Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 63
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Kveðja frá Fjöl-
brautaskóla
Vesturlands
Við lok vorannar barst Fjöl-
brautaskóla Vesturlands sú
sorgarfregn að nemandi skól-
ans, Einar Darri Óskarsson,
væri látinn.
Þessi fregn var nemendum
og starfsfólki skólans mikið
reiðarslag og við erum óþyrmi-
lega minnt á hversu lítils megn-
ug við erum þegar áföll verða.
Við spyrjum okkur hvers vegna
forsjónin hrífur skyndilega
brott ungan og efnilegan mann
í blóma lífsins frá ástvinum,
ættingjum og skólafélögum.
Þegar slíkir sorgaratburðir
gerast verður mönnum orða
vant.
Í sorg og söknuði finnum við
hin svo áþreifanlega hve lífið er
hverfult.
Einar Darri hóf nám við
Fjölbrautaskóla Vesturlands
haustið 2016. Þá kynntumst við
strax þeim góðu mannkostum
sem hann bjó yfir. Einar Darri
var mjög ljúfur og hæglátur
piltur.
Einar Darri
Óskarsson
✝ Einar DarriÓskarsson
fæddist 10. febrúar
2000. Hann lést á
heimili sínu 25. maí
2018.
Útför Einars
Darra fór fram 5.
júní 2018.
Hann var ákaf-
lega dagfarsprúður
og öll hegðun hans
og framkoma til
fyrirmyndar. Ein-
ars Darra er sárt
saknað meðal nem-
enda og starfsfólks
FVA en eftir lifir
minning um góðan
dreng og þakklæti
fyrir að hafa mátt
njóta samvistanna
við hann.
Fjölskyldu hans og vinum
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Fjölbrautaskóla
Vesturlands,
Ágústa Elín Ingþórsdóttir,
skólameistari.
Ég var svo lánsöm að fá að
kynnast Einari Darra þegar
hann var sjö ára gamall. Hann
flutti með fjölskyldu sinni í
Hvalfjarðarsveit um svipað
leyti og ég kom þangað með
mín börn.
Fljótlega tókst góður vin-
skapur á milli mín og Báru,
móður Einars Darra.
Ég kenndi honum og Anítu
systur hans í nokkur ár og
Bára hugsaði vel um litlu strák-
ana mína á leikskólanum.
Einar Darri var á milli elstu
strákanna minna í aldri og Árni
Kristján litli bróðir hans var
jafnaldri og góður vinur Björg-
vins, sonar míns. Samskiptin
við fjölskyldu Einars voru því
þónokkur.
Það er varla hægt að hugsa
um Einar Darra án þess að
brosa út í annað. Hann hafði
mjög ákveðinn fatastíl og var
áberandi vel til fara og vel
greiddur alla daga. Hann var
svolítið uppátækjasamur og
alltaf til í að vera með ef það
var fjör.
Hann sýndi fullorðnum ávallt
virðingu og kom vel fram við
náungann. Einar Darri var sér-
lega glaður og skemmtilegur
strákur.
Hann var forvitinn um allt
mögulegt og hikaði ekki við að
spyrja ef það var eitthvað sem
hann langaði að vita. Þær voru
einmitt nokkrar kennslustund-
irnar sem enduðu með góðu
spjalli um heima og geima en
Einar Darri hafði einstakt lag á
að breyta kennslustundum í ís-
lensku í heimspekilega um-
ræðutíma.
Hann var svo einlægur að
það var erfitt að neita honum
um nokkurn hlut. Hann átti
ekki langt að sækja sína ljúfu
lund og þeir sem þekkja Báru,
móður Einars Darra, kannast
vel við hvernig hún umvefur
alla með sinnu hlýju nærveru.
Einar Darri var vinamargur og
alveg frá því hann var lítill
strákur þá skipti engu máli
hvort vinirnir voru strákar eða
stelpur, þau voru öll vinir. Það
er því stórt skarð hoggið í vina-
hópinn sem aldrei verður fyllt.
