum gafstu mest Sorgin er sár þakklæti huggun Þín frænka, Gwen. Haustið 1980 flutti ég til Upp- sala í Svíþjóð og tók upp þráð- inn í námi eftir nokkurra ára hlé. Í Uppsölum var á þessum árum nokkuð fjölmenn og afar kröftug og skemmtileg nýlenda íslenskra námsmanna. Íslend- ingafélagið var öflugt, mikill samgangur og mikið félagslíf í þessari litlu nýlendu. Þarna kynntist ég mörgu góðu fólki sem hefur haldið vinskap og kunningsskap allar götur síðan. Ein í þessum ágæta hóp var Guðrún Ragnheiður eða Gunna eins og hún var oft kölluð hvunndags. Hún hafði svolitla sérstöðu í námsmannahópnum sem nemandi í stærðfræði og mikill bridgespilari. Rökföst raungreinamanneskja. Guðrún var góður og traustur félagi í góðra vina hóp, hafði gaman af að skemmta sér með góðum fé- lögum, en var jafnframt einnig alltaf tilbúin í að ræða djúpr- istari mál ef svo bar undir. Hún var fyrsti kvenkynstrúnaðarvin- ur minn sem var gott að eiga að Guðrún Ragnheið- ur Jónsdóttir ✝ Guðrún Ragn-heiður Jóns- dóttir fæddist 2. febrúar 1960. Hún lést 15. maí 2018. Guðrún var jarð- sungin 6. júní 2018. þegar lífið virtist vera aðeins flókn- ara en ætlað hafði verið í fljótu bragði. Guðrúnu voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir hönd nýlend- unnar og einnig annarra Íslendinga sem búsettir voru erlendis. Hún sat bæði í stjórn SÍNE og var formaður Félags Íslendinga á Norður- löndum. Ég hitti Guðrúnu ekki í allnokkur ár eftir að ég flutti heim þar sem hún ílengdist í Svíþjóð um árabil að námi loknu. Eftir að hún flutti til Íslands aft- ur og hóf störf hjá Hagstofu Ís- lands þá hittumst við oft vegna vinnunnar og sem nágrannar í Borgartúninu. Gamla góða Guð- rún var sjálfri sér lík og svo var allan þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Það var því harmafregn þegar fréttir bárust af því fyrir skömmu að Guðrún hefði látist langt fyrir aldur fram úti í Sví- þjóð eftir heilsufarslegt áfall og skamma sjúkrahúslegu. Það sannaðist þar að enginn veit nær stundin rennur upp. Eftir situr minningin um góðan og heil- steyptan vin sem ánægjulegt er að hafa kynnst. Við Sigrún vott- um fjölskyldu Guðrúnar, ætt- ingjum hennar og vinum okkar innilegustu dýpstu samúð. Gunnlaugur og Sigrún. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar við fréttum að Guðrún frænka væri fljótlega að fara frá okkur. Við áttum ekki von á öðru en að þessi ynd- islega föðursystir, sem hefur verið til staðar allt okkar líf, yrði með okkur enn um ókomna framtíð. Það mun verða stórt tómarúm sem hún skilur eftir í fjölskyld- unni og í hjörtum okkar sem eft- ir erum. Hún var límið sem hélt okkur öllum saman. Ef einhver ættingi, hvort sem er fjar- eða náskyldur, kom að utan þá hitti maður viðkomandi heima hjá Guðrúnu. Ef það var eitthvert tilefni í fjölskyldunni þá var Guðrún frænka búin að skipuleggja. Það var alltaf hægt að tala við Guðrúnu, hún fylgdist vel með og hafði sterkar skoð- anir á flestum málum. Þar sem Guðrún var barnlaus var það þannig að við, börn systkina hennar, vorum á vissan hátt öll börnin hennar líka. Við höfum undanfarið rifjað upp minningar af heimsóknum til hennar þegar hún bjó í Sví- þjóð, af Guðrúnu að elda fram- andi mat, sjá um garðinn sem hún hafði svo mikið yndi af og svo ekki sé minnst á dularfullu Olof Palme-bókina sem hefur alltaf verið