Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 72

Morgunblaðið - 07.06.2018, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Bára Sigfúsdóttir, dansari og dans- höfundur, er nýkomin frá Teheran í Íran til að dansa fyrir gesti Lista- hátíðar í Reykjavík í dansverki sínu, The Lover. Frá því verkið var frumsýnt á Performatik-tvíær- ingnum í Belgíu árið 2015 hefur hún sýnt það meira en þrjátíu sinnum í mörgum löndum og hvarvetna hlot- ið lof og prís. Bæði fyrir verkið sjálft og frammi- stöðu Báru, en hún er eini dans- arinn á sviðinu. Til dæmis fékk hún Circuit X- verðlaunin í Belgíu og Hol- landi og árið 2016 var dans- verkið valið á norræna danstvíær- inginn Ice Hot í Kaupmannahöfn. Tilnefning til Roel Vernier- verðlauna fyrir sviðslistir í Belgíu þótti henni að vonum fögur rós í hnappagatið. Undirtitill verksins, Milli sköp- unar og eyðileggingar, bendir til að alvara sé á ferðum. Elskhuginn fær á sig harðneskjulegan blæ. Hverju svarar höfundurinn? „The Lover er sjónrænt dans- verk, hugleiðing um samband manns og náttúru. Ég hugsa þessi tengsl í ljóðrænu samhengi. Bara að fæðast er sköpun sem og allt sem við höfum byggt, gert og planað; allt mannbyggt og manngert. En eins og við vitum er maðurinn líka eyðandi afl, hann fer í stríð og hendir líka óskaplega miklu af rusli, sem spillir náttúrunni. Mig langar að áhorfandinn geti horft á verkið og íhugað um leið sitt eigið sam- band við náttúruna,“ segir Bára og lýsir verkinu ennfremur sem lifandi innsetningu úr ljósmyndum og vatni. „Þar sem dansinn og myndlistin renna saman. Noémie Goudal ljós- myndari og arkitektinn 88888, öðru nafni Jeroen Verrecht, eiga heiður- inn af sviðsmyndinni sem skapar svolítið sjónarspil og stemninguna. Að ógleymdri tónlist íslenska tón- listarmannsins Borko.“ Nálægðin við áhorfendur Flutningur The Lover tekur 50 mínútur og segist Bára töluvert hafa velt fyrir sér hvort hún í ófull- komleika sínum sem manneskja gæti haldið uppi slíku verki. „Mig langaði að komast dýpra en að vinna bara með mín persónulegu element, sem hvít, ljóshærð kona, og fór að því að skoða nálægðina við áhorfendur í nýju ljósi. Til þess að standa undir því að geta verið ein á sviðinu þróaði ég ákveðið látbragð og hreyfingar til að skapa meiri nánd. Þetta felst í því að ég horfi meira niður en sviðslistamenn al- mennt gera og yfirleitt ekki beint á áhorfendur. Hins vegar set ég alla áhersluna á líkamshluta, sem eru á hreyfingu hverju sinni. Þannig er líkaminn í rauninni minn miðill til að túlka hugmyndir og mynda hug- renningatengsl við áhorfendur,“ segir Bára og bætir við að hún hafi mikinn áhuga á að vinna með smá- atriði líkamans í dansinum; olnboga tungu, handarkrika, hendur og fætur. Spurð hvort hendur og fætur séu virkilega smáatriði, svarar hún að það fari eftir því hvernig hún vinni með þá líkamshluta í dansinum. „Tungan er reyndar meira smá- atriði,“ segir hún svo og brosir. Og Bára ætti að vita hvað hún syngur, enda hefur hún í áranna rás þróað sérstakan hreyfistíl, sem hún „nýtir til þess að miðla hugmyndum og til- vísunum í gegnum dansformið“ eins og segir í bæklingi Listahátíðar í Reykjavík. Áður en Bára er spurð um annað en framlag hennar til hátíðarinnar má skjóta inn í að í fyrrnefndri heimild segir ennfremur: „Líkami