Einar Darri snerti streng í
hjarta mínu alveg frá fyrstu
stundu.
Það er því sérlega sárt að
horfa á eftir þessum ljúfa og
fallega dreng sem átti alla
framtíðina fyrir sér.
Elsku Bára og fjölskylda. Ég
votta ykkur mína dýpstu samúð
og vona að tíminn nái að lækna
sárin. Megi allar góðar vættir
vaka yfir ykkur.
Íris Dröfn Kristjánsdóttir.
Hinn 5. júní sl. var borinn til
grafar fyrrverandi nemandi
okkar og vinur, Einar Darri
Óskarsson, sem í blóma lífsins
var tekinn frá okkur alltof
snemma. Við erum þakklát fyr-
ir að hafa kynnst þessum
skemmtilega og ljúfa dreng og
notið samveru við hann þau sjö
ár sem hann stundaði nám hjá
okkur. Einar Darri hóf nám við
Heiðarskóla í 3. bekk haustið
2008 en færði sig um set eftir 9.
bekk vorið 2015. Til þessa tíma
lítum við nú með söknuði en
jafnframt mikilli gleði.
Einar Darri var einstaklega
hæfileikaríkur og einkar vin-
sæll meðal samnemenda sinna
sem litu upp til hans og báru til
hans traust því hann var sann-
ur vinur vina sinna. Hann var
þroskaður, alla tíð trúr sjálfum
sér og rökfastur.
Til marks um það munum við
eftir mörgum rökræðum þar
sem Einar Darri sagði skoðanir
sínar og varði þær svo með
rökum sem oft reyndist erfitt
að hrekja.
Minningarnar um Einar
Darra munu lifa í Heiðarskóla
um ókomna tíð, minningar sem
okkur þykir óendanlega vænt
um.
Við vottum fjölskyldu Einars
Darra okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd starfsfólks
Heiðarskóla,
Sigríður Lára
Guðmundsdóttir.
Einar Mýrdal
var einn þeirra fjöl-
mörgu Akurnes-
inga sem unnu allan sinn starfs-
feril hjá fyrirtækjum Þorgeirs
Jósefssonar. Ungur fetaði hann í
fótspor föður síns og lærði tré-
skipasmíði hjá Dráttarbraut
Akraness.
Fljótlega eftir að hann hlaut
meistararéttindi varð hann
verkstjóri með 30-40 menn í
vinnu. Á þeim árum voru smíðuð
nokkur tréskip hjá fyrirtækinu
og miklar annir við slipptökur
og viðhald flotans. Jafnframt
annaðist fyrirtækið byggingu
nokkurra stórhýsa á Akranesi
svo sem íþróttahússins og
stækkun sjúkrahússins.
Þegar Dráttarbraut Akraness
og Vélsmiðja Þorgeirs & Ellerts
voru sameinuð undir nafninu
Þorgeir & Ellert varð Einar
verkstjóri yfir tréiðnum og
slipptökum sem fjölgaði mjög
þegar skipalyfta fyrirtækisins
var tekin í notkun á sjöunda
áratugnum, en hún sló fljótt í
gegn og stór hluti flotans kom í
slipp á Akranesi. Álagið á
starfsmenn var mikið og þeim
fjölgaði verulega, ekki síst yfir
sumartímann. Einar hafði því í
mörg horn að líta, vinnudagur-
inn var langur, oft unnið langt
fram á kvöld og flesta laugar-
daga.
Þegar fyrirtækið hóf stál-
skipasmíði um miðjan sjöunda
áratuginn jókst álagið enn. Ofan
á slipptökur og mannvirkjagerð
bættist nú innréttingasmíði og
Einar S. Mýrdal
Jónsson
✝ Einar S. Mýr-dal Jónsson
fæddist 30. ágúst
1928. Hann lést 14.
maí 2018.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hins
látna.
margs konar tré-
verk í stálskipin, en
næsta aldarfjórð-
unginn voru byggð
yfir 20 skip; fiski-
bátar, togarar,
sementsferja, bíla-
ferja og skemmti-
snekkja.