sýnileg í bókahill- unni, hvar sem hún hefur búið. Þú fórst allt of snemma frá okkur, kæra Guðrún, og þín verður sárt saknað. Hvíl í friði – takk fyrir tímann sem við áttum saman (Tack för den tid vi fick tillsammans). Ásdís María, Ernir og Ari Brynjólfsbörn. Lífið er eins og kvika, ýmist þunn- eða seigfljótandi. Stefnan og hraðinn geta verið óvænt. Kvikan storknar og skilur eftir sig minningar um það sem var. Þannig leið mér og kom í hug þessi myndlíking þegar ég fékk fréttir af skyndilegum veikind- um Guðrúnar, æskuvinkonu minnar, sem drógu hana til dauða svo fljótt. Minningarnar hrönnuðust upp. Guðrún hefur verið hluti af tilveru minni, nán- ast frá því ég man eftir mér; allt frá því við vorum smástelpur í Skólagerðinu. Leiksystur og heimagangar hvor hjá annarri á barns- og unglingsárunum, sam- tíða í menntaskóla og hluta af Svíþjóðarárunum og höfum síð- an alltaf haldið góðu sambandi þó að samverustundirnar yrðu ekki eins tíðar seinni ár og þær voru áður. Ein af fyrstu minningunum eru frá því við nokkrar stúlkur úr götunni, á aldrinum 6-8 ára, sóttum danstíma í Félagsheimili Kópavogs og gengum saman í myrkrinu eftir stíg yfir kirkju- holtið. Sögur fóru af bófagengi sem hélt til í holtinu. Það voru „stórir“ strákar sem áttu það til að handsama yngri krakka og flýttum við okkur sem mest við máttum yfir holtið og mögnuð- um upp hræðsluna hver hjá ann- arri. Á sumrin voru það annars mest útileikirnir og á veturna var götunni breytt í sleðabrekku og krakkarnir spruttu út úr hús- unum til að taka þátt. Við vorum hvor á sínu árinu og skiptu bekkjarfélagar okkur meira máli um árabil þó að við héldum alltaf okkar trygga sam- bandi, ekki síst á sumrin en svo fór að við urðum samtíða í menntaskóla og vináttan hélt áfram með ævintýrum og nýrri reynslu. Eftir stúdentspróf héld- um við tvær saman í minnis- stæða lestarferð um Norður- lönd. Heimsóttum vini í Noregi, djömmuðum hressilega í Köben og enduðum svo í Uppsölum þar sem ég varð eftir veturlangt. Sú skamma dvöl Guðrúnar í Uppsölum varð væntanlega kveikjan að því að hún hélt síðan þangað sjálf ári síðar og búseta í Svíþjóð varð að fjölmörgum ár- um. Það var alltaf gott að heim- sækja Guðrúnu, bæði í Uppsöl- um og Stokkhólmi og ekki síður að hittast heima um jól og deila reynslusögum. Eftir að hún flutti heim héldum við þræðin- um, hittumst í hádegisverðum, afmælum, matarboðum, göngum og við ýmis önnur tækifæri. Guðrún var opin og átti auð- velt með að kynnast fólki. Hún var örlát á vináttuna og Þórólfur og Hrafnhildur urðu líka hennar vinir. Hún var kletturinn sem stóð upp úr, ræktaði garðinn sinn og hlúði að hvar sem hún fór. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða svo yndislegri vinkonu. Elsku Sigrún. Ég votta þér og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill. Hvíl í friði, mín kæra Guðrún. Þín vinkona, Sigrún Valgarðsdóttir. Árið er 1976. Við höfum ný- lokið landsprófi úr Víghólaskóla og förinni er heitið í Mennta- skólann í Kópavogi þar sem haldinn er kynningarfundur fyr- ir nýnema. Eftirvænting var í loftinu, enda allt lífið framundan og svo margt enn óráðið og spennandi. Einkennisbúningur- inn var Álafossúlpa, kengúru- skór og alpahúfa úr Andersen & Lauth til að undirstrika rót- tæknina. Þarna hittum við í fyrsta skipti Guðrúnu Ragnheiði vinkonu okkar. Þær sátu saman Guðrún og Sigrún Valgarðs eins og svo oft, enda óaðskiljanlegar á þessum árum og vinkonur frá barnæsku. Við áttuðum okkar fljótt á því að þarna voru komn- ar stelpur að okkar skapi og varð strax vel til vina. Samveru- stundirnar áttu eftir að verða margar og í stærri hópi vin- kvenna sem við kynntumst líka í menntó. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þessa yndislegu vin- konu, langt fyrir aldur fram. Við hittum hana síðast í janúar heima hjá Kaju, á árlegri sam- verustundu gamla vinkvenn- ahópsins okkar úr MK. Það var að venju létt yfir okkur öllum og mikið hlegið þrátt fyrir skamm- degið úti og válynd veður. Guðrún var hress og kát og sagði sögur, eins og henni einni var lagið. Ein var af samskiptum hennar við þaulsetinn ferðalang sem hún hafði aumkað sig yfir og boðið húsaskjól af því að hann var í vandræðum, en vildi síðan ekki fara þegar á reyndi. Og þannig var Guðrún. Hún var gull af manni og mátti ekkert aumt sjá. Góðmennskan var ekki bara í orði, heldur einnig á borði. Það er margs að minnast frá þeim rúmum fjörutíu árum sem vinátta okkar spannar. Á menntaskólaárunum var enda- lausum tíma varið í spjall á kaffihúsum við að leysa lífsgát- una eða hvaðeina sem í hugann kom. Í þá daga var aðeins eitt kaffihús í Kópavogi og það var í Félagsheimilinu. Þar sátum við daginn út og inn, enda ábótin á kaffið ókeypis og það hentaði fá- tækum námsmeyjum vel. Við fórum síðan hver í sína áttina og margar áður en náminu í Menntaskólanum í Kópavogi lauk, þar sem okkur lá á að komast að heiman og út í heim. Guðrún flutti til Svíþjóðar og bjó þar um margra ára skeið eftir útskrift úr menntaskóla og lærði þar stærðfræði. Strengur- inn á milli okkar slitnaði þó aldr- ei og við hittumst reglulega í gegnum árin og deildum sögum úr persónulega lífinu. Guðrún hafði sterka tengingu við börn systkina sinna og vinkvenna, sem hún var afar stolt af, og við fylgdumst með þeim vaxa og blómstra í gegnum frásagnir hennar. Guðrún fylgdist vel með al- þjóðlegum straumum í pólitík, efnahags- og samfélagsmálum. Hún tók alltaf faglega nálgun á hlutina í samræðum en hafði jafnframt sterkar skoðanir og ríka réttlætiskennd. Við sleppt- um því ekki tækifærinu á að skransa yfir það sem var efst á baugi í umræðunni þegar við hittumst og komum aldrei að tómum kofunum hjá Guðrúnu. En nú er Guðrún skyndilega farin í ferðina löngu. Að leiðar- lokum viljum við þakka fyrir dýrmæta vináttu og samfylgd í gegnum árin. Minningin um góða vinkonu lifir um ókomin ár. Við vottum fjölskyldu Guðrúnar okkar innilegustu samúð og ást- vinum hennar öllum. Bryndís Hlöðversdóttir og Regína Ásvaldsdóttir. Elsku Guðrún okkar. skærasta stjarnan á himnum, hlýjasta sólin, bjartasta tunglið og sterkasta ljósið. Og rigningin. Þú ert vatns- dropinn sem fyllir blómin okkar lífi. Blómin sem þú sást um að planta og næra og hlúðir að. Rétt eins og þú hlúðir að okk- ur öllum í kringum þig. Við vor- um og erum enn auðmjúk blóm- in þín og þú blómið okkar. Gjafmildin botnlaus, faðmur- inn endalaus, ástin skilyrðislaus. Mér virðist ómögulegt að þakka fyrir allt sem þú hefur gefið mér, allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig, en ég vil lifa í þeirri trú að þú vitir allt sem vita þarf þar sem þú ert núna. Þó ég hafi aldrei nefnt það við þig varstu og