Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er ótrúlega gaman að fá tæki-
færi til að flytja óperuna hér heima.
Ég kann Íslensku óperunni bestu
þakkir fyrir að hafa gengið í það mál.
Ég held það sé mikilvægt að fyrir
Ísland að fá svona stór verk heim,
enda ekki á hverjum degi sem íslensk
ópera af þessari stærðargráðu er sett
á svið,“ segir Daníel Bjarnason, tón-
skáld og höfundur óperunnar
Brothers eða Bræður sem Íslenska
óperan sýnir í samstarfi við Jósku
óperuna og Sinfóníuhljómsveit
Íslands í Eldborg Hörpu á Listahátíð
í Reykjavík laugardaginn 9. júní kl.
19.30.
Brothers, sem fjallar um stríð,
bræðralag og ástir, byggist á sam-
nefndri kvikmynd eftir Susanne Bier.
Með hlutverk bræðranna í verkinu
fara Oddur Arnþór Jónsson og Elm-
ar Gilbertsson, en í öðrum hlut-
verkum eru Marie Arnet, Þóra
Einarsdóttir, James Laing, Jakob
Zethner, Hanna Dóra Sturludóttir,
Selma Buch Ørum Villumsen og Paul
Carey Jones. Leikstjórn er í höndum
Kaspers Holten, leikmyndina gerði
Steffen Aarfing og lýsingu hannaði
Ellen Ruge.
Brothers var frumsýnd í Árósum í
ágúst 2017 við afar góðar viðtökur
jafnt áhorfenda sem gagnrýnenda.
Uppfærslan fékk fullt hús stiga hjá
Cphpost þar sem rýnir hrósaði tón-
listinni í hástert og sagði að tónlist
Daníels væri „mögnuð. Tónlistin,
sem hefur yfirbragð kvikmynda-
tónlistar, flytur hlustendur yfir í aðra
veröld.“ Rýnir Fyns Stiftstidende
sagði að tónlistin væri „ótrúlega
sterk og tjáningarrík“ og rýnir Nord-
jyske Stiftstidende fullyrti að Broth-
ers væri ópera sem enginn mætti
missa af enda fangaði „partítúr [Daní-
els] frá upphafi til enda í nýklassískri
og einstaklega vel útsettri framvindu.“
Rýnir Børsen lýsti Brothers sem
„kaldranalegri og fallegri óperu“ og
rýnir Politiken sagði að „músíkalskt er
þetta ljómandi vel, áhrifamikið og
hnökralaust skrúfað saman af
[Daníel]“.
Í byrjun síðasta mánaðar var
Brothers tilnefnd til hinna virtu
dönsku Reumert-verðlauna í flokkn-
um ópera ársins en verðlaunin verða
afhent á laugardag, sama kvöld og
Daníel mundar tónsprotann í Hörpu.
Og fyrir helgi bárust síðan fréttir af
því að Daníel hefði verið tilnefndur til
Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
fyrir Brothers.
Erfitt að standa undir skjalli
Í ljósi þess að þetta er fyrsta ópera
þín liggur beint við að spyrja hvaða
máli góðar viðtökur skipta.
„Það er langt, strangt og einmana-
legt ferli að skrifa óperu og þess vegna
var mjög gott að finna að verkið skipti
áhorfendur máli,“ segir Daníel og tek-
ur fram að sér þyki ekki aðeins mikil-
vægt að tónsmíðar hans tali til áhorf-
enda og gagnrýnenda heldur ekki
síður til flytjenda. „Það var gott að
finna hversu vel söngvarar og hljóð-
færaleikarar tóku verkinu. Það segir
til um hvernig neistinn í verkinu er og
hvort það muni lifa. Ef flytjendur
tengja ekki við verkið er mjög ólíklegt
að þeir nái að segja söguna á sannfær-
andi hátt. Þetta er því lykilatriði.“
Leikstjóri óperunnar, Kasper
Holten, sem í haust tekur við starfi
sem stjórnandi allra sviða Konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn, fór í ný-
legu viðtali hérlendis fögrum orðum
um þig sem tónskáld. Hann sagði
Brothers vera meistaraverk og lýsti
þér sem næstu stórstjörnu innan
óperuheimsins. Hvernig er að fá svona
hástemmt lof frá Holten?
„Það er mér mikill heiður að hann
skuli segja svona. Ég set allt svona
hrós á ákveðinn stað og reyni síðan að
hugsa ekki of mikið um það, enda
fylgir vandi vegsemd hverri. Því meira
sem manni er hælt, þeim mun erfiðara
verður að standa undir skjallinu. Það
er hættulegt að hugsa of mikið um
hrósið og bera sig saman við það. Að
því sögðu þá tek ég þessu hrósi hans
eins og við á með stolti og gleði, en líka
æðruleysi meðvitaður um að þetta er
enginn heilagur sannleikur. Ég kann
mjög vel að meta álit hans, en reyni á
sama tíma að velta mér ekki of mikið
upp úr þessu.“
Var samstarf ykkar gott?
