Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 59

Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 þeir Lárus og Ingjaldur kunnu vel að meta hvor annan. Þeir ráku stofuna saman, með frá- bæru og tryggu starfsfólki, þar til Lárus lést eftir stutta og harða baráttu við krabbamein. Það var mikill samgangur á milli heimila okkar og margt skemmtilegt gert. Alltaf voru þau hjónin höfðingjar heim að sækja en þau áttu glæsilegt menningarheimili. Takk fyrir vináttu og sam- fylgd síðastliðin 44 ár, takk fyrir aðstoð og samhug á sorgartíma, takk fyrir ástríkið og kærleik- ann, já og takk fyrir allt hrósið, fáir kunna að hrósa eins og þú gerðir. Takk fyrir að vera alltaf til staðar Þú varðst gæfukona í lífi og starfi. Áttir einstakan eigin- mann sem stóð eins og klettur við hlið þér alla tíð í gegnum sorg og gleði. Börnin þín, tengdabörn og barnabörn hafa sýnt þér einstaka ást, hjálpsemi og umhyggju eins og þú sýndir þeim. Missir þeirra er mikill. Það er svo sárt að sakna en það er svo gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninganna. Gráttu, „Því að sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða.“ (Sigurbjörn Þorkelsson) Þau eru orðin nokkur árin sem þú þurftir að stríða við al- varleg veikindi, en oft komu góð tímabil. Þú varst svo þakklát fyrir þá lækningu, hjúkrun og aðhlynningu sem þú fékkst í gegnum þennan erfiða tíma. Alltaf var gott að koma til þín, það var mikið spjallað, hlegið en stundum komu smá tár ef minnst var á okkar nánustu sem voru okkur svo kærir en fóru allt of snemma en tíminn læknar og tíminn mildar. Látum það góða breiða yfir sársaukann og sorg- ina. Elsku vinkona, nú svífur þú blítt til Sumarlandsins. Þar verða margar kærleikshendur sem taka á móti þér, einkasonur ykkar, þessi glæsilegi, vel menntaði ungi maður sem hvarf allt of snemma frá eiginkonu og ungum sonum, Halla systir þín, sem þið fjölskyldan hugsuðuð svo vel um, aðrir ættingjar og vinir sem horfið hafa á braut. Kæra fjölskylda, hugur minn og barna minna er hjá ykkur. Með þökk fyrir allt og allt. Hjartans kveðja, Svanhildur Th. Kær æskuvinkona er látin eft- ir 12 ára baráttu við óvæginn sjúkdóm. Við kynntumst fyrir 65 árum þegar hún byrjaði í 9 ára bekk í Landakotsskóla. Fljótlega urðum við bestu vinkonur og sú vinátta hélst alla tíð og bar aldr- ei skugga á. Auðvitað sinnaðist okkur stundum og við urðum ósammála en létum það ekki skemma lengi fyrir okkur. Við fylgdumst að í gagn- fræðaskóla, Verzlunarskóla Ís- lands til stúdentsprófs og síðan í eitt ár í Kennaraskóla Íslands. Í minningunni vorum við næstum daglega saman, ef ekki þá var gripið til símans og skraf- að lengi. Margs er að minnast frá skólaárunum. Okkur lá á að fara til útlanda og héldum til Kaupmanna- hafnar sumarið 1960, þá 15 og 16 ára. Spenningurinn var mikill en við höfðum fengið sumarvinnu á hjúkrunarheimili á Amager við aðhlynningu aldraðra ásamt þremur öðrum stúlkum. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir okkur og skipstjórinn, pabbi Ingu Jónu, fylgdist með okkur, kom í heimsókn og sigldi með okkur heim um haustið. Oft í gegnum árin höfum við hugsað til þessarar ferðar, hvað við gerðum margt skemmtilegt þegar við könnuðum borgina, þroskuðumst og hlutum góða reynslu af erfiðu umönnunar- starfi. Við áttum líka eftir að verða samferða til London þar sem við unnum sem au pair. Langt var á milli okkar og við hittumst einu sinni um sumarið. Við bættum það upp með siglingu heim með Heklu um haustið. Slæmt var í sjóinn og sjóveiki í gangi en