Fyrirtækið var
orðlagt fyrir að
skila af sér vand-
aðri smíði, jafnt
stál-, tré- og rafmagni, þökk sé
þeim frábæru iðnaðarmönnum
og verkstjórum þeirra sem
þarna störfuðu.
Einar var harðduglegur og
góður fagmaður. Hann átti gott
með að stjórna fólki með sínu
þægilega viðmóti og þurfti
hvorki að byrsta sig eða hafa
hátt.
Hann átti mjög góð samskipti
við útgerðarmenn, skipstjóra,
vélstjóra og aðra þá sem fylgdu
bátum í slippinn. Einar átti við
bakveiki að stríða frá unglings-
árum en lét það ekki trufla sig
frá vinnu þó stundum væri hann
kominn í keng eftir langan
vinnudag.
Við Einar vorum samstarfs-
menn í þrjá áratugi. Hann var
afskaplega ljúfur og þægilegur í
öllum samskiptum og hollur sínu
fyrirtæki.
Hann kom daglega til okkar á
skrifstofunni og þegar hann
mátti vera að spjölluðum við um
heima og geima. Einar var frá-
bær sögumaður og mjög umtals-
góður um fólk. Hann er eft-
irminnilegur félagi og einn sá
síðasti sem kveður af öllum
þeim snillingum sem báru uppi
starfsemi Þorgeirs & Ellerts á
síðustu öld.
Við Guðný sendum Huldu og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Einars Mýrdal.
Guðjón Guðmundsson.
Elsku afi minn
er látinn á nítug-
asta og öðru aldurs-
ári. Afi var alltaf
mikið hraustmenni.
Þegar starfsferlinum lauk gekk
hann daglega teinréttur í baki
um hóla og hæðir með hund í
bandi, hann vildi helst ekki
ganga á sléttu malbikinu. Hann
vildi vera sjálfstæður og sjálf-
bjarga en þegar hann fann að
styrkurinn og þrótturinn var
farinn að minnka vildi hann fá
herbergi á dvalarheimili aldr-
aðra og var snöggur að sjá
björtu hliðarnar á því, nú gat
hann átt samtal við annað fólk,
hann var víst farinn að týna orð-
um af allri einverunni að eigin
sögn.
Í mínum uppvexti var ég svo
lánsöm að hafa ömmu og afa í
göngufjarlægð og hitti ég þau
nánast daglega. Minningarnar
eru margar og skemmtilegar og
gott að rifja upp. Á sínum yngri
árum æfði afi vetraríþróttir þar
sem hann ólst upp á Patreksfirði
og fannst fátt skemmtilegra en
að sýna okkur unga fólkinu ótrú-
legar listir á bæði skautum og
skíðum. Mér er minnisstætt
þegar hann fór með okkur í fjall-
ið, ofurspenntur fyrir því að
henda sér á skíði, þá um sjötugt.
Hann varð ekki ánægður þegar
hann komst að því að mamma
hafði bara tekið gönguskíði fyrir
hann. Svigskíðum var reddað á
karlinn og hann skíðaði um
brekkurnar manna liprastur.
Afi var allt í senn, vinnusam-
ur, uppfinningamaður, fjörkálfur
og algjört náttúrubarn sem elsk-
Sveinn Arnar
Davíðsson
✝ Sveinn ArnarDavíðsson
fæddist 3. mars
1927. Hann lést 26.
maí 2018.
Útför Sveins fór
fram 2. júní 2018.
aði dýrin stór og
smá. Í heimsóknum
til hans kom maður
aldrei að tómum
kofunum, hann var
alltaf eitthvað að
fást við sem hann
hafði mikla unun af
að segja manni frá
og sýna og svo gát-
um við talað um
hundana, þessar
einstöku skepnur
sem héldu honum ungum og
hraustum.