Báru og umhverfi hans eru í stöð- ugri þróun og umbreytingu á með- an á sýningunni stendur. Í verkinu er áhorfendum boðið í rými til íhug- unar; hvað er mennskt, hvað dýrs- legt, hvað er náttúrulegt, hvað er af mannavöldum, hvað er lífrænt …“ Fyrstu sporin í rétta átt Stórt er spurt og stundum er lífið líka svolítið skrýtið og tilviljana- kennt. Þótt Bára væri í fimleikum og samkvæmisdönsum þegar hún var lítil, hafði hún engar fyrirætl- anir um að leggja fyrir sig dans. Í Menntaskólanum í Reykjavík ætlaði hún sér að verða læknir. Langt verkfall framhaldsskólakennara ár- ið 2001 setti óvænt strik í reikning- inn. „Nemendur höfðu lítið að gera og því var okkur sem höfðum sótt Elskhuginn óritskoðaður  Hvað er mennskt?  Hvað er dýrslegt?  Hvað er náttúrulegt?  Sjónræna dansverkið The Lover eftir Báru Sigfúsdóttur er hugleiðing um samband manns og náttúru í eilífðar samhengi Ljósmyndir/Leif Firnhaber Hreyfistíll Bára hefur í áranna rás þróað sérstakan hreyfistíl sem hún nýtir til þess að miðla hugmyndum og tilvísunum gegnum dansformið. Íhugun Í dansverkinu The Lover er áhorfendum boðið í rými til íhugunar.Bára Sigfúsdóttir Bókin 261 dagur er að sögnhöfundar í grunninn dag-bók sem hún skrifaði semlíflínu til að koma sér í gegnum hvern dag eftir sambandsslit, en Kristborg skildi við seinni barns- föður sinn fyrir tæpum þremur árum. Kristborg er starfandi fréttamaður, áður dagskrárgerðarmaður og rit- stjóri sjónvarpsþáttar, öflug á sam- félagsmiðlum, ástríðubloggari með fátt eitt óviðkomandi og heldur úti Facebook-hópnum „Ertu að skilja og skilur ekki neitt?“ Sagan er skrifuð í nokkrum letur- gerðum þar sem hver gerð miðlar áfram ákveðnum þræði; dagbókin sjálf sem er mikið tilfinningaflæði og inni í höfði sögupersónu, rafræn sam- skipti sem eru uppsett svipað og spjallþráður, og svo skáletraður texti með minningabrotum og söguskýr- ingum. Þetta er vel til fundið og gefur sögunni aukna dýpt. Vísað er til sögupersóna í texta með lýsandi nöfnum eins og Frum- burðurinn, Fyrr- verandi, Vonbiðill- inn. Sagan hefst 10 dögum fyrir sambandsslit og síðasti kafli er 261 degi síðar. Sagan hverfist um áfall, tilraunir til upp- gjörs, taugaáfall, samskipti við ætt- ingja, dapurleg samskipti við heil- brigðiskerfið, vini, börn og barnsfeður en fyrst og síðast um leið sögumanns út úr óbærilegri vanlíðan. Bjargráðin fær Kristborg frá vin- um, en hún er vinamörg, og af netinu, sem leiðir hana á nýjar slóðir. Þar finnur hún andlegan einkaþjálfara sem kennir fólki leiðir til að elska sig, það nám leiðir að lokum til ferðalags til Balí. Lesningin er erfið til að byrja með en sögupersónan er svo einlægt ákveðin í að vinna sig úr vandanum, greina allt í tætlur, mitt í tilfinn- ingalegu og veraldlegu skipbroti með öllum tiltækum bjargráðum og reynsl- una að vopni – íslenska stolta kjarna- konan sem getur allt og ætlar að taka þetta á hnefanum, með húmor, en einnig í núvitund og með aðstoð frk. Tarot. Skrifin eru mitt í sorginni, á köflum, óþægilega hreinskilnisleg og kómísk: „Andskotinn. Ég er að farast. Er búin Ertu að skilja? Raunsaga 261 dagur bbbmn Eftir Kristborgu Bóel. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan, 2018. Kilja 461 bls. BJÖRG SVEINSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.