Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 60

Morgunblaðið - 07.06.2018, Side 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Í dag kveðjum við Sigrúnu Gerðu Gísladóttur hjúkr- unarfræðing frá Ísafjarðarkirkju. Ég kynntist Sigrúnu Gerðu fyrst þegar eig- inmaður hennar Einar Oddur Kristjánsson settist á þing. Eftir kjördæmabreytinguna og Norðvesturkjördæmi varð til urðu samskiptin meiri vegna náinnar samvinnu okkar Einars Odds á vettvangi kjördæmisins og Sjálfstæðisflokksins. Og það var ekki í kot vísað að njóta gestrisni þeirra hjóna á ferðum okkar um Vestfirðina og nutum við Hallgerður þess ríkulega að vera með þeim og ræða málefni fólksins og byggðanna í kjör- dæminu okkar og leggja á ráð- in í hinu pólitíska starfi. Þá hafði vinátta dætra okkar sitt að segja og tengdi fjölskyldurn- ar þétt saman. Sigrún Gerða var einstök kona, bæði hrein og bein og gerði ekki mannamun og lýsti skoðunum sínum af ein- urð og festu. Frá fyrstu kynn- um urðum við góðir vinir og það var ljúft að heimsækja þau Sigrúnu Gerðu og Einar Odd á Sólbakka við Flateyri þar sem heimili þeirra stendur og fjöl- skyldan er bundin svo sterkum Sigrún Gerða Gísladóttir ✝ Sigrún GerðaGísladóttir fæddist 20. nóv- ember 1943. Hún lést 22. maí 2018. Útför Sigrúnar fór fram 2. júní 2018. böndum. Dugnaður og styrkur Sigrún- ar Gerðu var eftir- tektarverður og hún var hjúkrunar- fræðingur af lífi og sál. Það var fræð- andi að fylgjast með Sigrúnu Gerðu fjalla um starf hjúkrunar- fræðinga. Hún lagði mikla áherslu á góða og fjölbreytta menntun heilbrigðisstarfsfólks og sótti sér framhaldsnám til útlanda sem nýttist henni vel þar sem hún starfaði jafnt á stóru sjúkrahúsi sem í dreifbýlinu þar sem þekking hennar, um- hyggja og áræði varð mörgum sjúkum til hjálpar og bjargar. Kynni okkar og vinátta varð nánari þegar hún um tíma dvaldi heima hjá okkur Hall- gerði þá er hún leitaði sér lækninga á bakdeild St. Franc- iskussjúkrahússins í Stykkis- hólmi. Hvern morgun fyrir all- ar aldir fór hún í sund þar sem hún var hjá sjúkraþjálfara bak- deildar en áður höfðum við rætt dægurmálin, hlustað á fréttir og greint hið pólitíska landslag jafnframt því að ræða hagsmuni kjördæmisins sem og þörfina fyrir að efla sjúkra- stofnanir á landsbyggðinni. Þar var hún á heimavelli og gaf ekkert eftir þegar hún lýsti af þekkingu hjúkrunarfræðingsins hvað ætti að gera svo heilbrigð- isstofnanir kjördæmisins gætu staðið undir nafni. Það var mikið áfall fyrir Sigrúnu Gerðu og fjölskylduna að sjá á eftir Einari Oddi langt um aldur fram. Og nú hefur hún kvatt sína góðu fjölskyldu og vini. Á kveðjustundu viljum við Hall- gerður minnast Sigrúnar Gerðu með þakklæti og virðingu og sendum fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Sturla Böðvarsson. „Nei, ert þú kominn? Gaman að þú skyldir koma.“ Það er allt annað en sjálf- gefið að vera svo vel tekið af fólki sem ekki hefur bein fjöl- skyldutengsl, en svona vel var mér alltaf tekið er ég fór í heimsókn á Sólbakka. Ekki að furða að ég fór helst alltaf í heimsókn þangað þegar ég mögulega gat komið því við. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera boðinn velkominn á heimili Einars og Sigrúnar þegar ég dvaldi á sumrin, sem unglingur, í vinnu á Flateyri. Ég fór þang- að fyrst sumarið 1982, þá 14 að verða 15 ára. Ég gisti í her- bergi hjá Rönku heitinni og vann í frystihúsinu Hjálmi hf. Það voru nokkur viðbrigði að vera sendur einn í þorp vestur á firði, þar sem ég þekkti í raun engan, til að vinna fyrir mér. Það var vegna vináttu mömmu og Jóhönnu systur Einars sem haft var auga með mér og ég boðinn velkominn þar sem ég barði að dyrum. Það eru margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann nú þegar ég hugsa til baka öll þau ár sem ég hef þekkt þau Einar og Sigrúnu. Margar minningar tengjast uppátækja- semi Sigrúnar, ég man sérstak- lega eftir sviðsetningu heilu leikritanna með fjölda barna, öllum í búningum og með hlut- verk, í afmælisveislu einhvers. Þegar hún bjó til skrúðgöngu á 17. júní, reddaði traktor með kerru, sá til þess að allir væru í búningum og með fána og hers- ingin fór um eyrina syngjandi og trallandi í tilefni dagsins. Nú eða hinar mörgu ferðir til nágrannasveitarfélaga að keppa í hinum ýmsu íþróttum, ég oftast hafður með til að mæla lengdir, hæðir eða tíma. Sú minning sem stendur upp úr er sú einlæga gleði sem ríkti á Sólbakka kvöldið þegar þau hjónin urðu afi og amma í fyrsta sinn. Barnalán þeirra er mikið og barnabarnalán sömu- leiðis. Það verður öðruvísi að fara upp á Sólbakka nú þegar þau eru bæði farin frá okkur en minningarnar um gleði og væntumþykju munu alltaf fylgja húsinu á Sólbakka og því góða fólki sem ég kynntist í gegnum vinskapinn við þau hjónin. Það hafði óefað mikil og góð áhrif á mig að kynnast þeim hjónum og börnum þeirra á unglingsárum mínum. Þau sýndu mér að lífið gæti hæg- lega verið öðruvísi en það sem ég hafði sjálfur kynnst í upp- vexti mínum. Á Sólbakka var oft mikill gestagangur og alltaf glaðværð og sérstök væntum- þykja ríkjandi. Þau hjónin voru með allra besta fólki sem ég hef kynnst og börnin þeirra bestu vinir sem ég get hugsað mér. Nú liggja leiðir þeirra Sig- rúnar og Einars saman aftur, það verða nú fagnaðarfundir. Óttar Guðjónsson. Það gustaði um hana Sig- rúnu Gerðu Gísladóttur hvar sem hún fór. Það átti við hvort sem maður hitti hana í fjöl- menni eða annars staðar. Hún hafði lifandi áhuga á umhverfi sínu og öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og lét skoðanir sínar afdráttarlaust í ljósi. Áhugi hennar á samfélaginu, ekki síst nærsamfélaginu, var óbilandi alla tíð og manni fannst hún stöðugt hafa mörg járn í eldinum. Svona fólk er oft kallað eldhugar og það átti sannarlega við Sigrúnu. Við Einar Oddur Kristjáns- son eiginmaður hennar vorum aldagamlir vinir og baráttu- félagar. Okkar leiðir lágu sam- an fyrir vestan, jafnt í störfum okkar og félagsstarfi, en ekki síst í stjórnmálunum, þar sem við snerum bökum saman. Eftir að við höfðum báðir tekið sæti á Alþingi má segja að við höf- um unnið saman dag hvern að alls konar málum, enda póli- tískir samherjar og vinir. Það var oft gantast með það við okkur vinina að svo líkt væri komið með okkur að ekki ein- asta værum við samherjar í pólitíkinni og nafnar, heldur ættum við báðir mæður sem hétu María og eiginkonur okk- ar hétu báðar