Afi átti yfirleitt sínar einstöku
útskýringar og lausnir á því sem
var að gerast. Eitt árið eignaðist
hann fjögur sett af tvíburalang-
afabörnum, „þið íþróttafólkið er-
uð eins og rollurnar, verðið tví-
og þrílembd af þessum fæðubót-
arefnum“ voru hans viðbrögð.
Ef eitthvað amaði að honum var
algjörlega tilgangslaust að reyna
að koma honum til læknis, ef það
tókst þá voru litlar líkur á því að
hann fylgdi læknisráði, hann var
yfirleitt sjálfur búinn að finna
heilsusamlega og góða lausn.
Afi kenndi mér að sjóða fisk-
inn ekki of mikið, til að halda
betur næringarefnunum í matn-
um, hann kenndi mér líka að
troðfylla appelsínur af sykur-
molum, þær verða margfalt
betri fyrir vikið. Afi kenndi mér
að aldur er afstæður og mikil-
vægt að nýta vel þá krafta og
þrek sem manni hlotnast.
Afi kvaddi sáttur, hann átti
ekkert ógert og var tilbúinn að
kveðja. Þannig held ég að flestir
vilji skilja við en of fáir fái.
Þakklæti er því efst í huga á
þessari kveðjustund, þakklæti
fyrir þann tíma sem ég og mín
fjölskylda fengum með þessum
skemmtilega manni.
Hvíldu í friði, elsku Svenni
afi.
Guðrún Arna
Sigurðardóttir.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ERLA HARALDSDÓTTIR
húsmóðir,
Birkivöllum 23, Selfossi,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi
þriðjudaginn 22. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Katrín S. Klemenzardóttir Karl Birgir Svavarsson
Elín Hekla Klemenzdóttir
Klemenz Geir Klemenzson Svanbjörg Ólafsdóttir
Erlingur Reyr Klemenzson Líney María Hjálmarsdóttir
Guðrún H. Klemenzdóttir Róbert Sverrisson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
HELGU HARALDSDÓTTUR,
Núpakoti.
Pétur Freyr Pétursson
Sólveig Eva Pétursdóttir Aron Örn Jónsson
Jón Þór Aronsson
Pétur Logi Pétursson Heiðrún Helga Ólafsdóttir
Haraldur Tyrfingsson Sólveig Guðrún Ólafsdóttir
Úlfar Ingi Haraldsson
Jóhanna Sól Haraldsdóttir
Ólafur Haukur Haraldsson
Ómar Haraldsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdapabbi og afi,
VÍGLUNDUR PÁLSSON,
Hamrahlíð 18, Vopnafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð
mánudaginn 28. maí. Útför hans fer fram
frá Vopnafjarðarkirkju föstudaginn 8. júní klukkan 13.
Jarðsett verður að Hofi.
Elín Friðbjörnsdóttir
Svanborg S. Víglundsdóttir Ellert Árnason
Svava Víglundsdóttir Unnsteinn Arason
Einar Víglundsson Jóhanna Rögnvaldsdóttir
Anna Pála Víglundsdóttir Gunnar Róbertsson
Selma Dögg Víglundsdóttir Geirmundur J. Hauksson
Hilmir Víglundsson Sólveig Andrea Jónsdóttir
Ester Jóhannsdóttir Albert Már Steingrímsson
Grétar Ólafsson Kolbrún Steingrímsdóttir
Kristján Stefánsson Sólveig Erla Hinriksdóttir
og afabörn
Okkar ástkæra
SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR
lögfræðingur,
Bræðraborgarstíg 15,
Reykjavík,
lést föstudaginn 1. júní í faðmi
fjölskyldunnar á kvennadeild Landspítalans.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 12. júní klukkan 15.
Jónatan Þórmundsson
Þórmundur Jónatansson Gyða Valdís Guðmundsdóttir
Sigurveig Þórmundsdóttir Ólafur Bjarni Bergsson
Sólveig Þórmundsdóttir
Sigurður Freyr Jónatansson Sigríður Hjördís Jörundsdóttir
Skarphéðinn Ísak Sigurðs.
Helena Rós Sigurðardóttir