Morgunblaðið - 07.06.2018, Qupperneq 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er engin ástæða fyrir þig til
þess að bera ábyrgð á öllum sem í kringum
þig eru. Nú er kominn tími til að gera breyt-
ingar á heimilisaðstæðum þínum.
20. apríl - 20. maí
Naut Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig
en þér finnst þægilegt. Treystu á sjálfa/n
þig ef þú vilt koma einhverju í verk. Hvað
sem þú ert að gera, ekki hætta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert alltaf að tala um að þú hafir
engan tíma til gera neitt skemmtilegt, en
það er ekki satt. Búðu þig undir að hlutirnir
fari öðruvísi en áætlað er.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að leysa vandamál sem
krefst mikillar einbeitingar og yfirsýnar. Mik-
inn kjark þarf til þess að viðurkenna að eitt-
hvað sé ekki á manns færi og leita hjálpar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hafðu ekki of miklar áhyggjur af öðru
fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir sjálfa/n
þig. Biddu aðra um að segja þér stuttu út-
gáfuna, grundvallaratriðin og kjarna málsins.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þó svo að þú þurfir að hvíla þig er
þér mikið í mun að bæta stöðu þína. Láttu
það eftir þér að njóta en vertu samt með-
vituð/aður um að lánið getur verið fallvalt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ástvinir þurfa á skilningi þínum að
halda meira en nokkru sinni fyrr. Þú sýnir
ást þína með því að treysta einhverjum fyrir
vissu verki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú sérð ekki tilganginn með því
að leggja þig fram nema þú getir breytt ein-
hverju. Veltu því samt mikið fyrir þér í hvað
þú verð orku þinni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að tala við yfirmann
þinn eða annan yfirboðara í dag. Deilur rísa
um eignarrétt og þú verður að hafa þig
alla/n við til þess að standa á rétti þínum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er svo auðvelt að taka eigin
skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa
nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að
gáð. .
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er hverjum manni nauðsyn-
legt að vera einn með sjálfum sér öðru
hverju og láta aðra um að halda um stjórn-
völinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hlustaðu vel á þinn innri mann, þeg-
ar þú veltir fyrir þér verkefnum dagsins.
Leitaðu til vina þinna um aðstoð og við-
brögð þeirra munu koma þér skemmtilega á
óvart.
Helgi R. Einarsson sendi mérlimrur – og allt er þegar
þrennt er! Fyrst er „Vanda –
mál“:
Loðinn er hann um lófana
var lýsing á aðfluttum Slóvana,
samt málinu’ ei náði
að neinu ráði.
Það erfitt er fyrir óvana.
Síðan eru það „Hrossakaup“:
Síðan fyrst ég sá ’ana
ég freista vildi’ að fá ’ana.
Nú skelli’ á skeið,
skruggureið,
af því nú ég á ’ana.
Og loks „Veiðileysi“:
Kristján kyssti tvær
konur á barnum í gær.
Sem hani á hól
hátt þá gól.
Þess vegna fóru þær.
Hallmundur Guðmundsson segir
svo frá á Boðnarmiði: „Mér varð á
að hnoða í tilefni þess að kona ein
safnaði saman konum til að
spranga berbrjósta í ásýnd hans
Jóns okkar Sigurðssonar og setti
hún að auki myndir af berbrjósta
konum innanum og saman við
myndir af liðnum mektarmönnum
þjóðarinnar. Þetta ku vera mikil-
fenglegur listgjörningur helgaður
af Listahátíð í Reykjavík. –
„Hnoð“:
Ef að seggur málar mynd,
af mær í baði
er myndasmíðin mikil synd
og meyjarskaði.
En ef að svanni málar mynd,
mýkist vistin
og myndasmíðin minni synd
– en mikil listin –.“
Jón Gissurarson sagði svo frá:
„Núna klukkan að ganga fjögur að
nóttu er hitinn aðeins fimm gráður
og ég horfi yfir þokuslæðuna sem
hylur lágsveit Skagafjarðar. Sólin
er að koma upp og mun innan tíð-
ar hrekja þokuna út í hafsauga.