Sigrún. Sigrún Gerða lagði oft og margt til málanna þegar við nafnar rökræddum verkefni okkar. Það gerði hún af þeim eldmóði sem var henni eðlis- lægur og áhuginn leyndi sér aldrei. Það var eiginlega sama hvar borið var niður; einstök baráttumál kjördæmisins, hin stærri pólitísku mál eða verk- efni af öðrum toga, heima og annars staðar. Stundum fannst manni ótrúlegt hversu ástríðu- full og áköf hún gat orðið, jafnt í þeim smærri sem hinum stærri málum. Eftir að hafa unnið lengi og farsællega að heilbrigðis- og öldrunarmálum á heimaslóðum sínum hóf Sigrún störf í heimabæ mínum Bolungarvík á sviði heilbrigðismála. Hún var þá nýkomin frá Bretlandi þar sem hún hafði stundað fram- haldsnám á sínu sviði og var sem endranær uppfull af nýjum hugmyndum. Á engan er hallað þótt full- yrt sé að að Sigrún Gerða hafi verið potturinn og pannan í stofnun lýðheilsuverkefnisins Heilsubærinn Bolungarvík, merkilegu frumkvöðuls- verkefni, sem strax frá upphafi setti svip sinn með jákvæðum hætti á mannlífið í bænum og bar ríkulegan árangur. Hún uppskar mikla virðingu og væntumþykju bæjarbúa og þar stofnaði hún til góðra kynna og vináttu við margt fólk. Þegar Einar Oddur féll skyndilega frá langt um aldur fram árið 2007 varð hann öllum harmdauði. Sigrúnu, líkt og fjölskyldunni og öðrum sem hann þekktu, varð þetta vita- skuld alveg óskaplegt áfall, sem setti æ síðan mark sitt á hana. Síðustu árin átti þessi hressa og öfluga kona við mikið og vaxandi heilsuleysi að stríða. Þrátt fyrir það slokknaði ekki blik baráttugleðinnar í augum hennar þegar mál voru rædd sem hún bar fyrir brjósti. Eld- hugi var hún því alla tíð þótt vanheilsan sækti grimmilega að henni. Við Sigrún sendum vinum okkar, börnum og tengdabörn- um þeirra Einars Odds og af- komendum, fjölskyldu og venslafólki innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Sigrúnar Gerðu. Einar Kristinn Guðfinnsson. ✝ Halldóra(Dóra) Sigur- jónsdóttir fæddist á Norðfirði 19. október 1922. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Magnea Guðmundsdóttir og Sigurjón Magnús- son. Dóra var næstelst sex systkina, en hin voru Sigurbjörg, Herdís, Anna, Ari og Laufey. Dóra ólst að mestu leyti upp á Sjafnargötu 12 í Reykjavík hjá frænku sinni Guðrúnu Jóns- dóttur (Rúnu) og Guðnýju H. Guð- jónsdóttur (Dúní). Uppeldissystir Halldóru var Helga Sigríður Ólafs- dóttir (Sísí). Dóra giftist Björgvini Ólafssyni 12. júní, 1954. Þau áttu tvö börn, Eddu Guðrúnu og Birgi. Barnabörnin eru Áslaug, Andri Björn og Brynja Dóra og eitt langömmu- barn, Týr Fáfnir. Útför Höllu fer fram frá Hjallakirkju í dag, 7. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Amma var amma með stórum staf. Þegar vinir manns og ætt- ingjar lýstu ömmum sögðu þau stundum „það er svona eins og amma hennar Áslaugar“. Hún var alltaf til staðar fyrir alla og ég held að mér hafi aldrei hug- kvæmst að hún myndi ekki vera heima ef ég þyrfti á henni að halda. Mínar daglegu minningar úr æsku eru að hafa setið í eld- húsinu og horft á hana baka, gera sultu, útbúa mat og gefa fólki að borða. „Sestu niður og borðaðu með okkur“ heyrðist oft þegar hún var á fullu að passa að allir fengju nóg. Rjómann þeytti hún