„Já, mjög gott. Þegar hann kom inn
í verkefnið sem leikstjóri tók hann
mjög mikinn þátt í sköpunarferlinu,“
segir Daníel og rifjar upp að þau
Kerstin Perski, sem skrifaði librettóið,
hafi enn verið að skrifa verkið þegar
Holten kom inn í verkefnið sem leik-
stjóri. „Hann er orkumikill, hug-
myndaríkur og gengur mjög ákveðinn
til verks. Það var mjög gaman að
vinna með honum. Ég fann það strax
að hann trúði á verkið sem skipti
miklu máli.“
Fer alla leið inn í myrkrið
Í fyrrnefndu viðtali lýsir Holten óp-
eru þinni sem dimmu verki sem verði
myrkara eftir því sem á líði. Kallaði
viðfangsefnið á slíka nálgun?
„Þetta er dramatísk saga sem leyfir
sér að fara inn á mjög myrk svæði.
Markmið mitt var að gera þessari
sögu og tilfinningunum skil í gegnum
frásögnina og tónlistina á hátt sem
mér fannst bæði sannur og heiðar-
legur. Á stundum kemst sólargeisli í
gegn og þá birtist ákveðinn léttleiki
sem verður mjög sterkur þó að undir-
liggjandi sé alltaf þetta ferðalag
Michaels inn í myrkrið þar sem hann
lokast smám saman inni í eigin huga
með farangur sinn úr stríðinu, hugs-
anir og minningar. Ég hafði aldrei
áhyggjur af því að verkið væri of
myrkt. Ég hefði frekar haft áhyggjur
af því að verkið færi ekki alla leið, en
mér finnst það ná að fara á þann stað
sem það þarf að fara. Það sogast þang-
að í gegnum alla óperuna,“ segir Daní-
el og hrósar nálgunarleið leikstjórans.
„Mér finnst snilldarleg sú nálgun
Kaspers að hafa alla níu einsöngvara
og kórinn, sem gegnir stóru hlutverki í
sýningunni, á sviðinu allan tímann.
Hann býr til kassa sem er eins og
hringleikahús og hefur alla inni á allan
tímann sem skapar mikla spennu.
Kórinn er í raun í hlutverki grísks
kórs. Kórinn tjáir sig um framvinduna
en verður smátt og smátt að rödd-
unum í huga Michaels og ýtir honum í
átt að uppgjörinu sem á sér stað í lok-
in. Það sem er snilldarlegt við nálgun
Kaspers er að þar sem allir eru á svið-
inu allan tímann nær hann að afmá
mörkin milli þess sem á sér stað í
raunveruleikanum og þess sem á sér
stað í huga Michaels. Í raun förum við
inn í huga Michaels þar sem nútíminn
eða raunveruleikinn rennur saman við
endurlit og minningar. Við sjáum því
hvernig hugur Michaels er fastur á
öðrum stað þó að hann sé í raun stadd-
ur í 10 ára afmæli dóttur sinnar.“
Þó að kórar séu algengir í óperum
eru þeir sjaldnast nýttir sem grískur
kór í anda leikbókmenntanna. Í fyrr-
nefndu viðtali hrósar Holten þér fyrir
frumleika á sama tíma og þú sért með-
vitað að vinna með óperuhefðina. Nýt-
ist reynsla þín sem stjórnandi þér sem
óperutónskáldi?
„Ég held það. Ég hef náttúrlega
stjórnað mörgum óperum og þekki
uppsetningarferlið vel, sem nýtist vel í
þessu verki. Ég hef líka alltaf kunnað
vel við mig í leikhúsi og í kringum
dramatík – og haft sterkar skoðanir á
því sem leikstjórar eru að gera. Það
sem tónskáldið í raun gerir þegar
hann skrifar óperu er að leikstýra sög-
unni á sama tíma. Kasper hefur talað
um að sér hafi ekki þótt erfitt að setja
verkið á svið og það skýrist af því að
honum finnst senurnar virka músík-
dramatískt. Tónlistin læsir söguna
inni í ákveðinni tímaás. Það er hvorki
hægt að hraða á eða hægja mikið á
framvindunni, líkt og í leikhúsinu,
vegna þess að tónlistin stýrir hrað-
anum. Það er mjög mikilvægt að
rytminn í frásögninni sé músíkalskt
réttur og virki.“
Óperan skrifuð í réttri röð
Hvernig skrifaðir þú óperuna?
Byrjaðir þú bara á fyrstu nótu og
skrifaðir þig til enda eða varstu mikið
að stökkva fram og til baka í verkinu?
„Það reyndist mér algjörlega nauð-
synlegt að vinna náið með librettist-
anum og í sameiningu skoðuðum við
hvernig við ætluðum að segja þessa
sögu. Ég var strax mjög ákveðinn í því
að kórinn ætti að gegna mikilvægu
hlutverki. Það var tækifæri til að
ramma söguna inn á annan hátt en í
myndinni auk þess sem mér fannst
mikilvægt að nota kórinn músíkalskt.
Tilkoma kórsins breytir því heilmikið
„Sköpunarferlið
er mjög kaótískt“
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
Hól „Því meira sem manni er
hælt, því erfiðara verður að
standa undir skjallinu,“ segir
Daníel Bjarnason.
Íslenska óperan sýnir Brothers eftir Daníel Bjarnason í Eldborg Hörpu á
laugardag „Langt, strangt og einmanalegt ferli að skrifa óperu,“ segir Daníel
Átök Marie Arnet fyrir miðju
og Þóra Einarsdóttir til
hægri. Fyrir aftan eru Oddur
Arnþór og James Laing.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
360° snúningur
Leður
Verð frá 249.000.-
WAVE Lounge