við nutum samt sjóferðarinnar. Eftir kennarapróf vildi svo skemmtilega til að Inga Jóna kenndi einn vetur í gamla skól- anum okkar, Landakotsskóla, og hafði mikla ánægju af. Við Inga nutum þess að minn- ast æsku okkar saman og ekki síður allra minninganna með eiginmönnum og börnum. Ófáar voru heimsóknirnar upp á Akranes. Þangað var gott að koma og alltaf tekið á móti okkur af mikilli hlýju og gest- risni. Það var líka yndislegt að fá Ingu og fjölskyldu í heimsókn, bæði heim og í sumarbústað okkar. Einnig komu þau til okk- ar þegar við fjölskyldan bjugg- um í Danmörku og Frakklandi. Þá var farið í ýmsar skoðunar- ferðir og glatt á hjalla. Eftirminnileg er skíðaferð fjölskyldnanna á Langjökul á áttunda áratugnum. Frumstæð skíðalyfta kom okkur upp í brekku og var þetta fínn undir- búningur fyrir áframhaldandi skíðaiðkun. Gist var í sumar- bústað og slappað af í heitum potti í 10° frosti. Inga var trygglind, hlý og góðhjörtuð. Hún var ættrækin og var umhugað um fjölskyldu sína og vini. Henni þótti vænt um skóla- systkini og maka í VÍ 6́5 og spennt að frétta af hópnum þeg- ar hún var hætt að komast á fundina okkar en við hittumst mánaðarlega yfir vetrartímann. Auk þess er farið í sumarferðir út á land og til útlanda. Eftir að þau hjónin fluttu í Garðabæinn þótti mér vænt um hvað við Inga hittumst oft, fór- um í gönguferðir um nágrennið, bíltúra og komum við á kaffihúsi eða höfðum það huggulegt í Ný- höfninni og spjölluðum. Við Gunnar og fjölskylda okk- ar sendum Ingjaldi, dætrum, tengdabörnum og barnabörnum hjartanlegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingu Jónu. Gunnhildur Jónsdóttir. Nokkur kveðjuorð til kærrar vinkonu, Ingu Jónu Jónsdóttur. Ég kynntist þeim sómahjón- um Ingu Jónu og Ingjaldi fyrst fyrir um 24 árum þegar ég leigði hjá þeim um sinn og síðan þá hafa þau verið í hópi þeirra sem ég tel til vina minna. Inga Jóna er ein af betri manneskjum sem ég hef á æv- inni kynnst. Hún mátti aldrei aumt sjá og var alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd til handa þeim sem áttu undir högg að sækja á einhvern hátt. Hún var jafnframt afar glaðlynd og skemmtileg, var vel að sér um flesta hluti og minnug með af- brigðum. Mér finnst í raun fá- ránlegt að tala um hana í þátíð því að andi hennar og minningar um hana munu lifa með mér og öðrum þeim sem voru svo heppnir að kynnast henni. Sérstaklega kær er minningin frá því þegar þau hjón heimsóttu mig austur í sumarbústað og gistu þar í nokkrar nætur. Við fórum í ýmsar skoðunarferðir og gerðum vel við okkur í mat og drykk þegar við sátum úti á palli og spjölluðum langt fram eftir kvöldi. Þetta var afar skemmti- legur tími og Austurlandið var upp á sitt besta, sól og blíða og Lagarfljótið ennþá blátt. Inga Jóna gat verið mjög fljót að ákveða sig eins og sást best þegar við sátum úti á palli uppi í Jörundarholti vorið 1996 og spjölluðum um alla heima og geima eins og við gjarnan gerð- um. Talið barst að væntanlegum forsetakosningum og að þeim frambjóðanda sem hugnaðist okkur báðum best. Það varð úr að við keyrðum niður í bæ á Akranesi, fundum autt húsnæði, leigðum það og stofnuðum kosn- ingaskrifstofu fyrir Guðrúnu Agnarsdóttur. Meira þurfti ekki til og næstu vikurnar fóru síðan að mestu í kosningaundirbún- ing, kaffiveitingar, dreifingu auglýsinga og ýmsar uppákom- ur. Það urðu okkur vissulega töluverð vonbrigði þegar okkar manneskja náði ekki meirihluta í kosningunum sjálfum en við skemmtum okkur hins vegar konunglega í undirbúningi for- setakjörsins. Inga