Núna lítinn funa finn
fellur dögg á mína kinn.
Lágþokan hér læðist inn
leggur yfir fjörðinn minn.“
Sigrún Grímsdóttir svaraði og
sagði að á Blönduósi væri hitastig-
ið aðeins hærra og sólin komin
upp:
Vestan Skarðs má vaka og sjá
veröldina fara á stjá,
fugla vakna og fljúga hjá
á foldu döggin þorna má.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af loðnu, hrossakaupum
og brjóstum
„SORRÍ, ÉG ER VENJULEGAST EKKI
SVONA SVARTSÝN. KANNSKI ÞARF ÉG AÐ
HITTA SPUNAMEISTARA.“
„ÞEGAR VIÐ KOMUMST INN VERÐA
APARNIR ORÐNIR UPPGEFNIR!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann færir þér
blóm – fullt af þeim!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG BJÓ
EINU
SINNI Í
ÞESSUM
KASTALA!
HANN ER
FALLEGUR!
HVERS VEGNA
MYNDIRÐU
FLYTJA Í
BURTU?
VÖRÐURINN
SKILDI
DÝFLISSUNA
ÓVART EFTIR
OPNA!
BANGSI, EIGUM VIÐ AÐ
HREYFA OKKUR EÐA
BARA SITJA HÉRNA?
ÞÚ RÆÐUR
FÖR
DÝRAGARÐUR
Víkverji átti leið um Costco umdaginn. Hann ætlaði að kaupa
sér einn hlut en endaði með fimm
eins og jafnan gerist í þeirri ágætu
búð og er þá Víkverji ekki bara að
tala um magnið af vörum sem Costco
telur rétt að selja saman í einu lagi.
x x x
Eitt af því sem Víkverji endaði á aðkaupa sér í bandarísku töfrabúð-
inni var nýr rafmagnstannbursti,
enda fór sá fyrri fyrir lítið í nýlegum
breytingum á heimilishögum hans,
sem ekki verður farið nánar út í hér.
Það sem vakti þó ekki síður athygli
Víkverja var að tannburstanum
fylgdi sérstakur gúmmístandur, sem
hann sá ekki betur en að væri ætl-
aður farsímanum hans.
x x x
Ja hérna hér, þeir hugsa fyrir öllu!“tautaði Víkverji við engan sér-
stakan þegar hann skoðaði þennan
skrítna gúmmíhlut og reyndi að
ímynda sér til hvers í ósköpunum sá
væri brúkaður. Það var ekki fyrr en
Víkverji las bæklinginn sem fylgdi
með burstanum að hann sá að tann-
burstinn var útbúinn svokölluðu
Bluetooth-kerfi, sem notað er til
þess að tengja tvö raftæki saman.
Því að hvers vegna ekki?
x x x
Kom þá í ljós að tannburstafyrir-tækið er búið að þróa smáforrit
eða „app“ fyrir farsímann, sem getur
bara séð um burstunina fyrir mann.
Appið getur fylgst með því hversu
oft Víkverji burstar tennurnar,
hversu lengi í senn, látið hann vita
hvaða tennur hafa verið burstaðar
og svo mætti lengi áfram telja. Í app-
inu er meira að segja boðið upp á að
sjá fréttir og veður á meðan burstað
er.
x x x
Víkverji hefur horft á nógu mikiðaf vísindaskáldskap þar sem
tölvur og vélar taka völdin af mann-
kyninu til þess að gjalda mikinn var-
hug við þessari þróun tannburstans
síns. Að vísu hafa tannburstar ekki
oft í bíómyndunum breytt sér í Arn-
old Schwarzenegger og farið að
murka lífið úr saklausum vegfar-
endum níunda áratugarins, en eitt
sinn er allt fyrst. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að Mannssonurinn er kominn að
leita að hinu týnda og frelsa það.
(Lúkasarguðspjall 19.10)