munt alltaf vera mín önnur mamma. En ég held þú vitir það. Sem og önnur mamma svo margra annarra barna sem treystu á þig, litu upp til þín og elskuðu, eins og ég gerði og geri. Minningin um þig mun lifa að eilífu og ég mun alltaf hlýja mér við allar þær yndislegu minn- ingar sem við höfum skapað saman, mér ómetanlegar. Sitjandi á svölum að lakka á okkur táneglurnar, dagsferð til Feneyja, sagan um Rauðhettu og Línu og Bangsímon, berja- mórinn, djúpar samræður um ástina, Esjan og fjallgöngur á Ítalíu, tjaldferðalagið um Fjalla- baksleið, stærðfræðikennsla, og svona gæti ég endalaust talið upp. Það verður tómlegt án þín. Ég elska þig, Guðrún. Góða ferð. Þín Þorgerður Atladóttir (Thea). Við mæðgur vorum svo lán- samar fyrir 38 árum að kynnast Guðrúnu þegar hún flutti til Uppsala í Svíþjóð. Ekki var það verra þegar hún flutti inn til okkar þar sem hún var á hrak- hólum með húsnæði. Þetta var allra hagur og okkur kom svo ljómandi vel saman frá fyrstu stundu. Bjuggum við saman í mörg ár eða þar til hún flutti til Stokkhólms. Átti hún þó alltaf sitt annað heimili hjá okkur í Uppsölum á meðan við bjuggum þar. Guðrún tók virkan þátt í upp- eldi Ingu Sóleyjar. Ég las fyrir hana og söng á kvöldin en ekki leið á löngu þar til Inga þakkaði mér fyrir lesturinn og kallaði svo á Guðrúnu og pantaði söng. Guðrún mætti með gítarinn og saman sungu þær nokkur góð baráttulög um jafnrétti og frið á jörð. Þegar ég fór að afsaka að ég væri ekkert sérstaklega lag- viss, svaraði Guðrún að það væri ekki rétt, ég syngi bara svolítið falskt. Ég veit ekki enn í dag hvort er skárra. Mannréttindi og friður voru Guðrúnu hjartfólgin. Hafði hún óendanlega þolinmæði við að út- skýra og ræða hin ýmsu málefni við stelpuhnátu. Ingu fannst gott að kúra hjá henni í sófanum og horfa á fréttirnar. Ræddu þær saman flókin málefni svo sem aðskilnaðarstefnu Suður- Afríku, morðið á Olof Palme eða viðskiptabann á Kúbu. Inga svarað þá iðulega, ég breyti þessu þegar ég verð forseti. Guðrún fylgdist vel með þróuninni í umhverfisvernd og var fljót að tileinka sér nýja siði. Hjá henni var allt endurunnið sem hægt var. Að fara vel með jörðina var gegnumgangandi þráður í öllu bæði stóru og smáu. Það eru ófáar gönguferð- irnar sem farnar hafa verið sam- an, í berjatínslu, sveppaleit eða upp á fjall. Guðrún hafði gaman af að kynnast nýju fólki og var bæði formaður SÍDS og í stjórn SINE. Var heimilið eins og upp- lýsingamiðstöð og Guðrún greiddi götu allra af stakri ljúf- mennsku. Mörgum fannst gott að leita til hennar því hún gaf sér tíma til að hlusta og veita góð ráð. Hún hafði góða nær- veru og fannst gaman að bjóða fólki í mat. Var oft glatt á hjalla á heimilinu. Margir höfðu mikla matarást á Guðrúnu og létu sig ekki vanta í veislur hjá henni. Þá var hún líka snillingur í að galdra fram góðan mat í úti- legum. Hún var mjög stolt af fólkinu sínu og fylgdist vel með börn- unum í leik og starfi. Um daginn ræddum við vinskap mæðra okkar sem kynntust þegar mamma hennar flutti í íbúð við hliðina á mömmu minni. „Við kaupum bara íbúðirnar þeirra þegar við verðum gamlar og bú- um hlið við hlið,“ sagði Guðrún. Það fannst mér góð tilhugsun. Guðrún var hugrökk, sönn, sterk og ráðagóð. Nú þegar komið er að leiðarlokum erum við þakklátar fyrir alla vænt- umþykjuna, umhyggjuna og ein- lægnina