Jóna og Ingjaldur voru afar samtaka í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og fjöl- skyldan öll raunar mjög sam- rýnd. Inga Jóna var afar stolt af börnum sínum og barnabörnum en skuggi færðist þó yfir fyrir nokkrum árum þegar einkason- ur hennar dó snögglega. Harm- ur þess atburðar yfirgaf hana aldrei fullkomlega heldur setti svip á allt líf hennar upp frá því. Eftir að þau hjón fluttu suður þá urðu samskiptin heldur strjálli en ævinlega gleðilegt og skemmtilegt að hitta þessa sómakonu enda þau hjón alltaf höfðingjar heim að sækja. Þótt hún væri orðin töluvert veik í síðustu skiptin sem ég sá hana bar hún sig ævinlega vel og kvartaði aldrei en í lokin laut hún þó í lægra haldi fyrir mein- inu. Hennar verður sárt saknað og ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til Ingjalds, dætra, tengdabarna og barna- barna og til Kiddu systur hennar. Helena Valtýsdóttir. Það var um haustið ’75. Eftir- væntingarfullt skólabarn í Barnaskóla Akraness hafði hlakkað til að komast í „alvöru“ nám, eftir forskólann, sem taldi ekki nema rétt um tvær stundir á dag, en hafði þó skilað þeim ár- angri að grunnur í lestri, skrift og reikningi, var afgreiddur. Að læra að setja z inn í orð, var „helzta“ hugðarefnið. Því fylgdi mikil spenna að vita hver sjö ára barnakennarinn yrði. Kennarinn vísaði barna- hópnum til sætis og við vorum ein augu. Með mikla útgeislun, sérlega fallegt, rautt hár og í gulri skyrtu, kynnti hún sig: Ingibjörg Jóna Jónsdóttir. Strax þessa stund fengum við lært hvernig haga skyldi undirbún- ingi þessara fyrstu skóladaga, bæði hvað varðaði góða næringu eða „nesti“ einnig eitt og annað sem laut að reglusemi og snyrti- mennsku. Margar þessara reglna held ég í heiðri enn í dag, en þarna var sleginn tónn sem mér líkaði sérlega vel, hvort heldur snéri að utanumhaldi eða því kappi, að kosta með iðni, vel til námsins. Ég minnist skemmtilegra tíma og frábærra innlagna, sem fylgt var eftir með góðri hvatn- ingu og áhuga fyrir því að nem- endurnir næðu árangri. Seinna á vinnuævinni, fór Inga Jóna í sér- kennaranám og þótti eftirsókn- arvert að vera hjá henni. Svo einstaklega heppin er ég að ein mín allra besta vinkona er dóttir Ingu Jónu, Inga Steina, en ekki hefur borið skugga á vin- áttu okkar til þessa dags. Smám saman sá ég úr hverju þetta góða fólk var ofið: Ein- stakri samheldni og áhuga fyrir velferð annarra, góðu spjalli um lífið og tilveruna, sem Inga Jóna leiddi oft á tíðum, því ljóst var að hún kunni að styrkja og laða fram það besta í fólki. Börnum þeirra Ingjalds komu þau hjónin ákaflega vel og glæsi- lega til manns sem sjá mátti og má í þeim Jóni Þorvaldi heitn- um, Ingibjörgu Steinunni, Sól- borgu Þóru og stækkandi flokki afkomenda þeirra, sem bera öll mikið svipmót þessara gilda, einhverskonar ættarmerki, ef orða má það þannig. Það var gefandi að hitta Ingu Jónu á fullorðinsárunum. Hún átti alltaf til góð ráð eða hrós þannig að manni fannst allt vera eitt ljós. Við deildum sama af- mælisdegi og fannst mér ég oft koma auga á sameiginlegan skilning á mörgu, bæði í húmor og alvöru. Drengjunum mínum reyndist hún einstök og fylgdist með framgangi þeirra og okkar. Það þótti mér sérlega vænt um því ég vissi að hennar orð voru sönn og góð, sem og gjörðir. Eldri drengurinn minn fékk í fermingargjöf frá Ingu Jónu ljóðabók eftir móðurömmu hennar, Höllu frá Laugabóli. Þegar ég fór að lesa um lífshlaup þeirrar merku konu var auðveld- lega hægt að lesa á milli línanna að þarna fóru gen sem hafa skil- að sér vel til