með handknúnum þeytara í bláu plastglasi. „Bollar“ í uppskriftum voru ekki hefðbundnar mæliein- ingar, heldur kaffibollinn hennar. Þegar ég bað hana um uppskrift- ir sagðist hún ekki eiga neinar, hún „sullaði bara einhverju saman“. Ef ég sat ekki með henni í eldhúsinu var hún niðri í þvotta- húsi að strauja rúmfötin með rullunni, eða sat í stofunni að prjóna eða stoppa í sokka. Hún hlustaði á hvaðeina sem manni lá á hjarta og gjarnan fylgdi með kókó og jólakaka. Fjölskyldan var ömmu allt og hún leyfði yfirleitt öðrum að njóta sín og taka orðið, en var samt svo ánægð að vera innan um okkur öll. Þetta var áberandi síð- ustu árin, en þá var augljóst að henni leið aldrei eins vel eins og með sem flesta fjölskyldumeðlimi nálægt sér, enda var viðkvæðið þegar maður kom í heimsókn oft: „Ertu bara ein?“ Þó að amma hefði ekki alltaf verið með „fulle fem“ eins og hún hefði sagt, síðustu misserin, voru ákveðnir hlutir sem hurfu ekki. Hún var alltaf glöð að sjá mig, þó að hún væri ekki alltaf viss hver ég væri. Henni fannst alltaf gott að fá góðan konfektmola, sér- staklega frá Anthon Berg. Og þegar sólin sýndi sig fannst henni yndislegt að sitja úti og snúa and- litinu að sólinni. Það er því viðeig- andi að hún kvaddi okkur á næst- um eina sólardeginum í maí – hún hefur viljað njóta síðustu geisl- anna. Ömmu verður sárt saknað og mun lifa áfram með okkur sem minning um ljúfa og góða konu sem vildi öllum vel. Mættum við öll taka okkur hana til fyrir- myndar. Sól fer eldi um svanatjarnir og silfurvoga, rennir sér bak við reginhafið í rauðum loga. Söknuð vekja síðustu geislar sólarlagsins. En svefnveig dreypir í sálir jarðar systir dagsins. Bregður á landið brosi mildu frá blómi og stráum. Vornóttin laugar vængi sína í vogum bláum. Fegurstu perlur fjaðra sinna hún foldinni gefur. Aldan niðar við unnarsteina, og Ísland sefur. (Davíð Stefánsson) Áslaug. Kynni okkar Dóru hófust fyrir alvöru eftir að hún flutti til San Francisco árið 1953 en við Sig- urður höfðum þá búið þar í nokk- ur ár. Dag einn hringdi síminn og var það Dóra sem þá var stödd í New York. Sagðist hún vera á leið vestur um, hvort við gætum skot- ið yfir hana skjólshúsi þar til hún hefði komið sér þar fyrir. Við náðum í hana út á flugvöll og svo vildi til að með okkur var vinur okkar Björgvin sem þá vann í Pittsburg en hafði alltaf sama- stað hjá okkur þegar hann kom yfir flóann til San Francisco. Björgvin eða Beggi eins og hann var alltaf kallaður var frekar orð- fár á leiðinni frá flugvellinum og þeir sem hann þekktu vita að það var ekki honum líkt. Enda liðu ekki margar helgar þar til þau Dóra voru orðin par og ári seinna héldum við öll til Reno þar sem Dóra og Beggi giftu sig. Ég er lánsöm að hafa átt Dóru að vinkonu. Dóra var allra manna hugljúfi, einstaklega hlý mann- eskja og jákvæð. Að leiðarlokum minnist ég allra ferðalaganna upp og niður vesturströnd Bandaríkjanna en á meðan við bjuggum öll í Kaliforn- íu voru allar helgar nýttar til ferðalaga. Eftir að við fluttum heim til Íslands héldu ferðalögin áfram hér heima þótt töluvert stopulli væru. Ég þakka Dóru samfylgdina og sendi ykkur, elsku Edda, Birgir og fjölskyld- ur, mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Auður Ingvarsdóttir (Didda). Halldóra Sigurjónsdóttir ✝ Jónas Jón-asson, hús- gagnasmiður, fæddist í Reykja- vík 26. janúar 1944. Hann lést á Hjartagátt Land- spítalans við Hringbraut 3. maí 2018. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jónasson frá Völl- um á Kjalarnesi og Jóhanna Björnsdóttir frá Norðfirði. Jón- as var elstur fjögurra systkina, nú er aðeins eftirlifandi Arn- fríður Jónasdóttir, f. 1953, en látin eru Málfríður, f. 1946, d. 1947, og Björn, f. 1948, d. 2015. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Bára Sigfúsdóttir, f. 1944, frá Hvammi í Þistilfirði. Jónas og Bára gengu í hjónaband 30. maí 1964. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: a) Katrín Jón- asdóttir, f. 1964, maki Guð- mundur Ólafur Guðmundsson, f. 1965. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur, f. 1986, unnusta hans er Arna Barkardóttir. Börn þeirra eru Ásgeir Ernir, f. 2013, og Hekla Marí, f. 2015. 2) Arnór, f. 1988. 3) Karen, f. 1994, unnusti hennar er Guðni Freyr. Barn þeirra er Mikael Elmar, f. 2016. b) Jónas Jónasson, f. 1969, maki Krist- rún Sigurdísar- dóttir, f. 1975. Saman eiga þau tvö börn: 1) Júlíu Kristine, f. 1998, unnusti hennar er Sindri Þór Ingimarsson. 2) Aron Kristian, f. 2004. Fyrir átti Jónas Báru Steinunni, f. 1989, móðir henn- ar er Jóhanna Bóel. Jónas ólst upp á Sjafnargötu. Hann gekk í Austurbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Austur- bæjar þaðan sem hann lauk gagnfræðaprófi. Síðan lá leiðin í Iðnskólann þar sem hann lauk námi í húsgagnasmíði og fékk svo meistararéttindi í fram- haldi af því. Hann réð sig til Reykjavíkurborgar, þar starf- aði hann í 40 ár og síðustu fimmtán árin við byggingar- eftirlit. Útför Jónasar fór fram 17. maí 2018. Elsku afi, mikið er erfitt að hugsa til þess að þú sért kominn í sumarlandið og sofnaður hin- um hinsta svefni. Okkur líður eins og þetta sé draumur og við eigum eftir að vakna upp af hon- um. Við bíðum alltaf eftir því að þú komir akandi á Hilux-inum inn á bílastæðið með ömmu í framsætinu. Það er svo óraunverulegt að við fáum ekki að hitta þig aftur í kaffi, eins og þú sagðir svo ósjaldan þegar þú komst í heim- sókn: „er ekki heitt á könn- unni?“ Síðustu daga erum við búin að rifja upp svo margar góðar og fallegar minningar um afa sem hafa yljað um hjarta- rætur og skilið eftir sig þó nokk- uð mörg tár. Missirinn er mikill en minn- ingin um góðan mann, góðan afa, lifir og við munum geyma hana í hjörtum okkar alla tíð. Við getum þakkað afa fyrir svo margt og gátum við alltaf leitað til hans eftir góðum ráð- um eða aðstoð. Elsku afi, við lofum að hugsa vel um ömmu fyrir þig. Þín Karen, Guðni Freyr og Mikael Elmar, Guðmundur S., Arna, Ásgeir Ernir og Hekla Marí. Jónas Jónasson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Miðhópi, Hofsvallagötu 23, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 24. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í Reykjavík mánudaginn 11. júní klukkan 13. Þórunn Birna Böðvarsdóttir Hugi Helgason Kristín Böðvarsdóttir Valgeir Jónasson Ólöf Ása Böðvarsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.