sem við upplifðum í gleði og sorg. Það voru forrétt- indi að fá að vera henni sam- ferða öll þessi ár. Kristjana og Inga Sóley. Guðrún okkar! Það var erfitt að fá fréttir um að þú værir farin frá okkur. Hugurinn fór á flug og minn- ingar streymdu fram. Svo ótal margar og fjölbreyttar minning- ar um sterka og magnaða konu sem þú varst. Þú varst vinkona var það fyrsta sem kom upp í hugann, svo endalaust góð vin- kona allra sem þú þekktir. Þú gerðir aldrei mannamun og aldr- ei hallmæltir þú nokkurri sál. Þú varst alltaf fyrst til að bjóða þig fram ef eitthvað þurfti að skipu- leggja, leggja til húsnæði, gist- ingu, hjálp með útreikninga á lífeyrismálum svo eitthvað sé nefnt. Svo mikill snillingur. Hjálpsemin jókst bara með þroska þínum. Á komandi haust- mánuðum ætlaðir þú að gerast hjálparstarfsmaður í Palestínu. Nú höfum við vinkonurnar ákveðið að gefa peningaupphæð í minningu þína til að styðja konur í Palestínu. Þú varst gáf- uð, elsku Guðrún, heilsteypt og góð manneskja sem sást gott í öllum og öllu. Kynni okkar hófust í Upp- sölum í Svíþjóð. Hún er ljúf minningin þegar við grilluðum saman á klettinum, Þorrablótin okkar saman og skemmtiatriðið í gulu pilsunum. Blakferðirnar til Lundar o.fl. Hvernig þú og Kristjana sáuð til þess að allir sem fluttu til Flogsta fengju eftirminnilegar móttökur, móttökur sem ein- kenndust af kærleika og enda- lausri hjálpsemi. Nú rifjast þetta allt upp eins og gerst hafi í gær og smitandi samkennd þín er okkur veganesti þar til við förum líka í þessa vegferð sem við öll förum. Vegferð sem þú fórst í allt of snemma. Það er erfitt að skilja af hverju svona góð og falleg manneskja fékk ekki að vera með okkur lengur. Í dag, 6. júní, er þjóðhátíðardagur Svía. Er það tilviljun, elsku Guðrún, að þú sért jarðsungin á þessum degi, þar sem Svíþjóð var svo stór hluti af lífi þínu. Takk fyrir vináttuna, við söknum þín. Þínar Uppsalavinkonur, Þóra Jóna, Kristjana, Ólöf (Lóa), Margrét (Magga), Unnur, Sigríður (Sirrý), Anna, Svanhildur, María, Stefanía, Nanna, Hjördís og Elva. Kær vinkona okkar, Guðrún Ragnheiður, lést eftir stutt veik- indi 15. maí síðastliðinn. Frétt- irnar komu algjörlega á óvart og það er erfitt að trúa því að Guð- rún sé endanlega horfin okkur. Hún var gædd einstökum mann- kostum. Hafði hlýja framkomu, var heilsteypt og skemmtileg, greiðvikin og gestrisin. Hún hélt í heiðri gömul og góð gildi en var á sama tíma nútímalegur umhverfissinni. Við höfum síðastliðin 15 ár hist reglulega yfir vetrartímann og spilað bridds okkur til ánægju. Guðrún var leiðtoginn í HINSTA KVEÐJA Upp í hugann kemur brosið hennar Guðrúnar, fallegt, hlýtt og glettnis- legt. Við vorum vön að hitta þær Guðrúnu og Kristjönu, gömlu Uppsala- vinkonurnar okkar, ásamt fleiri á Kaffi Rósenberg þegar við vorum stödd á Íslandi. Guðrún tók alltaf vel í þegar við höfðum samband og hóaði í Krist- jönu og það var auðvelt að taka upp þráðinn á ný. Við minnumst líka skemmti- legra stunda heima hjá Guðrúnu í Norðurmýri í garðveislu eða fordrykk eins og síðast, áður en hjól- að var niður Laugaveginn á björtu sumarkvöldi og sest inn á krá. Við þökkum af alhug góðu kynnin, vin- skapinn og tryggðina. Blessuð sé minning yndis- legrar konu. Þórdís Richardsdóttir, Per-Otto Sylwan, Uppsölum, Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.