afkomendanna: Að vera sönn og heil manneskja. Að bera hag annarra fyrir brjósti, einkum og sér í lagi þeirra sem þurftu einhverra hluta vegna á baklandi að halda. Að vera gott fordæmi í samskiptum við fjöl- skyldu og ræktun gjöfullar vin- áttu. Að þora að standa með orð- um sínum og skoðunum. Veri Inga Jóna kært kvödd. Við synir mínir, vottum Ingj- aldi, Ingu Steinu, Sólborgu og fjölskyldum, okkar allra dýpstu samúð. Kristín Björg Knútsdóttir. Fallin er frá Ingibjörg Jóna, kær vinkona og samstarfsfélagi til margra ára. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Barnaskóla Akraness sem nú er Brekkubæjarskóli. Inga Jóna, eins og hún var yfirleitt kölluð, var metnaðarfullur kenn- ari fyrst sem bekkjarkennari og ekki síður eftir að hún varð sér- kennari. Hún sýndi nemendum sínum mikla umhyggju og virð- ingu og bar ætíð hag þeirra fyrir brjósti. Hún uppskar á móti mikla væntumþykju og áttu nemendur vináttu hennar og stuðning ávallt vísan. Inga Jóna var lífsglöð og fé- lagslynd og áttum við saman margar góðar og skemmtilegar samverustundir. Hún var líka óspör á að dreifa „H-vítamíninu“ í kringum sig. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var ófeimin að láta þær í ljós. Hún var trygglynd, örlát og sýndi oft mikinn rausn- arskap. Eftir starfslok höfum við „gamlir“ starfsfélagar hist öðru hvoru og verður hennar þar nú sárt saknað. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson.) Við sendum Ingjaldi og fjöl- skyldunni einlægar samúðar- kveðjur. Minningar eru dýrmætar – varðveitum þær. Fyrir hönd fyrrverandi starfsfélaga í Brekkubæjar- skóla, Guðbjörg Árnadóttir, Ingileif Daníelsdóttir, Svandís Pétursdóttir. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG BJARNDÍS SIGURÐARDÓTTIR frá Hesteyri, Boðahlein 15, Garðabæ, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 31. maí. Útförin fer fram föstudaginn 8. júní klukkan 11 frá Garðakirkju, Garðabæ. Soffía Margrét Jónsdóttir Guðmundur Jón Jónsson Hjördís Alexandersdóttir Marín Rún Jónsdóttir Brynjúlfur Erlingsson Gunnar Jónsson Steinar S. Jónsson Sigrún Gissurardóttir Rósa Ingibjörg Jónsdóttir Oddgeir Björnsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elsku hjartans drengurinn okkar, ÓÐINN SKÚLI ÁRNASON, sem lést fimmtudaginn 24. maí verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 8. júni klukkan 14. Árni Jóhann Óðinsson Erla Jónsdóttir systkini og aðrir aðstandendur Okkar ástkæra SIGRÚN ANGANTÝSDÓTTIR, Silló, lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 27. maí. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. júní klukkan 14. Jón Dalmann Pétursson Björn Angantýr Ingimarsson Halldóra Bergsdóttir Sigríður Huld Jónsdóttir Atli Örn Snorrason Símon Guðvarður Jónsson Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON INGI GESTSSON frá Barði í Fljótum, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Alfreð Gestur Símonarsson Kristín Sigurrós Einarsdóttir Friðfinna Lilja Símonardóttir Sigmundur Sigmundsson Símon Helgi Símonarson Hrafnhildur Hreinsdóttir Hilmar Símonarson Ólafía Lóa Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegu vinir, við þökkum ykkur af öllu hjarta auðsýnda vináttu og hlýhug við fráfall elsku pabba míns, sonar okkar og bróður BIRGIS SNÆS GUÐMUNDSSONAR. Þeir sem vilja minnast hans láti Björgunarsveit Hafnarfjarðar njóta þess á heimasíðu þeirra, www.spori.is. Markús Leví Linda Björk, Guðmundur Rúnar Gylfi Freyr, Hjalti Þór, Andri Fannar og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.